Lögmannablaðið - 01.10.2009, Side 19

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Side 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 19 Tvær hliðar á sama peningi Það er skoðun undirritaðrar að hags- muna gæsla fyrir skjólstæðinga og það að efla rétt og hrinda órétti séu tvær hliðar á sama peningi og þessir þættir séu fullkomlega samræmanlegir. Lögmaður gæti hagsmuna skjólstæð- inga sinna með því að efla rétt og hrinda órétti. Horfa má á úrlausnarefnið til dæmis frá sjónarhorni verjandans. Hlutverk verj andans er ekki að verja glæpinn sem framinn hefur verið, heldur mann- eskjuna sem sökuð er um að hafa framið glæpinn. Réttarvörslukerfið þarf nefnilega að virka rétt og saklaus mann eskja mætti aldrei vera dæmd til refsingar fyrir glæp sem hún hefur ekki framið. Þannig er það hlutverk verjand- ans að gæta hagsmuna sak borningsins og hrinda þeim órétti sem fælist í því að dæma saklausa mann eskju til refsingar. En látum ekki þar staðar numið. Ef hinn sakborni t.d. játar sök þá felst hags munagæsla verjandans m.a. í því að standa vörð um að honum sé ekki gerð strangari refsing en eðlilegt og sann gjarnt þykir í réttarríki. Hvað einkamál snertir nýtir lögmað- urinn kunnáttu sína í að skýra og túlka sett lög til að efla rétt umbjóðanda síns og ná fram sem hagkvæmastri niður- stöðu fyrir hans hönd. Í þeirri hags- munagæslu er það réttur umbjóð- andans sem lögmaðurinn hefur að leiðarljósi. Við þetta má síðan bæta að liður í því að efla rétt er að lögmenn séu með- vitaðir um að þótt þeir semji ekki lögin þá ættu þeir að finna í störfum sínum farveg til að hvetja löggjafann til að betrumbæta lögin þegar svo ber undir. Þannig efla lögmenn rétt. Þá hefur það ósjaldan gerst að löggjafinn breyti lögum eftir að tiltekið dómsmál hefur unnist. Til dæmis ef lögmaður höfðar og vinnur mál þar sem fallist er á að almenn lög brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrár. Þannig hrindir lögmaður órétti. Hámörkun samfélagslegrar hagkvæmni er útaf fyrir sig ekki markmið í störfum lögmannsins nema það samræmist hagsmunum skjólstæðings hans í hverju máli. Sigríður Rut Júlíusdóttir, hrl. Svo langt sem það nær Því er gjarnan haldið fram að frum- skylda lögmanna sé að gæta hagsmuna umbjóðenda eða skjól stæðinga sinna. Þótt þetta sé að mínu áliti rétt, svo langt sem það nær, eru þessari skyldu viss takmörk sett. Í fyrsta lagi er lögmanni hvorki heimilt né skylt að brjóta gegn lagafyrirmælum í störfum sínum, jafnvel þótt það þjóni hagsmunum skjól stæðings hans. Í annan stað ber lög manni að líta til annarra hagsmuna en þröngra hags- muna skjólstæðingsins, þ. á m. ber honum að sýna dómstólum tillitssemi og virðingu, gæta vissra reglna í samskiptum við aðra lögmenn og jafnvel taka tillit til gagnaðila skjól- stæðingsins, eftir því sem nánar er fyrir mælt í siðareglum Lögmannafélagsins. Í 1. gr. þeirra reglna segir ennfremur: „Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti.“ Þótt svo kunni að virðast við fyrstu sýn að hér sé fólgin þversögn í samanburði við fyrrgreinda frumskyldu er sérstaklega tekið fram í 8. gr. regln- anna að í samræmi við megin regluna í 1. gr. skuli lögmaður leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjól stæðinga sinna. Með öðrum orðum ber honum fyrst og fremst í störfum sínum að vinna að því að skjólstæðingurinn nái fram lög mæltum rétti sínum eða, ef því er að skipta, að hann verði ekki beittur órétti. Með þessu er hins vegar ekki sagt að lögmanni sé skylt að hlíta fyrirmælum skjólstæðings síns í einu og öllu, jafnvel þótt þau brjóti ekki í bága við lög, heldur tel ég að í því efni beri honum að hafa hliðsjón af siðareglum, jafnt þeim sem er að finna í siðareglum Lög- mannafélagsins og óskráðum siða- reglum. Við mat á því hvort eitthvað það, sem lagt er fyrir lögmann að gera eða til greina kemur að hann geri í þágu skjólstæðingsins, stríði gegn óskráðum siðareglum verður hann að styðjast við almennan mælikvarða um það, hvað teljist rétt og hvað rangt, auk heil brigðrar skynsemi. Ef niðurstaða hans yrði sú að slíkt teldist siðferðilega rangt er það skoðun mín að honum væri ekki aðeins óskylt, heldur og óheimilt, að ganga þannig gegn siðferðisvitund sinni, jafnvel þótt það bitnaði á skjól stæðingi hans. Að vísu Sigríður Rut júlíusdóttir, hrl. Eiríkur tómasson, prófessor.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.