Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 22

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 22
22 3 / 2 0 0 5 Bókasafn Sumarið var notað til að færa bókakost LMFÍ úr Metrabók yfir í Gegni en það hefur umtalsverða hag- ræðingu í för með sér fyrir notendur bókasafnsins sem geta hér eftir leitað að þeim bókum sem þá vantar á einum stað. Gegnir er bókasafnskerfi sem hýsir samskrá íslenskra bóksafna. Í Gegni eru upplýsingar um bækur, tímarit og annan safnkost um 120 safna á land- inu. Upplýsingar um bækur sem tengjast lög- fræði, og eru til á helstu bókasöfnum landsins, eru því allar á einum stað: www.gegnir.is Bókasafnið er til afnota fyrir alla félagsmenn LMFÍ og fulltrúa þeirra. Þeir geta einnig fengið lánaðan lykil ef þeir þurfa að nota safnið utan skrifstofutíma, s.s. á kvöldin og um helgar. Nem- endur í lögfræði fá einnig aðgang að safninu á skrifstofutíma. Bókakostur safnsins er einungis ætlaður til nota á staðnum en nokkrir tugir titla eru keyptir inn á ári hverju. Auk þess er bókasafnið með áskrift að tímaritum um lögfræðileg efni frá nágrannalöndunum. Rafræn áskrift að Karnov og Ufr er einnig keypt. Ljósritunarvél og tölva eru til afnota fyrir safngesti en hóflegt gjald er rukkað fyrir ljósritun. Gjöf til bókasafns LMFÍ Börn Auðar Auðuns, fyrir milligöngu Stefáns Melsted hdl., gáfu til félagsins hluta af bókasafni hennar en í því voru m.a. árgangar af Norsk retstidende, Rettens gang og TfR sem ekki reyndust vera til fyrir. Að auki fékk félagið talsvert af bókum úr safni hennar sem verið er að skrá og er ætlunin að halda þessu safni saman, sérstaklega merkt henni. Lög- mannafélagið vill færa börnum Auðar bestu þakkir fyrir gjöfina. Námskeið félagsdeildar Á vorönn sóttu 123 félagar þau 12 námskeið sem boðið var upp á. Það er svipaður fjöldi og verið hefur síð- ustu annir. Nú er verið að skipu- leggja námskeið haustannar en eftir- talin námskeið hafa nú þegar verið tímasett: Áhrif EES-samningsins á íslenskt skattaumhverfi, Skattalegur samruni fyrirtækja, Fjármál hjóna og opinber skipti til fjárslita milli hjóna, Námskeið um hluthafasamkomulög, Skiptir réttarheimspeki máli? og Námskeið um ný lög um fullnustu refsinga. Í janúar verður svo námskeið um Sjaría: Lög Múslima sem Magnús Þór Bernharðsson sagnfræðingur mun velta upp spurningunni hvaða hlutverk trúarbrögð eigi að hafa í réttarkerfi lýðræðissamfélaga. Nám- skeiðin eru auglýst rækilegar á öðrum stað í blaðinu. Lögmenn stefna á toppinn: Hvannadalshnjúkur 2006 Félagsdeild hefur nú hafið undirbúning að göngu upp á hæsta fjall landsins, Hvanna- dalshnjúk, næsta vor. Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur og Jóhannes Albert Sveinsson hrl. munu sjá um undirbúning ferðarinnar ásamt starfsmanni félagsdeildar en stefnt er að æfinga- göngum í vetur ásamt því að bjóða lögmönnum upp á almennt heilsuátak. Fenginn verður einka- þjálfari til að meta líkamsástand, Hjartavernd mun bjóða upp á almennt heilsutékk og margt fleira. Af skikkjum og skápum Í vor gerði Lögmannafélagið samning við saumastofuna Eðalklæði um að sauma skikkjur á lögmenn. Í kjölfarið voru skikkjur auglýstar til sölu hjá félaginu á hagstæðu verði og nú er nýlokið við að sauma 45 skikkjur sem verið er að afhenda kaupendum um þessar mundir. Félagið ákvað einnig að setja upp læsta skápa í aðstöðu lögmanna í Héraðsdómi Reykjavíkur og bjóða til útleigu og hafa vel á fjórða tug skápa þegar verið leigðir út. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.