Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Höfum vaknað upp við vondan draum Ef marka má umræðu og umfjöllun fjölmiðla virðist sem réttarvitund almennings sé stórlega misboðið í kjölfar bankahrunsins. Er þetta raunin? Brynjar: Á réttarvitund almennings ekki alltaf pólitíska rót? Þegar Baugs- málið var og hét þá var enginn að velta fyrir sér réttarvitund almennings. Hún er alltaf með pólitísk horn á sér. Sigríður: Nema í málum sem vekja tilfinningar, s.s. í kynferðis- og ofbeldismálum. Réttarkerfið þarf að vera í takti við réttarvitund almennings. Það má ekki vera haf þarna á milli. Löggjafinn hlýtur að reyna að setja lög í takt við vilja almennings. Sigurður Tómas: Sú kenning hefur lengi verið við líði að til sé óskrifaður þjóðfélagssáttmáli sem gengur út á það að ríkisvaldið hafi tekið að sér að halda uppi lögum og reglu og vernda öryggi borgaranna. Segja má að stjórnarskráin grundvallist á þessari hugmynd. Ef almenningur telur á einhverjum tíma að ríkisvaldið sé ekki að tryggja það að þeim sem hafa brotið gegn þessum þjóðfélagssáttmála sé refsað þá er vá fyrir dyrum. Hins vegar virðist nokkuð auðvelt að spila á réttarvitund almenn- ings, sérstaklega nú til dags og einnig er oft erfitt að átta sig á hvort sú mynd sem dregin er upp af þjóðarviljanum í fjölmiðlum sé sönn. Það er líka erfitt að draga sadda borgara í stríð. Við vorum farin að leyfa okkur að vera mjög umburðarlynd gagnvart hvers konar brotastarfsemi í efnahagslífinu þar sem við töldum þau ekki gera okkur neinn skaða. Það var svo mikil velferð, mikið fjárstreymi frá bönkunum og margir sem nutu góðs af. Sigríður: Þetta voru ekki heldur brot gegn lífi og líkama sem vekja venjulega upp heitar tilfinningar. Það er sama hve ánægður maður er sem saksóknari með niðurstöðu slíkra dóma, almenningur er aldrei sáttur. Arnar Þór: Dómstólar starfa ekki í í tómarúmi og standa ekki utan við réttarvitund almennings. Íslendingar voru orðnir of værukærir gagnvart ákveðnum prinsippum og gildum sem við viljum áreiðanlega öll að gildi í þessu samfélagi. Nú höfum við vaknað upp við vondan draum og þá einkennist samfélagið af reiði, óstöðugleika og nánast upplausn. Þá er mjög mikilvægt að dómstólar og dómskerfið í heild standi í fæturna. Það er hættulegt ef það verður of mikill munur á réttar- Hringborðsumræður Eru verkefnin framundan réttarkerfinu ofviða? Nú þegar rétt ár er liðið frá banka hruninu og afleiðingar þess skekja íslenskt samfélag stendur réttarríkið frammi fyrir áleitnum spurningum. Er staða ákæruvalds svo veik að réttarríkinu sé ógnað? Hefur viðleitni undanfarinna áratuga í þá veru að styrkja stöðu sakborninga gagnvart ákæruvaldinu í raun snúið valda taflinu við? Er íslenskt réttarkerfi í stakk búið að takast á við þau dómsmál sem eru í farvatninu? Er réttarvitund almennings með réttu misboðið? Til að ræða þessar og fleiri hugleiðingar um réttarríkið á viðsjárverðum tímum fékk Borgar Þór Einarsson ritstjóri til liðs við sig lögfræðingana Brynjar Níelsson hrl., Sigurð Tómas Magnússon hrl. og sérfræðing hjá Háskólanum í Reykjavík, Sigríði Friðjónsdóttur vararíkissaksóknara og Arnar Þór Jónsson hdl. borgar Þór Einarsson, ritstjóri.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.