Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 8
8 3 / 2 0 0 5
Málskostnaðarákvarðanir dómstóla hafa lengi verið hitamál meðal
lögmanna. Margir eru þeirrar skoðunar að dæmdur málskostnaður sé
jafnan of lágur og að dómstólar sýni þannig störfum lögmanna
lítilsvirðingu. Flestir lögmenn þekkja einnig dæmi um hið gagnstæða,
að dæmdur málskostnaður hafi verið mun hærri en reiknað var með,
þótt um færri tilvik sé að ræða.
Lögmannablaðið fékk nokkra lögmenn, þá Ólaf Björnsson hrl.,
Hrafnhildi Stefánsdóttur hrl., Jóhannes Albert Sævarsson hrl. og Jón
Jónsson hdl., til að lýsa skoðunum sínum á málinu.
Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari og kennari í réttarfari við
lagadeild Háskólans í Reykjavík svaraði síðan spurningum um málið og
gagnrýni sem lögmennirnir settu fram.
„Kröfum sóknaraðila,
NN, á hendur
varnaraðilum, PP, er
hafnað. Sóknaraðilar
greiði varnaraðilum
120.000 krónur í
málskostnað.“
„Gjafsóknarkostnaður
stefnanda greiðist úr
ríkissjóði, útlagður
kostnaður vegna málsins
435.545 krónur og
málflutningsþóknun
lögmanns hans 250.000
krónur, að meðtöldum
virðisaukaskatti.“
Málskostnaðar-
ákvarðanir
dómstóla