Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 28

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 28
28 Árlegur forsætisfundur Norrænulögmannafélaganna fór fram í Visby á Gotlandi (Svíþjóð), dagana 1.- 3. september s.l. en fundinn sækja for- menn, varaformenn og framkvæmda- stjórar lögmannafélaganna á Norður- löndunum. Á fundinum voru fjögur megin umfjöllunarefni, auk þess sem lagðar voru fram upplýsingaskýrslur um helstu viðfangsefni sérhvers félags undanfarið ár. Danska lögmannafélagið kynnti niðurstöðu tveggja ára naflaskoðunar félagsins og vinnu við greiningu á grundvallarskyldum lög- manna og hvernig gera á lögmenn, og þá sem kaupa þjónustu þeirra, meðvitaðri um þessar skyldur. Með þessu er stefnt að því gera vinnu lögmanna sýnilegri, aðgengi að þeim auðveldara og auka gæði þjónustu þeirra. Markmiðið er m.a. að bæta stöðu lögmanna í vaxandi samkeppni við aðrar starfsstéttir. Þær fimm grundvallarskyldur sem danska lögmannafélagið telur, á grundvelli þessarar innri skoðunar, að hvíli á lögmönnum eru: sjálfstæði, ábyrgð, starfshæfni, frumkvæði við framgang og úrlausn mála og loks aðgengi, bæði að lögmanninum sjálfum, ýmist í gegnum síma, tölvupóst eða heimsókn á skrifstofu og hvað varðar skiljanlegar upplýsingar um lagalega stöðu skjólstæðinganna. Hefur félagið þegar lagt fimm milljónir danskra króna í verkefnið og hyggst leggja aðra eins fjárhæð á ári næstu tvö árin, bæði í innleiðingu þess og við mat á árangri. Einnig er lögð áhersla á að lögmenn leiti nýrra möguleika í að veita þjónustu í stað þess að eyða kröftum sínum í að verjast ágangi annarra starfsstétta inn á einstök svið. Annað megin fundarefni á forsætisfundinum snerti hlutverk lögmannafélaganna og þá bæði út frá skyldum þeirra, lögum samkvæmt, og einnig þjónustu þeirra við lögmenn og þá sem kaupa lög- mannsþjónustu. Sú þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum undanfarin misseri að auknar kröfur hafa verið lagðar á herðar lögmanna að upplýsa skjól- stæðinga sína fyrirfram um áætlaðan kostnað af þeirri vinnu sem þeir taka að sér að vinna, sem og þann tíma sem málið gæti tekið. Með upptöku þessara reglna er þjónusta við skjól- stæðinga aukin, jafnframt því sem þessi nýju vinnubrögð krefjast mark- vissari áætlunargerðar og aga af hálfu lögmanna. Undir þessum lið var einnig rætt um hlutverk og heimildir lögmannafélaganna til að setja sér og félags- mönnum reglur, samskipti við samkeppnisyfir- völd og hugsanleg áhrif frjálsari reglna um eign- arhald á lögmannsstofum, sem hugmyndir hafa komið fram um á Norðurlöndunum, þótt með mis- munandi hætti sé. Þriðja fundarefnið sem tekið var fyrir á forsæt- isfundinum snéri að innleiðingu nýrra reglna um baráttu gegn peningaþvætti og áhrif þeirra á trún- aðarskyldu lögmanna, en um er að ræða regluverk á grundvelli Evróputilskipunar nr. 2004/0137 EC, sem tók gildi 7. júní s.l. Nokkur óvissa hefur ríkt um ýmis atriði varðandi framkvæmd þessara nýju reglna, svo sem það hvenær upplýsingaskylda vaknar, viðvarandi áreiðanleikakönnun á skjól- stæðingi, hugsanlega skaðabótaskyldu lögmanna vegna tjóns sem hlýst af rangri tilkynningu eða því að ekki var tilkynnt o.s.frv. Umrædd tilskipun hefur enn ekki verið tekin upp í íslenska löggjöf, en félagið mun fylgjast grannt með þeirri þróun og kynna lögmönnum innhald slíkra reglna þegar þær liggja fyrir, en aðilaríki EES-samningsins hafa tvö ár til að innleiða þessar reglur í landslög og útfæra nánari reglur um efnið. Fjórða umfjöllunarefni forsætisfundarins varð- aði aukna samvinnu norrænu lögmannafélaganna, en félögin reka nú þegar sameinlega endurmennt- unarstofnun sem skipuleggur námskeið fyrir lög- menn á Norðurlöndunum sem ekki er grundvöllur 3 / 2 0 0 5 Forsætisfundur norrænu lögmannafélaganna Ingimar Ingason framkvæmdastjóri LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.