Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 21 Það var ánægjulegt að sjá að í kjölfar ályktunar stjórnar Lögmannafélags Íslands fimmtudaginn 10. september sl., þar sem stjórnin tók undir áhyggjur dómstólaráðs vegna stöðu dóm- stólanna, kom frétt í Morgunblaðinu sem staðfestir að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur fullan skilning á vandamálinu og hyggst bregðast við því. Vissulega er það svo að mjög kreppir að þjóðinni og erfiður niðurskurður blasir við hvert sem litið er. Líkast til verður, ef til kemur, niðurskurður til heil- brigðis-, félags- og velferðarmála sársaukafyllstur því hann hittir fyrir þá sem síst skyldi og erfiðast eiga með að bera hönd fyrir höfuð sér. Hér þarf að forgangsraða og á hefðbundnum efnahagssamdráttarskeiðum, ef hægt er að orða það þannig, rata dómstólar ekki í efstu sæti listans. Eftir efnahagshrunið sl. haust hefur mikil tortryggni grafið um sig í þjóðfélaginu og ákall um réttlæti er mun háværara heldur en hefur verið síðustu árin. Því er mikilvægt að dómstólar verði ekki látnir mæta afgangi heldur þvert á móti efldir a.m.k. tímabundið eins og dómsmálaráðherra gefur fyrirheit um. Álag á dómstólana hefur nú þegar aukist umtalsvert en líkur eru á að við séum samt stödd í logninu á undan storminum. Málin hrannast upp allt í kring; mál tengd kröfuskrám fyrir gömlu bankana, riftunarmál, endur- kröfumál, mál vegna rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra eftir- litsaðila. Einnig verður látið reyna með margvíslegum hætti á neyðarlögin sem sett voru í byrjun október sl. og þá löggjöf sem fylgdi í kjölfarið. Það hlýtur að vera okkur kappsmál að leyst verði úr málum með vönduðum hætti og eins hratt og kostur er í því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu. Ég held að ekki verði hjá því komist að fjölga dómurum og reyna að byggja upp aukna sér- þekkingu á efnahagsbrotum innan dómstólanna ekki síður en hjá rann- sóknaraðilum. Það er því afar brýnt fyrir yfirvöld dómsmála að ráðast strax af fullum þunga í nauðsynlega undirbúningsvinnu og skoðun á því hvernig þessu ástandi verður best mætt. Staða dómstólanna Lárentsínus Kristjánsson hrl. Formannspistill Stórt verk lítið mál Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is prent.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.