Lögmannablaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 25
25
fræðingaþing með því sniði sem kynnt hefur verið
að ofan. Þar leggst á eitt hversu mörg og ólík efnin
eru sem fjallað er um, hversu margir koma að
þessari umfjöllun, hinn mikli fjöldi almennra þátt-
takenda og hin umfangsmikla dagskrá sem venja
hefur skapast um í tengslum við þingin. Undirbún-
ingur þingsins hefur staðið yfir undanfarin ár, og
hafa þar verið í fararbroddi Guðrún Erlendsdóttir,
formaður Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþing-
anna, og Erla Jónsdóttir, ritari deildarinnar, ásamt
undirrituðum, sem útnefndur hefur verið aðalritari
þingsins. Auk þess hafa margir aðrir lagt hönd á
plóginn. Mikið verk er þó eftir óunnið. Einkum er
þar um að ræða annars vegar fjáröflun til að standa
straum af þeim kostnaði sem gestgjafi þingsins
verður að bera, og hins vegar að skipuleggja heim-
boð fyrir erlenda þátttakendur á þinginu til
íslenskra starfsbræðra sinna og systra föstudags-
kvöldið 19. ágúst, en hefð er fyrir slíkum heim-
boðum á þingunum. Vonar Íslandsdeild norrænu
lögfræðingaþinganna að íslenskir lögfræðingar
leggist á eitt í þessum efnum, og býður þá um leið
hjartanlega velkomna á 37. norræna lögfræðinga-
þingið í Reykjavík 2005.
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
AÐALFUNDUR
LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS 2005
Aðalfundur Lögmannafélags Íslands 2005 varhaldinn föstudaginn 11. mars s.l. Á dagskrá
fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf sam-
kvæmt samþykktum félagsins. Fundarstjóri var
Þórður Bogason, hdl., og fundarritari Margrét
Einarsdóttir, hdl.
Endurskoðaður reikningur fyrir liðið
reikningsár.
Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri félagsins,
gerði grein fyrir ársreikningi þess fyrir árið 2004.
Fjallaði framkvæmdastjórinn sameiginlega um
niðurstöðu reikninga hins lögbundna hluta félags-
ins og félagsdeildar þess. Einnig um ársreikning
Námssjóðs LMFÍ. Í máli framkvæmdastjóra kom
fram að þrátt fyrir nokkurt tap á rekstri lögbundna
hlutans, sem rekja mætti til greiðslu á 3,5 milljón
króna stjórnvaldssektar vegna samkeppnismáls-
ins, hafi um kr. 600.000 hagnaður orðið af rekstri
félagsins í heild, vegna góðrar afkomu félags-
deildar. Eftir yfirferð reikninga var orðið gefið
laust og svaraði framkvæmdastjóri fyrirspurnum
frá fundarmönnum. Að því loknu bar fundarstjóri
ársreikning ársins 2004 undir fundinn og var hann
samþykktur samhljóða.
Skýrsla félagsstjórnar o.fl.
Gunnar Jónsson hrl., formaður félagsins, tók til
máls og fór yfir helstu atriði í skýrslu stjórnar og
vísaði m.a. í prentaða ársskýrslu sem send var
félagsmönnum fyrir fundinn. Formaður gat þess
sérstaklega að tekin hefði verið ákvörðun um að
framkvæmdastjóri félagsins færi framvegis með
formanni þess á fulltrúafundi CCBE, sem haldnir
eru tvisvar á ári. Taldi formaðurinn þetta nauðsyn-
legt í ljósi vaxandi mikilsvægis CCBE ráðsins
fyrir íslenska lögmenn. Formaðurinn fjallaði
einnig sérstaklega um niðurstöðu 9 manna
nefndar sem stjórn LMFÍ skipaði í samræmi við
ályktun félagsfundar. Lægju tillögur 9 manna
nefndarinnar fyrir fundinum og hvatti formaður
fundarmenn til að kynna sér þær vel. Loks þakk-
aði formaðurinn öllum sem hafa starfað með
honum í stjórn og nefndum undangengin ár sem
og félagsmönnum öllum fyrir ánægjulegt sam-
starf. Að lokinni yfirferð formanns um skýrslu
stjórnar var orðið gefið laust og tók Sif Konráðs-
dóttir hrl., til máls og óskaði eftir nánari út-
skýringum á þeirri hugmynd sem kæmi í greinar-
gerð 9 manna nefndarinnar, að setja á kvóta innan
félagsins. Formaðurinn svaraði því til að sjálfstætt
starfandi lögmenn hefðu haft af því áhyggjur að
aðrir en sjálfstætt starfandi lögmenn væru orðnir
meira en helmingur félagsmanna. Í upphafi vinnu
nefndarinnar hafi komið fram að hugsanlega
þyrfti að deildarskipta félaginu, en niðurstaðan
F.v. Gísli Tryggvason hdl., Þórunn Guðmundsdóttir
hrl. og Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl.