Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 31
31L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
Námskeið LMFÍ
Kennari Steinunn Guðbjartsdóttir hrl.
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108
Reykjavík.
Tími Fimmtudagur 3. nóvember 16:00-19:00.
Verð kr. 15.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.
10.500,-
Ný lög um fullnustu refsinga – 17. nóvember
Á námskeiðinu verður farið yfir ný lög og reglugerðir
um fullnustu refsinga, skipan fangelsismála í íslensku
réttarkerfi, stjórnsýslumeðferð mála, réttindi fanga,
samfélagsþjónustu og ýmsar agaviðurlagaákvarðanir.
Kennari Jón Þór Ólason lögfræðingur hjá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu .
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108
Reykjavík.
Tími Fimmtudagur 17. nóvember, kl. 17:00-19:00.
Verð kr. 11.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.
7.000,-
Kynning fyrir ritara lögmannsstofa – 25. nóvember
LMFÍ efnir til kynningar fyrir ritara í samstarfi við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur og Sýslumanninn í Reykjavík. Til-
gangurinn er að kynna fyrir riturum feril mála sem send
eru til úrlausnar hjá þessum embættum, skoða húsa-
kynni embættanna auk þess sem þeir fá tækifæri til að
hitta kollega. Kynningin fer fram föstudaginn 25. nóv-
ember, kl. 13:30-17:00.
13:30 Kynning hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.
14:45 Kynning hjá Sýslumanninum í Reykjavík.
16:00 Kynning hjá Lögmannafélagi Íslands. Boðið
verður upp á léttar veitingar.
Aðgangur er ókeypis.
Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á kynninguna.
Skráning er á netfangið eyrun@lmfi.is
Skiptir réttarheimspeki máli? – 1. desember
Leiða má að því líkum að ekkert íslenskt fræðirit hafi
verið jafn mikið lesið á ofanverðri 20. öld og Almenn
lögfræði eftir Ármann Snævarr. Bók Ármanns og bók
Sigurðar Líndal, Inngangur að lögfræði, sem nú hefur
að mestu tekið við í lagaskólum landsins, byggja báðar
á tilteknum réttarheimspekilegum hugmyndum. Hverjar
eru þær? Hvaða mála skipta þær í íslenskri lagahefð og
lögfræðiiðkun? Skiptir réttarheimspeki máli? Um
þessar spurningar verður fjallað á námskeiðinu og má
búast við fjörlegum umræðum.
Kennari Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108
Reykjavík.
Tími Fimmtudagur 1. desember 17:00-19:00.
Verð kr. 9.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.
5.000,-
Skiptastjórn þrotabúa – 19. janúar.
Fjallað verður starf og meginskyldur skiptastjóra frá
skipun til skiptaloka.
Kennari Kristinn Bjarnason hrl.
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108
Reykjavík.
Tími Fimmtudagur 19. janúar 2006, 16:00-19:00.
Verð kr. 15.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.
10.500,-
Sjaría: Lög Múslima – 26. janúar 2006
Hvaða hlutverk eiga trúarbrögð að hafa í réttarkerfi
lýðræðissamfélaga?
Eitt umdeildasta mál í alþjóðastjórnmálum í dag tengist
stöðu sjaría, sem er lagakerfi Íslam, í nútímasam-
félögum. Eftir því sem Múslimum fjölgar í Evrópu og
Norður-Ameríku hefur umræðan um réttarstöðu þeirra
aukist til muna. Á námskeiðinu verður fyrst fjallað um
þróun sjaría laganna og undirstöðuatriði þess. Sérstak-
lega verður fjallað um hjónabandið, réttindi kvenna, og
hugmyndir sjaría um stjórnarfar og réttlæti. Að lokum
verður afstaða sjaría til lýðræðis könnuð og hvort hægt
sé að samhæfa réttarkerfi Múslima við vestræn samfé-
lög.
Kennari Magnús Þór Bernharðsson, lektor í sögu Mið-
Austurlanda við Williams College. Hann er
höfundur Píslarvottar nútímans. Samspil trúar
og stjórnmála í Írak og Íran og Reclaiming a
Plundered Past: Archaeology and Nation
Building in modern Iraq.
Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108
Reykjavík.
Tími Fimmtudagur 26. janúar 2006 16:30-18:30.
Verð kr. 11.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr.
7.000,-
Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: eyrun@lmfi.is