Lögmannablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 13
Þrátt fyrir að vera nýlega byrjaður í lög-mennsku hafa málskostnaðarákvarðanir í
málum sem ég hef komið að vakið mig til
umhugsunar um málefnið. Nokkrar hugleiðingar
varðandi málskostnaðarákvarðanir fylgja hér á
eftir en þær varða fyrst og fremst einkamál þótt
sambærileg sjónarmið geti átt við í opinberum
málum.
Það er ein af grundvallarreglum íslenskrar
stjórnskipunar að einstaklingar og lögaðilar geta
borið mál sín undir sjálfstæða og óvilhalla dóm-
stóla þar sem málsmeðferð er réttlát og opinber.
Óaðskiljanlegur hluti þessa kerfis er aðgangur að
sjálfstæðri lögmannastétt. Á Íslandi er þessi réttur
tryggður í réttarfarslöggjöfinni, þ.m.t. lögum um
lögmenn, og er þar m.a. kveðið á um einkarétt lög-
manna til að gæta hagsmuna aðila fyrir dómi. Ekki
er byggt á því að hið opinbera kosti störf lögmanna
heldur að málsaðilar geri það sjálfir, með fáeinum
undantekningum þó, sbr. gjafsóknarreglur. Segja
má að úrlausn um málskostnað aðila, þ.m.t. lög-
mannskostnað, sé því hluti af þeirri dómstólameð-
ferð sem mannréttindasáttmálar og grundvallar-
reglur tryggja borgurunum. Lagareglur um
ákvörðun málskostnaðar eru því eðlilega hluti rétt-
arfarslöggjafarinnar.
Í XXI. kafla laga um meðferð einkamála er
fjallað um málskostnað. Kaflinn felur í sér ítarlegar
lagareglur um málskostnaðarákvarðanir dómara. Í
129. gr. er fjallað um hvað teljist málskostnaður. Í
a-lið 1. mgr. greinarinnar er tiltekinn kostnaður af
flutningi máls sem einkum á við lögmannskostnað.
Þá verður lesið af g-lið 1. mgr. greinarinnar að
málskostnaður sé kostnaður sem stafar beinlínis af
máli. Vinna lögmanns við að reyna sættir fyrir
málshöfðun fellur að mínum dómi vel undir þann
lið og önnur samskipti við gagnaðila sem telja má
eðlilega lögmannshætti.
Meginreglu um ákvörðun málskostnaðar er að
finna í 1. mgr. 130. gr. eml.
Sá sem tapar máli í öllu verulegu skal að jafnaði
dæmdur til að greiða gagnaðila sínum máls-
kostnað.
Til þess að til álita komi að ákvæðinu verði beitt
þarf að hafa komið fram krafa um málskostnað af
hálfu málsaðila, skv. 3. mgr. 129. gr. eml. Dóm-
krafa um að fá greiddan málskostnað er því sett
fram á grundvelli málsforræðisreglunnar. Við máls-
kostnaðarákvörðun er hins vegar ekki byggt á
málsforræði aðila þótt að í einhverjum tilfellum
bendi lögmenn á galla í málskostnaðarkröfu gagn-
aðila. Tengsl málsforræðis og málskostnaðar-
ákvarðana verður þó ekki gert að frekara umfjöll-
unarefni hér.
Þýðingu meginreglna þekkja lesendur Lög-
mannablaðsins. Málskostnaðarákvarðanir dóma
eru hins vegar sjaldan í samræmi við framan-
greinda reglu. Málskostnaður er oft látinn niður
falla þrátt fyrir að annar aðili tapi máli algjörlega
eða í öllu verulegu. Ennþá algengara er að þegar
málskostnaður er dæmdur þeim til handa er vann
mál að fjárhæð hans sé skert frá því sem krafist var.
Niðurstöður sem þessar byggja á undantekningu
frá meginreglu og geta byggst á reglum XXI. kafla
eml. og skýringu þeirra. Það er hins vegar fátítt að
greina megi á hverju beiting undantekningar byggir
af lestri dóma.
Form málskostnaðarákvörðunar
Málskostnaðarkrafa er sett fram sem sérstök
dómkrafa og falli dómur um hana ætti hann að inni-
halda forsendur fyrir málskostnaðarákvörðun, skv.
1. mgr. 114. gr. eml. Þá væri eðlilegt að í texta
dóma komi fram fjárhæðir þess málskostnaðar sem
krafa er gerð um við aðalmeðferð máls, enda inni-
hald dómkröfunnar þá fyrst endanlegt. Dómur skal
innihalda rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði
og lagaatriði, sbr. f-lið 114. gr. eml. Málskostnaðar-
ákvarðanir byggja á lögum og sönnunaratriðum.
Rökstuðning fyrir niðurstöðu um kröfuna vantar oft
í dómum. Ekki verður séð að sérstök heimild
undanþiggi rökstuðning hvað þetta varðar. Hafa
Um
málskostnaðarákvarðanir
Jón Jónsson hdl.
13L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð