Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 10
10 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Mismunandi túlkun á inntaki innheimtulaga Ljóst er að ágreiningur er uppi um túlkun á inntaki innheimtulaga nr. 95/2008 og eftir atvikum reglugerðar nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. Þetta kom berlega í ljós á fundi sem Lögmanna- félagið stóð fyrir þann 28. ágúst s.l., þar sem talsmaður neytenda og lögmenn skiptust á skoðunum um inntak reglanna og túlkun einstakra ákvæða. Stjórn Lögmannafélags Íslands hafði reyndar varað við óskýrleika laganna með bréfi til viðskiptaráðuneytisins dags. 2. febrúar s.l. Í bréfinu óskaði félagið jafnframt eftir nánari leið- beiningum um túlkun reglnanna með það fyrir augum að komast hjá fyrir- sjáanlegum ágreiningi við framkvæmd þeirra. Engin svör bárust hins vegar frá ráðuneytinu en í kjölfar fundarins með talsmanni neytenda var beiðni félagsins ítrekuð, enda er það mat stjórnar Lögmannafélagsins að félagið geti ekki, miðað við núverandi aðstæður, sinnt eftirlitshlutverki með lögmönnum á grundvelli 2. mgr. 15. gr. innheimtu- laganna með viðunandi hætti, né gefið út reglur um slíkt eftirlit samkvæmt 3. mgr. sömu greinar. Í bréfinu er einnig skorað á ráðuneytið að beita sér fyrir tillögum um breytingar á innheimtu- lögunum þar sem m.a. verði sett inn skýrari ákvæði um upphaf löginn- heimtu, auk lagfæringa á villum sem finna má í lögunum. Jafnframt hefur Lögmanna félagið lýst sig reiðubúið til samstarfs við mótun skýrari inn- heimtureglna og leggur til við ráðuneytið að myndaður verði sér- stakur vinnuhópur með þátttöku fulltrúa ráðuneytisins, lög manna, talsmanns neytenda og e.t.v. fleiri aðila. Lækkun tímagjalds til verjenda­ og réttargæslumanna Með reglugerð dómsmálaráðuneytisins nr. 715/2009 var tímagjald þóknunar til verjenda og réttargæslumanna lækkað úr kr. 11.200 niður í kr. 10.000. Fyrir setningu reglugerðarinnar hafði stjórn Lögmannafélagsins reyndar fengið í hendur drög að reglugerðinni til umsagnar og kom stjórnin sjónarmiðum sínum á framfæri með bréfi til ráðu- neytisins dags. 10. ágúst s.l. Í bréfi félagsins var bent á að reglu- gerðardrögin fælu í sér ríflega 10% lækkun tímagjalds fyrir verjenda- og réttargæslustörf lögmanna frá því sem ákveðið var í viðmiðunarreglum dómstólaráðs nr. 3/2007. Benti félagið á þá staðreynd að þóknun til lögmanna fyrir umrædd störf hafi ekki hækkað í samræmi við vísitölubreytingar á árinu 2008, þrátt fyrir að í reglum dóm- stólaráðs sé kveðið á um slíka hækkun. Því hafi verjendur og réttargæslumenn í raun þegar tekið á sig 10% skerðingu þóknunar. Með frekari lækkun þókn- unar væri skerðingin því umtalsvert meiri en aðrar starfsstéttir hafa þurft að taka á sig í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að ekki var tekið tilliti þessara sjónar miða félagsins og tók umrædd reglugerð gildi 20. ágúst s.l. Í framhaldi af gildistöku reglu- gerðarinnar ritaði stjórn Lögmanna- félagsins dóms málaráðherra bréf þar stjónarmið félags ins voru áréttuð og jafnframt ítrekað inntak bréfs stjórnar félagsins til ráðu neytisins, dags. 24. júlí 2008, vegna fyrirætlana þess um lækkun kostnaðar við rekstur sakamála og opinbera réttaraðstoð. Í því bréfi var m.a bent á nauðsyn þess að skoða einnig kostnað vegna annarra aðila en lögmanna sem koma að meðferð opinberra mála, bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Í þessu bréfi lagði Lögmannafélagið ríka áherslu á að málið yrði unnið af yfirvegun og að tryggt væri að réttaröryggi borgaranna yrði ekki stefnt í hættu. Var m.a. vísað til þess að íslensk stjórnvöld væru bundin af alþjóðlegum mannréttinda- sáttmálum, m.a. Mannréttindasáttmála Evrópu, og að þær aðgerðir sem Innheimtulög og efling dómstóla ásamt fleiru Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.