Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 29

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 29
29L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð til að halda á landsgrundvelli. Hefur þetta sam- starf komið vel út og þátttaka góð á þeim nám- skeiðum sem haldin hafa verið. Einnig hafa félögin haft með sér óformlegt samstarf á vett- vangi CCBE og IBA og er áhugi á að auka það verulega, sem og að skoða aðra þætti sem hags- munir þeirra liggja saman, svo sem á sviði siða- reglna, starfsábyrgðartrygginga, upplýsingatækni o.fl. Verður umræðum um þessa þætti haldið áfram á næstu misserum, en auk þess komu fram hugmyndir um aukna samvinnu við Eystrasalts- löndin um samstarf á vettvangi CCBE. Hvannadalshnjúkur vorið 2006! Félagsdeild LMFÍ stendur fyrir göngu á Hvannadalshnjúk föstu- daginn 12. maí 2006. Til undirbúnings verður boðið upp á tilboð í líkamsrækt, þrekpróf, áhættumat hjá Hjartavernd og athugun á nauðsynlegum útbúnaði til slíkrar ferðar. Einnig verður farið í fjall- göngu í vetur þar sem æft verður að ganga á broddum í snjó. Þátt- takendur skrái sig sem fyrst hjá félagsdeild LMFÍ eyrun@lmfi.is en kostnaður við ferðina er enn sem komið er óviss. Lögmönnum er vel- komið að skrá fjölskyldu og vini með í ferðina. Leiðangursstjóri verður Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur og pólfari með meiru. S e t j u m m a r k i ð h á t t o g s t e f n u m á t o p p i n n n æ s t a v o r ! Mynd: Reynir Þórarinsson

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.