Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 30

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Side 30
30 3 / 2 0 0 5 Námskeið um hluthafasamninga – 13. október Fjallað verður um hluthafasamninga, eðli þeirra, til- gang, efni og réttaráhrif, svo og möguleg vanefndaúr- ræði aðila. Er einhver greinarmunur á samþykktum og hluthafasamningum og þá hver? Hvers vegna gera menn hluthafasamninga? Hvaða reglur gilda um túlkun slíkra samninga og hverjir teljast skuldbundnir af þeim? Til hvaða úrræða geta aðilar hluthafasamninga gripið vegna vanefnda gagnaðila? Gilda einhver sérsjónarmið um hluthafasamninga ef félagið sem þeir varða er skráð á opinberum markaði? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum og grein gerð fyrir lagaá- kvæðum og dómum sem efnið varða. Kennari Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. og stunda- kennari í félagarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 13. október 16:00-19:00. Verð kr. 15.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 10.500,- Trílógía um skattarétt Áhrif EES-samningsins á íslenskt skattaumhverfi – 18. október Farið verður yfir áhrif fjórfrelsisins á íslenskt skattaum- hverfi og skattaleg tengsl milli landa á evrópska efna- hagssvæðinu. Kennarar Vala Valtýsdóttir hdl. og Jón Elvar Guð- mundsson hdl., hjá Tax.is. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 18. október 16:00-19:00. Verð kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 14.500,- Samsköttun félaga – 25. október Á námskeiðinu verður farið í gegnum reglur varðandi samsköttun félaga. Skoðað verður hvenær þessi mögu- leiki á við, hvaða skilyrði þurfa þá að vera uppfyllt og hvers þarf að gæta í framkvæmd. Sérstaklega verður skoðað hvort samsköttun íslenskra og erlendra félaga sé möguleg. Megináhersla verður lögð á ákvæði laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt en einnig fjallað um ákvæði stuttlega um heimild virðisaukaskattslaga til samskráningar félaga á virðisaukaskattskrá. Kennarar Elín Árnadóttir hdl. og Friðgeir Sigurðsson hdl., hjá PWC Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 25. október 16:00-19:00. Verð kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 14.500,- Skattlagning söluhagnaðar og arðs og skattasnið- ganga – 22. nóvember Skattlagning söluhagnaðar: Farið yfir þær reglur sem gilda um sölu eigna skv. íslenskum skattalögum, frest- unarheimildir og þær leiðir sem lögin bjóða uppá til temprunar eða frestunar á skattlagningu af söluhagnaði. Farið yfir mismunandi reglur sem í gildi eru eftir því hvaða eignir er verið að selja og hver er að selja þær. Einnig verður farið yfir mismun skattlagningar á mót- teknum arði og söluhagnaði. Hugtakið skattasniðganga verður skilgreint og farið í hvort almenn skattasniðgönguregla sé til staðar í íslenskum skattarétti með athugun nýlegra dóma og úrskurða yfirskattanefndar. Innihald slíkrar reglu og mörk lögmætrar lágmörkunar skatta og ólögmætrar skattasniðgöngu könnuð. Kennarar Kristján Gunnar Valdimarsson hdl., forstöðu- maður hjá Landsbanka Íslands og Árni Harð- arson hdl., Deloitte. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 22. nóvember 16:00-19:00. Verð kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 14.500,- Verð á eitt skattanámskeið: kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild: kr. 14.500,- Verð á tvö skattanámskeið: kr. 31.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 25.000,- Verð á þrjú skattanámskeið: kr. 39.000,- en fyrir félaga í félagsdeild: kr. 31.000,- Fjármál hjóna og opinber skipti til fjárslita milli hjóna – 3. nóvember Farið verður yfir fjárskiptareglur við skilnað, fjárskipta- samninga hjóna og helstu atriði er varða opinber skipti til fjárslita milli hjóna. Námskeið LMFÍ Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: eyrun@lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.