Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Veðréttur og þinglýsingar Farið verður yfir nokkur afmörkuð atriði úr veðrétti sem mikið hefur reynt á sl. ár. Einkum verður farið yfir vörubirgða- og vörureikningaveð, haldsrétt, fylgifé fasteigna, veð í rekstrartækjum sem og hand- og söluveð. Helstu reglur sem gilda um þinglýsingar verða yfirfarnar, nauðsyn þinglýsingar til verndar eignarréttindum, tengslin við veðréttindi, forgangsáhrif þinglýsingar, ýmsar reglur er varða framkvæmd þinglýsinga og dóma sem gengið hafa í þessum málum. Kennari Árni Á. Árnason hrl. og Eyvindur g. gunnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Staður Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 24. nóvember 2009 kl. 16:00-19:00. Verð Kr. 25.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 20.000,- Neytendaréttur Kynnt verður réttarsviðið neytendaréttur og viðfangsefni hans. Fjallað verður um helstu einkaréttarlegu reglurnar sem varða sérstaklega réttarstöðu neytenda, þ. á m. lög um neytendakaup og lög um þjónustukaup. auk þess verður fjallað um helstu allsherjarréttarlegu reglurnar sem snerta neytendur, þ. á m. reglur um auglýsingar og óréttmæta viðskiptahætti, sem og um opinbert eftirlit á þessu sviði. getið verður ýmissa ákvarðana Neytendastofu, áfrýjunarnefndar neytendamála og annarra úrlausnaraðila til nánari skýringar. bókin „Neytendaréttur“, eftir Ásu ólafsdóttur og Eirík jónsson fylgir með en hún kom út í haust. Kennari Ása ólafsdóttir hrl. og lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Eiríkur jónsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Staður Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 26. nóvember mars 2009 kl. 16:00-19:00. Verð Kr. 25.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 20.000,- Námskeið haustannar kynni sú staða að vera fyrir hendi, í undantekn ingar tilvikum, að lögmaður neyddist til að gera eitthvað, sem honum væri á móti skapi af fyrrgreindri ástæðu, til þess að afstýra því að skjólstæðingurinn yrði fyrir réttar- spjöllum. Mikilvægt er í þessu sambandi að lögmaður geti gert upp hug sinn án þess að láta óviðeigandi sjónarmið hafa áhrif á ákvörðun sína, svo sem sína eigin persónulegu eða fjárhagslegu hagsmuni, en slíkt getur gerst ef lögmaður er t.d. of fjárhagslega háður skjólstæðingi sínum. Ef grannt er skoðað þjónar það heldur ekki hags- munum skjólstæðingsins að lögmað- urinn samsami sig honum um of, heldur er gert ráð fyrir því, m.a. í siðareglum Lögmannafélagsins, að hann komi fram sem sjálfstæður ráðgjafi og málsvari skjólstæðingsins í störfum sínum. Eiríkur Tómasson, prófessor.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.