Lögmannablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 15

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 15 Sigríður: Það er dómstólanna að taka á þessu. Vald dómstólanna Arnar Þór: Menn hafa áhyggjur af því að dómstólar taki sér meira vald en þeim ber. Ég spyr út frá íslenskum veruleika: Er þessu öfugt farið á Íslandi? Getur verið að dómstólar séu hreinlega feimnir við vald sitt? Fyrir dómstólum reynir á mörg mikil- vægustu mál sam félagsins. Það sama mætti segja um framkvæmdavaldið, að það hafi ekki farið út að sínum mörkum og jafnvel haldið að sér höndum. Brynjar: Vald er vandmeðfarið og ég held að menn eigi alltaf að takmarka sig með því. Ekki vaða yfir allt og alla. Ég vil fá bestu fagmenn í þetta vald því það er svo vandmeðfarið. Sigurður Tómas: Við viljum fá bestu fagmennina í ákærendastöðurnar á sama tíma og verið er að lækka laun embættismanna! Brynjar: Við eigum fínan mannskap í grunnstofnanir en ef menn ætla gera þetta að hornreka fyrirbæri í húsi á Hverfisgötu þá er ekki von á góðu. Saksóknarar hafa mikið vald sem hefur áhrif á líf fólks. Til dæmis getur ein röng ákæra snúið öllu á hvolf. Sigríður: Í flestum nágrannaríkjum okkar nýtur ákæruvaldið stuðnings stjórnvalda þannig að sett er fram ákveðin refsipólitísk stefna og ákæru- valdið fær nægilegt fjármagn til að framfylgja sínu hlutverki. Hér er það ekki svo. Arnar Þór: Við þurfum að ræða það sem þjóð hvernig samfélag við ætlum að byggja upp á þessum rústum sem við stöndum á í dag. Réttarkerfið og pólitíkin Hvað þarf að gera til að tryggja að réttarkerfið höndli núverandi ástand? Brynjar: Það þarf að styrkja ákæru- valdið og dómstólana og við höfum mannskap og þekkingu í það. Arnar Þór: Í vetur mun reyna gríðarlega á lögreglu, ákæruvald og dómstóla. Samfélag, þar sem ríkt hefur ró og friður, getur hrunið á stuttum tíma. Margar ákvarðanir þurfa að koma frá stjórnmálaforystunni. Því miður er það hins vegar staðreynd að stjórnmála menn hafa tilhneigingu til að koma sér hjá því að taka ákvarðanir og því enda mörg stærstu mál samtímans fyrir dómstólum. Ástandið nú er þannig að stjórn málamenn geta ekki leyft sér að færast undan ábyrgð sinni og hlutverki með þessum hætti. Brynjar: Pólitíkin þarf að laga þetta ástand. Þú rífur ekki tennur úr tann- lausum kjafti. Menn borga ekki meira en hægt er. Það er betra að láta menn borga eins og þeir geta. Það þarf einnig að gera mönnum auðveldar að fara í gjaldþrot og upp úr því aftur. Sigurður Tómas: Jafnframt verður að forgangsraða mjög markvisst þannig að mikilvægustu málin verða tekin og kláruð. Það má ekki kaffæra ákæru- valdið og dómstóla í málum sem minni þýðingu hafa. Arnar Þór: Það þarf að hugsa um þetta heildstætt. Þarf að efla ákæruvaldið, efla dómstóla til samræmis og það sama gildir um fyrirhugaða eflingu stjórn sýslustofnana. Það mega ekki verða til flöskuhálsar í kerfinu. Sigríður: Svo má ekki gleyma hinum sakamálunum sem eru í kerfinu, voru og munu alltaf verða hvað sem kreppu og hruni líður. Mikil aðsókn á hdl. námskeið Ekkert lát virðist vera á aðsókn lög- fræðinga á námskeið til öflunar réttinda til að vera héraðs dómslögmaður en á nýbyrjuðu haustnámskeiði eru 42 þátttakendur skráðir til leiks, en auk þeirra eru 22 þátttakendur frá fyrri námskeiðum skráðir í einstök próf. Níu kennarar leiðbeina á fyrri hluta námskeiðsins sem stendur til 23. október. Kennslugreinar eru einka mála- réttarfar, sakamálaréttarfar, fullnustu - réttarfar, samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lögfræðileg skjalagerð. Stefnt er að því að síðari hluti nám- skeiðsins hefjist í byrjun nóvember. Í kennslustund í lögfræðilegri álitsgerð hjá Eyvindi g. gunnarssyni.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.