Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 34

Lögmannablaðið - 01.09.2005, Page 34
Sáttamiðlun1 má skilgreina semaðstoð óhlutdrægs þriðja manns við aðila, tvo eða fleiri, við að leysa ágreining sín í milli af fúsum og frjálsum vilja. Síðastliðið vor var haldið málþing á vegum Dómarafélags Íslands, Lög- mannafélags Íslands og Háskólans í Reykjavík í samstarfi við dómsmála- ráðuneytið um sáttaumleitanir (rett- smekling) í einkamálum. Tveir norskir dómarar við héraðsdóm Oslóar, þau Knut Petterson og Kristin Kjelland-Mördre, miðl- uðu til lögmanna og dómara reynslu sinni og Norðmanna af úrræði í norskri réttarframkvæmd sem þeir nefna “rettsmekling” eða sáttamiðlun fyrir dómi. Norðmenn hafa eins og Danir á síðustu árum gert tilraunir til þess að leita nýrra leiða við úrlausn mála fyrir dómstólum með tilraunaverk- efnum sem felast í því að bjóða málsaðilum sátta- miðlun fyrir dómstólum. Markmið þessara til- rauna hafa annars vegar verið að létta álagi af dómstólum jafnframt því að gefa aðilum kost á ódýrari úrræði en fara dómstólaleiðina. Hins vegar að bjóða deiluaðilum úrræði til að ljúka ágreiningi sínum á skemmri tíma, ekki síst með þeim hætti að málsaðilar séu sáttir við niðurstöð- una. Báðir hafi unnið - hvorugur tapað. En hvað er nýtt við sáttatilraun milli málsaðila fyrir dómi af dómara? Það hefur nú tíðkast hér á landi eins og hjá frændþjóðum okkar á Norður- löndum frá fornu fari og löng hefð er fyrir því að stuðla að sáttum milli deiluaðila án þess að form- legt yfirvald hafi afskipti af málinu. Sú sáttameðferð eða sáttaumleitun sem norsku dómararnir kynntu okkur er af öðrum toga en sáttaumleitun samkvæmt XV. kafla einkamálalaga nr. 91/1991. Um er að ræða gjörólíka hugmynda- og aðferðafræði við nálgun ágreiningsefnisins og úrlausn þess. Hugmyndafræðin byggir á því að deiluaðilar séu sérfræðingar um málið. Þeir þekki best allar forsendur þess, væntingar (orðaðar og óorðaðar) sem lágu til grundvallar þeim aðstæðum sem nú er deilt um. Deiluaðilar sjálfir séu því best til þess fallnir að leysa ágreining sinn út frá þörfum sínum og hags- munum með aðstoð og leiðsögn hlut- lauss sáttamanns, sem hefur menntað sig og sérhæft til slíkra starfa og til- einkað sér aðferðafræði sáttamiðl- unar.2 Sáttamiðlun er mótað ferli, í fimm stigum, sem sáttamaður leiðir deiluaðila gegnum stig af stigi. Við það skapast svigrúm fyrir einlæg- ari og opnari viðræður aðila en t.d. í dómsmáli. Í því ferli gefst aðilum möguleiki á að gera hvor öðrum grein fyrir sjónarmiðum sínum, kröfum, særindum, vonbrigðum, þörfum og væntingum og að því loknu finna lausnir sem til greina koma í málinu sem gæti leitt til sátta. Þann 1. janúar 1997 ákváðu Norðmenn að lög- leiða tilraunaverkefni við sex dómstóla og átti til- raunin að standa til ársloka 2002. Í kjölfar mats á verkefninu árið 2001 var það látið ná til fleiri dómstóla. Réttarfarslögum (Tvistemålsloven gr. 99) var síðan breytt og kveðið á um að sátta- miðlun (rettsmekling) væri lögbundin í málum sem málsaðilar hefðu forræði yfir og næði til allra dómstóla landsins. „Rettsmekling“ eða sáttamiðlun dómara í Noregi Eftirfarandi byggir á umfjöllun dómaranna á málþinginu og handbókinni „Rettsmekling i praksis“3, sem var innifalin í þátttökugjaldinu. Sáttamiðlun fyrir dómi lýsir málsmeðferð í ágreiningsmálum sem komin eru fyrir dómstól í Noregi og sáttamaður er þá vanalega einn af dóm- urum dómstólsins. Grundvallarmunur er á hlutverki dómara sem 34 3 / 2 0 0 5 Sáttamiðlun í einkamálum Ingibjörg Bjarnardóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.