Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 13
13 beita sínu réttlæti þá er það vegna þess að þeim finnst réttlæti dómstólanna hafa brugðist. Og stundum kunna þeir að hafa rétt fyrir sér. Á hinn bóginn verður réttlæti fjölmiðla oft harðara en réttlæti dómstóla. Í fyrsta lagi vegna þess að þeir hafa ekki allir sömu hömlur á sér og dómstólar; í öðru lagi nærast þeir stundum á fordómum almennings, svo og þörfinni fyrir að selja. Í þriðja lagi – og það vegur hvað þyngst fyrir þann sem fyrir verður – þá er skömmin samfara því að vera afhjúpaður í alfaraleið oft þyngsta refsing sem nokkur getur fengið. Fyrir flest venjulegt fólk er verra að missa æruna og vera úthrópaður á torgum en að lenda í fésekt, jafnvel í fangelsi. Og þá komum við loks að mannúðinni. Óttinn við ærumissi af völdum fjölmiðla getur fælt fólk frá glæpum. Á hinn bóginn getur sá dómur stundum orðið mönnum svo þungur að þeir grípa til örþrifaráða. Það þarf oft að milda rétt- lætið með mannúð eða kærleika. Í okkar örsmáa þjóðfélagi á Íslandi fær enginn dulist hafi hann einu sinni misst æruna. Þess vegna gilda hér ekki að öllu leyti sömu lögmál og í stærri þjóðfélögum. Því þarf að fara hér mildilegar að fólki en þar sem það getur horfið í milljónahafið. Því miður virðist hin nýja lína í fréttamennsku ekki alltaf eira mannúðinni, en ber við réttlætinu. En réttlæti hverra? Og hver segir að fjölmiðlar eigi að vera refsinornir sem svipti menn ærunni? Í raun snýst þetta um þjóðfélagssýn. Viljum við ganga fram af taumlítilli hörku gagnvart þeim sem misstíga sig? Eða viljum við milda refsigleðina með mannúð? Og er það ekki slík mannúð sem gerir okkur í raun að siðmenntuðu samfélagi? L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Sími 545 4400 • gutenberg. is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.