Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 25 Fjórleikur við tannlækna Lögmenn öttu kappi við tannlækna þann 14. júlí sl. og var dagskipun fyrirliða að endurheimta Dentalex- bikarinn sem hafði tapast í fyrra eftir sjö ára samfellda sigurgöngu lögmanna. Á fögrum grundum Húsatóftavallar í Grindavík unnu lögmenn nokkuð öruggan sigur og er bikarinn góði því kominn heim aftur. Fjórleikur við endurskoðendur Leikur við endurskoðendur fór fram miðvikudaginn 12. ágúst á Garðavelli, Akranesi. Veður var gott og endur- skoðendur mættu að vanda frískir til leiks. Leikar fóru þannig að liðin lönduðu jafn mörgum stigum í hús, 4-4. Það nægði okkur lögmönnum til að halda bikarnum góða. Meistaramót LMFÍ Meistaramót lögmanna var haldið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 20. ágúst sl. en ákveðið var að hafa mótið fyrr á ferðinni til að útiloka slæmt veður. Það gekk ekki eftir því 23 keppendur áttu í mikilli baráttu við vindinn þennan dag sem setti stórt strik í reikninginn. Engu að síður komust allir keppendur lífs af þótt sjálfstraustið hafi verið örlítið marið að leik loknum. Haukur Örn Birgisson ber heiðurs- titilinn félagsmeistari Lög manna félags Íslands næsta árið. Á léttum nótum Fv.: jón Steinar gunnlaugsson, Sveinn Snorrason, Eyjólfur Kristjásson og guðni Á. Haraldsson. Samruni, yfirtaka og aðrar umbreytingar á rekstrarformi út frá skattareglum 17. nóv. Á námskeiðinu verður fjallað um þær reglur skattaréttar sem gilda við samruna og skiptingu félaga, slit félaga, umbreytingu á rekstrarformi, s.s. við yfirfærslu einstaklingsrekstrar í félagsform, yfirtöku rekstrar við kaup og önnur aðilaskipti að rekstri. Farið verður yfir helstu dóma, úrskurði yfirskattanefndar og ákvarðanir skattyfirvalda um efnið. Kennari garðar g. gíslason hdl. hjá LEX. Staður Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 17. nóvember 2009, 16:00-19:00. Verð Kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- Námskeið haustannar Úrslit mótsins urðu þessi: Án forgjafar 1. Haukur Örn Birgisson 79 högg 2. Stefán Orri Ólafsson 80 högg 3. Jóhannes Eiríksson 84 högg Með forgjöf 1. Haukur Örn Birgisson 77 högg 2. Stefán Orri Ólafsson 80 högg 3. Ásgeir Ragnarsson 81 högg Næstur holu 10. braut: Haukur Örn Birgisson 96 cm Lengsta teighögg á 13. braut: Enginn hitti brautina í rokinu að þessu sinni. Nefndin þakkar öllum þeim sem tóku þátt í mótum sumarsins og vonast til að sjá enn fleiri næsta sumar. Með kveðju frá sjálfskipaðri golfnefnd LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.