Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Hringborðsumræður er heimatilbúið hjá eftirlitsstofnunum sem voru ekki að taka á þeim málum sem þeim bar. Almenningur hefur hagsmuni af því að tekið sé á málum. Hver eru áhrif vantraustsins og hvað gerist ef almenningur fær á tilfinninguna að þeir sem beri sök á ástandinu muni sleppa? Þarf ekki að verja og endurheimta þessa trú? Brynjar: Þar komum við að ábyrgð fjölmiðla sem rugla fólk. Ábyrgð getur verið eitt hjá þessum mönnum og refsiábyrgð annað. Það að bera ábyrgð þýðir ekki endilega að bera refsiábyrgð. Það er búið að rugla fólk og fjölmiðlar standa sig ekki í að gera greinarmun á þessu. Að sníða sér stakk eftir vexti Nú boðar ríkisstjórnin að fara eigi í skaðabótamál við þá sem eru ábyrgir fyrir bankahruninu. Er ekki pólitískt yfirvald þannig að bregðast við ákveðinni stemningu til að kæla ástandið? Sigríður: Það er „populismi“ og ábyrgðarhlutur þegar stjórnmálamenn verja lögbrot eins og upplýsingalekann úr lánabók Kaupþings. Arnar Þór: Við Íslendingar erum nú á svipuðum stað í andlegu tilliti og Þjóðverjar voru eftir seinna stríð. Ímynd okkar er hrunin og orðstír, sjálfstraustið er farið. Ég hef verið að lesa um Nürnberg réttarhöldin sem áttu sér stað eftir seinni heimstyrjöld. Það er athyglis vert að bera saman kröfuna þá um að mönnunum yrði refsað við kröfuna hér og nú um að þeim verði refsað sem báru ábyrgð á hruninu. Ekki var unnt að beita þýskum lögum til að sakfella stríðsglæpamennina því það sem þeir gerðu var ekki á móti þýskum lögum. Þeir leituðu því aftur til náttúruréttar, þ. á m. til meginreglu sem Hugo Grotius setti fram á 17. öld, þess efnis að alvarlegum glæpum mætti ekki láta órefsað. Menn voru ákærðir og dæmdir á grundvelli sjónarmiða sem voru sameiginleg öllum vestrænum ríkjum. Þegar maður horfir á þessi réttarhöld úr fjarlægð þá vakna spurn- ingar um það hversu réttlát þessi málsmeðferð öll var í raun. Refsikrafan er hávær í dag en því má ekki gleyma að einmitt á slíkum tímum reynir á að staðinn sé vörður um meginreglur réttarríkisins. Sigurður Tómas: Ég held að lögregla og ákæruvald verði að sníða sér stakk eftir vexti og velja úr mikilvægustu málin til að rannsaka og eftir atvikum ákæra í. Reynslan hér á Íslandi og erlendis sýnir einnig að afar erfitt getur reynst að reka sakamál í mörgum ákæruliðum gegn mörgum ákærðum samtímis. Þetta er ekki íslenskur lærdómur heldur alþjóðlegur. Almenn- ingur þarf að sætta sig við það að ekki verði unnt að snúa við hverjum steini. Forgangsröðun er hreinlega nauðsynleg. Væntanlega mun margur sleppa með meiri sakir heldur en til dæmis sá sem stelur kjötlæri úr Bónusverslun. Verðum að geta byrjað upp á nýtt Fljótlega eftir hrunið var talsvert rætt um að við værum í þannig ástandi að við þyrftum sannleiks­ og sáttanefnd eins og var í Suður­Afríku. Sannleikurinn væri mikilvægari heldur en að dæma menn til refsingar og veitt yrði eins konar sakar­ uppgjöf. Brynjar: Ég er hræddur um að ákær- urnar geti orðið endalausar. Sigríður: Við verðum einhvern veginn að geta byrjað upp á nýtt. Arnar Þór: Það er nauðsynlegt fyrir samfélagið að fara i gegnum uppgjör en það verður sársaukafullt. Einhver mál þurfa að fara fyrir dóm en það er fótur fyrir því vantrausti sem ríkir í garð ýmissa stofnana. Ýmislegt bendir til að íslenskt réttarkerfi kikni undan stóru málunum. Brynjar: Ég er ekki viss um að þetta sé rétt og mér finnst ákæruvaldið hafa staðið sig ágætlega. Hins vegar má gera miklu betur og þarf til dæmis að gera það með fjármunum og faglegum styrk. Sigurður Tómas: Það er skiljanlegt að verjandi beiti öllum tiltækum ráðum til þess að stuðla að því að efnisdómur gangi ekki í sakamáli og beri fyrir sig réttarfarsannmarka. Eftir því sem mál eru flóknari og rannsóknir viðameiri, þeim mun meiri hætta er á að unnt sé að benda á einhver mistök í rannsókn eða saksókn sakamála. Dómstólar verða þó að varast það að gera réttarfars- reglurnar að herra efnisreglnanna. Þær eiga fyrst og fremst að vera í hlutverki þjónsins og stuðla að réttri niðurstöðu í málum. Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari. arnar Þór jónsson hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.