Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 25

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Síða 25
25 fóru í boð á vegum Íslandsbanka sem var haldið í tjaldi í Húsdýragarðinum. Aðalfundir einstakra landsdeilda norrænu lög- fræðingaþinganna voru haldnir að morgni laugar- dagsins 20. ágúst, en þar voru m.a. kosnar nýjar stjórnir. Á aðalfundi Íslandsdeildarinnar vék Guð- rún Erlendsdóttir, hæstaréttardómari, úr stjórn en hún hafði verið formaður Íslandsdeildarinnar frá 1993 og setið í stjórninni í 27 ár eða frá 1978. Einnig vék Ármann Snævarr úr stjórn eftir að hafa setið í henni í 54 ár, þar af sem formaður til fjölda ára (1972-1993). Hlýtur svo löng stjórnarseta að teljast einsdæmi og var Ármann Snævarr einróma kjörinn heiðursfélagi Íslandsdeildarinnar. Ragnar Tómas Árnason var kjörinn nýr formaður stjórn- arinnar, en aðrir í stjórn eru Brynhildur Flóvenz, Erla Jónsdóttir, Helgi I. Jónsson, Hjörtur Torfa- son, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Thors, Ragn- hildur Helgadóttir, Valborg Snævarr og Viðar Már L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Matthíasson. Fræðilegri dagskrá þingsins lauk um hádegisbil á laugardag og var þinginu slitið í kjöl- far þess. Gátu þátttakendur því notið Menningar- nætur Reykjavíkurborgar um eftirmiðdaginn en um kvöldið var boðið til sameiginlegs veislu- kvöldverðar að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þingið þótti takast vel í alla staði og hefur mjög góður rómur verið gerður að því. Þátttakan var prýðileg. Það hefði þó verið ánægjulegt að sjá fleiri íslenska lögfræðinga taka þátt, en e.t.v. vefst það fyrir sumum þeirra að á þingunum er töluð danska, norska eða sænska. Það er þó um að gera að láta ekki slíkt halda aftur af sér, enda eru þingin byggð þannig upp að þátttakendur geta með lestri greinargerða kynnt sér vel efnin sem eru til umfjöllunar á málstofum og hugtakanotkun í þeim áður en þeir sækja málstofurnar. Ráð- stefnuskrifstofa þingsins var Congress Reykjavík. Styrktaraðilar þess voru Gunnar Swensons Fond, Icelandair, Íslandsbanki, Ístak, Kauphöll Íslands, KB banki, Landsbanki Íslands – Vesturbæjar- útibú, Landsvirkjun, LOGOS lögmannsþjónusta og PricewaterhouseCoopers. Auk þess hafa margir íslenskir lögfræðingar lagt hönd á plóginn. Kann stjórn Íslandsdeildarinnar þessum aðilum öllum bestu þakkir fyrir. Næsta þing norrænna lögfræðinga verður haldið í Kaupmannahöfn í ágúst 2008. Ragnar Tómas Árnason hdl. aðalritari 37. norræna lögfræðingaþingsins í Reykjavík 2005 Ljósmyndari: Emil Þór Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitir Leif Sevón, forseta Hæstaréttar Finnlands, norrænu lög- fræðingaverðlaunin. Frá málstofu á þinginu.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.