Lögmannablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 10

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Qupperneq 10
10 3 / 2 0 0 5 Félagsdómur er sérdómstóll sem dæmir ímálum um brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og um brot á kjarasamningum og túlkun þeirra. Félagsdómur er líka sérstakur fyrir þær sakir að málsforræðið er á hendi sambanda verkalýðsfélaga og atvinnurekendafélaga. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands reka því mál fyrir hönd meðlima sinna fyrir dómnum. Sama gildir um BSRB, BHM og önnur sambönd. Félög sem ekki eru meðlimir sambandanna reka sjálf mál sín og meðlima sinna. Ófélagsbundnir aðilar reka mál sín sjálfir. Þannig er aðildin, sbr. 45. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938. Um málskostnaðarákvarðanir skal fylgja lögum um meðferð einkamála í héraði, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938. Mál fyrir Félagsdómi eru í lang- flestum tilvikum viðurkenningarmál án tilgrein- ingar á fjárhagslegum hagsmunum. Þeir geta engu að síður verið mjög miklir, jafnvel svo skipti tugum eða hundruðum milljóna. Með vísan til þessa er forvitnilegt að skoða dóma Félagsdóms. Sú breyting hefur orðið á síð- ustu tveimur árum að í flestum málum er nú dæmdur málskostnaður, andstætt því sem áður var þegar málskostnaður var iðulega felldur niður. Hallaði þar greinilega á vinnuveitendahliðina, sbr. eftirfarandi yfirlit. Þetta er mjög jákvæð þróun enda engin efni til að mismuna aðilum að þessu leyti. Aðilar máls eru að öllu jöfnu sambönd atvinnurekenda og verkalýðsfélaga og því fullt jafnræði með þeim. Það vekur einnig athygli að allt tímabilið frá 2000 til 2004 er krónutala dæmds málskostnaðar sú sama, á bilinu milli 100.000 – 250.000 kr. Meðaltalsupphæð dæmds málskostnaðar kann þó að hafa hækkað. Málin voru heldur ekki skoðuð sérstaklega með tilliti til umfangs eða hagsmuna. Slík tengsl eru a.m.k. ekki augljós. Nokkur orð um málskostnaðarákvarðanir Félagsdóms Mál dæmd í félagsdómi 2000-2005 Fjöldi dóma og úrskurða Dæmdur málskostn. í efnisdómi Upphæð í þús. kr. Dæmdur málskostn. Frávís.mál Upphæð í þús. kr. Málskostn. felldur niður í efnisdómi Stéttarfél. (dæmdur málskostn.) Vinnuveit. (dæmdur málskostn.) 2000 16 4 100-250 3 100-150 6 3 (2) 7 (2) 2001 15 5 100-225 1 150 6 6 (4) 5 (1) 2002 15 6 100-250 3 60-100 5 7 (6) 5 (1)2) 2003 11 9 100-250 0 2 8 (8) 3 (1) 2004 6 4 100-250 1 100 - 2 (2) 2 (2) 2005 1 ) 8 5 150-250 3 100-150 - 4 (4) 1 (1) [1] T.o.m. júní 2005. [2] Málskostnaður í máli nr. 8/2002 er tvítalinn Unnin mál Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.