Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 16 Lengi vel voru fáar konur félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands en fyrsti kvenfélaginn var Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. sem varð lögmaður árið 1952. Hún var kjörin heiðursfélagi árið 1979. Fyrsta konan sem kosin var í stjórn LMFÍ er Svala Thorlacius hrl. en hún sat í stjórn árin 1980-1982. Þórunn Guðmundsdóttir hrl. er eina konan sem gegnt hefur formennsku í stjórn Lögmannafélagsins síðan félagið var stofnað árið 1911 en hún var formaður árin 1995-1997. Mynd þessi er tekin af stjórn Lögmannafélags Íslands ásamt framkvæmdastjóra árið 1996-1997 en þá sátu í fyrsta skipti tvær konur í stjórn. F.v. Marteinn Másson hrl., framkvæmdastjóri 1990-1999, Kristín Briem hrl., Hreinn Loftsson hrl., Þórunn Guðmundsdóttir hrl. og formaður, Sigurmar K. Albertsson hrl. og Jakob Möller hrl. Úr myndasafni Söguleg stund: Tvær konur í stjórn LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.