Lögmannablaðið - 01.03.2008, Síða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Síða 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Fyrir mörgum árum taldi ég rétt að gefa kost á mér bakvaktarlista lögmanna. Skuldbindingin er þó nokkur en maður verður í tvígang yfir árið að vera til taks í viku í senn, fyrst sem aðalmaður og síðar sem varamaður. Mér varð fljótlega ljóst að uppgjör vegna vinnu á þessum vettvangi var mjög brotakennt. Frá því að reikningur var gefinn út og þar til hann var greiddur gátu liðið margar vikur og jafnvel mánuðir. Engu að síður lét maður þetta yfir sig ganga þar sem tilgangurinn var að láta eitthvað gott af sér leiða frekar en launin. Það er nauðsynlegt að lögmenn gefi kost á sér til þessara starfa til að tryggja sem best réttargæslu og verjandastörf fyrir brotaþola og brotamenn. Í dag eru um það bil 62 lögmenn á bakvaktarlistanum en þeim hefur nú fækkað um einn því ég hef látið taka nafn mitt af listanum. Í tveimur málum sem ég vann að á árunum 2006 og 2007 gerði ég tvo aðskilda reikninga sem báðir voru útgefnir í september 2007. Fyrri reikningurinn hljóðaði upp á 145.000 krónur og sá síðari upp á 80.000 krónur. Tveimur mánuðum síðar tilkynnti deildarstjóri lögreglu­ stjórans á höfuðborgar svæðinu mér að fyrri reikningurinn væri of hár um 30.000 krónur og endursendi mér hann. Þrátt fyrir að ég teldi mig hafa farið að settum reglum og viðmiði Dómstólaráðs þá hafði ég engan áhuga á að tefja þetta mál frekar heldur gerði því nýja reikning í samræmi við óskir deildarstjórans að fjárhæð 110.000 krónur. Reikn­ ingurinn var útgefinn í nóvemer 2007 og sendur embættinu. Þegar þetta er skrifað, í þriðju viku febrúar anno 2008, eru liðnir fimm mánuðir frá upphaflegri útgáfu reikninganna en hvorugur þeirra hefur enn verið greiddur af hálfu lögreglustjórans. Ég hef hins vegar samviskusamlega greitt virðisauka skattinn af þeim báðum enda eru engin grið gefin hjá ríkinu. Þar sem ég hef engan áhuga að að fjármagna virðisauka­ skatt á reikningum sem ríkið trassar að greiða ákvað ég að láta taka mig af bakvaktalista lögmanna. Um leið og ég sendi öllum kollegum mínum sem starfa á þessum vettvangi baráttukveðjur þá lýsi ég mig til­ búinn til að taka að mér innheimtu fyrir þá ef þeir upplifa sömu reynslu og ég hvað varðar greiðslu reikninga. Greiðslur fyrir bakvaktir lögmanna Sveinn Guðmundsson, hrl. Bakvakt lögmanna Lögmenn sem eru skráðir á bakvaktarlista taka að sér viku­ langar vaktir u.þ.b. einu sinni á ári. Lögregluyfirvöld á höfuð­ borgarsvæðinu geta haft sam­ band við vakthafandi lög mann ef þurfa þykir. Bak vaktar listi lögmanna hefur verið skipu­ lagður af Lögmanna félagi Íslands í fjöldamörg ár.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.