Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 26

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 26
26 I. GUÐMUNDARBIKARINN – ÓLA AXELS-BIKARINN. Minningarmót LMFÍ í golfi um þá Guðmund Markússon, hrl., og Ólaf Axelsson, hrl., fór fram við ágætis aðstæður á Leynisvelli á Akranesi fimmtudaginn 9. júní. Alls voru 26 keppendur en það er sami fjöldi og á síðasta ári. Úrslit urðu eftirfarandi: A. Í keppni um Guðmundarbikarinn (án forgjafar): 1. Bernhard Bogason, hdl. 29 punkta. 2. Rúnar S. Gíslason, hdl. 27 punkta. 3. Gestur Jónsson, hrl. 23 punkta. B. í keppni um Óla Axels bikarinn (með forgjöf): 1. Jón B. Stefánsson, verkfr. 36 punkta. 2. Bernhard Bogason, hdl. 35 punkta. 3. Karl Ó. Karlsson, hdl. 35 punkta. II. Fjórleikur við tannlækna. Keppnin fór að þessu sinni fram á Grafarholts- vellinum þriðjudaginn 21. júní og var hörku- spennandi. Lögmenn byrjuðu vel og skiluðu fyrstu vinningunum í hús, en tannlæknar sóttu í sig veðrið og tókst að jafna metin. Við héldum því bikarnum á jöfnu. III. Fjórleikur við lækna. Keppnin fór fram í mannskaðaveðri á hinum skemmtilega Strandarvelli á Hellu sunnudaginn 3. júlí. Var um tíma tvísýnt hvort allir myndu skila sér í hús og voru björgunarsveitir í viðbragðs- stöðu! Var þó greinilegt að lögmenn eru vanari mótlæti og unnum við með yfirburðum. 3 / 2 0 0 5 Golfmót sumarsins 2005 Keppendur á minningarmótinu en fimm höfðu yfirgefið völlinn Verðlaunahafar minningarmótsins. F.v. Gestur Jónsson, Jón B. Stefánsson, Bernhard Bogason, Rúnar Gíslason og Karl Ó Karlsson. IV. Fjórleikur við endurskoðendur. Keppnin fór fram í ágætisveðri á Kiðjabergs- vellinum 30 júní. Illa hefur gengið að sigra endur- skoðendur á undanförnum árum enda eru þeir komnir með feiknasterkt lið. Var golfnefndin farin að hafa af þessar nokkrar áhyggjur. Því var mikil áhersla lögð á að fá góða menn til keppni, setja upp gott leikskipulag og ná upp siguranda. Það er skemmst frá því að segja að við gjörsigruðum endurskoðendur að þessu sinni. Náðu þeir aðeins einu stigi, á síðustu holunni í síðasta hollinu. VI. Meistaramót LMFÍ Meistaramót LMFÍ fór einnig fram á Kiðja- bergsvellinum 26. ágúst í mun betra veðri en und- anfarin ár. Sjóvá styrktu mótið að venju og bauð

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.