Lögmannablaðið - 01.10.2009, Side 13

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Side 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 13 framkvæmd, hvaða brot er ákært fyrir og dæmt, og hvernig almenningur upplifir stöðuna. Höfundur Njálu skop- aðist að réttarframkvæmd þar sem stóru málin, þau sem mestu varða, eyðast fyrir dómi og á þingi út af forms atriðum. Réttarkerfi sem getur ekki tekið á stórum málum þarf að líta í eigin barm. Nauðsynlegt að styrkja réttarkerfið Hvernig er staða ákæruvaldsins og dómstólana? Höfum við bundið hendur ákæruvaldsins um of, þarf að rýmka heimildir þess svo „fullnægja megi réttlætinu“? Sigríður: Það eru skrítnir tímar í samfélaginu og að takast á við banka- hrun í 300 þúsund manna sam félagi er gríðarstórt verkefni. Ég velti fyrir mér hvort við getum tekist á við það. Það er ekki nóg að segjast ætla efla ákæru- valdið og dómsvaldið því það þarf fólk með reynslu sem er ekki endilega á hverju strái. Mitt embætti, Embætti ríkissaksóknara hefur verið svelt fjár- hags lega í áraraðir Málafjöldi hefur t.d. aukist um 100% á fjórum árum en starfsmönnum hefur ekki hefur fjölgað um einn haus. Sigurður Tómas: Dómarafjöldi var ákveðinn samkvæmt málatölum áranna 1983-1988. Síðan hefur þjóðinni fjölgað um fjórðung og málafjöldinn tvöfaldast en fjöldi héraðsdómara er sem fyrr 38 og dómarafulltrúastöðurnar að auki aflagðar. Álagið á dómurum er mikið og þeir hljóta að eyða sífellt styttri tíma í hvert mál. Allir verða að komast af í sínum störfum. Þegar styttri tíma er eytt í hvert mál er hætt við að dómarar leiti frekar að fyrstu eða einföldustu útgöngu leiðinni úr málinu sem er að vísa máli frá eða sýkna. Ég er ekki að segja að dómarar geri þetta vísvitandi. Áhrif mikils vinnuálags geta líka haft þau áhrif á ákæruvaldið að minna sé ákært en heppilegt væri. Arnar Þór: Við stöndum frammi fyrir gjaldþrotum sem sögð eru vera meðal þeirra tíu verstu í veraldarsögunni. Það er verið að tala um að styrkja ákæru- valdið en svo er athyglisvert að hið nýja embætti saksóknara fær fólk úr kerfinu þannig að öðrum embættum blæðir. Svo verður fjöldi málshöfðana einnig í einkamálum en dómstólarnir sitja eftir. Enginn er að tala um að styrkja þá. Ef réttarkerfið styrkist ekki þá verður réttar vitund almennings misboðið. Brynjar: Ákæruvaldið er ekkert veikt, það þarf bara aðeins meiri fjármuni. Málshraði er þokkalega góður ennþá en menn eru uppteknir af því að halda í hann og eru á móti að sinna hverju máli verr. Ákæruvaldið er grunnstoð stjórnskipunar og algjörlega nauð- synlegt. Sigurður Tómas: Það reynir mest á mannréttindareglur á krísutímum og dómarar mega ekki slá af mannrétt- inda kröfum á slíkum tímum þótt almenn ingsálitið kunni að sveiflast í þá áttina. Sigríður: Það er dálítið önnur stemning núna heldur en þegar Baugsmálið var. Almenningsálitið hefur áhrif á dómara, þeir eru líka fólk. Arnar Þór: Ég held að næstu ár verði prófsteinn á íslenskt réttarkerfi. Við sem störfum innan réttarkerfisins þurfum að halda sjó í öllu þessu umróti. Traust eða vantraust almennings Hvað með trú almennings á þessar grunnstofnanir ríkisvaldsins? Almenningur treystir ekki yfirvöldum sem hafa aðgang að öllum gögnum í krafti valdheimilda sinna. Dæmi um þetta er lánabók Kaup­ þings en það var ekki nóg að ákæru valdið hefði þessar upplýsingar heldur var krafan sú að lánabókin þyrfti að vera opin til að dómstóll götunnar gæti fellt sinn dóm. Á þetta ekki rætur að rekja til þess að fólk treystir ekki kerfinu? Sigurður Tómas: Það er mikil vantrú á innlendum yfirvöldum sem er skiljan- legt eftir svona skipbrot. Víða er reynt að finna skýringar og sökudólga. Ákæruvaldinu er stórkostlegur vandi á höndum vegna smæðar landsins og ljóst að ekki eru til ótæmandi birgðir af innlendum sérfræðingum á þeim fjölmörgu sviðum sem reynir á við rannsókn og dómsmeðferð efnahags- brotamála. Til dæmis voru tvær af þremur stærstu endurskoðenda skrif- stofunum að vinna fyrir bankana og því má draga í efa hæfi starfsmanna þeirra til sérfræðistarfa í málum tengdum bankahruninu. Arnar Þór: Vantraustið sem er til staðar brynjar Níelsson, hrl.Sigurður tómas magnússon, hrl.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.