Lögmannablaðið - 01.10.2009, Side 17

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Side 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 17 Á fjórða tug lögmanna komu á fyrsta kleinufundinn sem fjallaði um innheimtulögin. Snörp skoðanaskipti urðu á fundinum sem þótti heppnast afskaplega vel. Kleinufundir Lögmannafélagið hefur tekið upp þá nýbreytni að halda stutta og snarpa fundi um ýmis lögfræðileg hitamál líðandi stundar. Fundirnir eru haldnir á föstu dagsmorgnum og kallast „kleinufundir“, enda boðið upp á rjúkandi kaffi og kleinur. Þegar hafa tveir kleinufundir verið haldnir, sá fyrri um innheimtulögin og sá síðari um hóp- eða fjöldamálsóknir. Aðsóknin hefur verið góð sem og undirtektir lögmanna. Í ágúst sl. var gísli tryggvason, umboðsmaður neytenda, gestur kleinufundar. Á léttum nótum Kleinufundirnir hefjast kl. 8:15 að morgni og lýkur um kl. 9:00. 25 lögmenn mættu á fundinn með birni Þorra Viktorssyni og ræddu málin. Í september sl. fjallaði björn Þorri Viktorsson hrl. um fjöldamálsóknir. Skiptastjórn þrotabúa 1.des. Fjallað verður starf og meginskyldur skiptastjóra frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, hve lengi skiptastjóra er heimilt að halda eign hjá sér og samskipti við stóra kröfuhafa. Þá verður riftunarmálum gerð skil, úthlutun og lok skipta, og meðferð og ráðstöfun eigna. Kennari Kristinn bjarnason, hrl. og jóhannes Rúnar jóhannsson, hrl. Staður Kennslustofa LmFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími 4 klst. Þriðjudagur 1. desember 2009 kl. 16:00-20:00. Verð Kr.27.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 24.000,- Námskeið haustannar

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.