Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Minningarmót Minningarmót LMFÍ 2009 um Guðmund Markússon, hrl., og Ólaf Axelsson, hrl., fór fram hinn 19. júní sl. á Hólmsvelli í Leiru. Aðstæður til golfiðkunar voru töluvert erfiðar þennan dag, enda hvasst og frekar kalt í veðri. Alls tóku 15 golfarar úr lögfræðingastétt þátt í mótinu. Úrslit urðu þessi: A. Í keppni um Guðmundarbikarinn (án forgjafar): 1. Hjalti Pálmason, 28 punktar. 2. Rúnar Guðmundsson, 23 punktar. 3. Karl Ó. Karlsson, 21 punktur. B. Í keppni um Óla Axels bikarinn (með forgjöf): 1. Stefán Pálsson, 34 punktar. 2. Ólafur Gústafsson, 32 punktar – 18 punktar á síðari níu holum. 3. Gestur Jónsson, 32 punktar – 16 punktar á síðari níu holum. Þar sem Ólafur og Gestur voru með jafn marga punkta eftir 18 holur réði punktafjöldi á síðari níu holum úrslitum. Fjórleikur við lækna Líkt og undanfarin ár fór keppnin við læknana fram á Strandarvelli við Hellu þann 28. júní. Læknar sigruðu með 5,5 vinningum gegn 4,5 og hafa nú sigrað lögfræðinga fjögur ár í röð. Við þessu verður augljóslega að bregðast á næsta ári, eins og lofað hefur verið undanfarin ár. Á léttum nótum Gott golfsumar að baki F.v.: jóhannes Eiríksson, Stefán orri ólafsson, Haukur Örn birgisson og Ásgeir Ragnarsson voru verðlaunahafar á meistaramóti LmFÍ í ágúst sl. Stund milli stríða í viðureign lögmanna og lækna þar sem læknar sigruðu okkar menn fjórða árið í röð. Læknar hafa reynst lögmönnum erfiðir viðureignar en áætlanir eru um að spýta í lófa, bretta upp ermar og gera betur að ári.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.