Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2009 > 11 ráðuneytið gripi til mættu ekki vera til þess fallnar að brjóta gegn þessum grundvallar reglum. Í ljósi þess að ábendingar félagsins hafa verið virtar að vettugi, óskaði stjórn félagsins eftir því við ráðuneytið að það upplýsti hversu mikla skerðingu aðrir fagaðilar sem koma að meðferð opin berra mála, bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi, hafa þurft að sæta á tímabilinu 2007 til 2009. Tekur beiðni félagsins m.a til upplýsinga um dómara og annað starfslið dómstóla, sak- sóknara, sýslumannsembætta, lögreglu, skjala þýðenda, dómtúlka, sálfræðinga, geð lækna, rannsóknarstofa og annarra sem þjónustu veita við rannsókn opinberra mála. Nauðsyn eflingar íslenskra dómstóla Nýlega ritaði stjórn Lögmannafélags Íslands bréf til dómsmálaráðherra þar sem félagið deilir áhyggjum með dómstólaráði vegna stöðu íslenskra dómstóla við úrlausn mála tengdum hruni íslensku bankanna, sem búast megi við að verði fyrirferðarmikil í dómskerfinu næstu misseri og ár. Í bréfinu vekur stjórn félagsins sérstaka athygli á að undanfarna mánuði hafi mörg af stærstu fyrir- tækjum landsins ýmist verið úrskurðuð gjald þrota, þau sett í nauða samn- ingsferli eða sætt sérstakri meðferð samkvæmt neyðar lögum sem sett voru í kjölfar hrunsins. Í ljósi flókinna viðskipta samninga þessara fyrirtækja, fjölda innlendra sem erlendra kröfuhafa og þeirra gríðar miklu fjár hagslegu hags muna sem í húfi eru, sé viðbúið að flókin ágreiningsmál - mörg hver af fáheyrðri stærðargráðu – kunni að koma til kasta dómstóla hér á landi. Jafnframt sé hugsanlegt að dómstólar fái á sama tíma til úrlausnar flókin efnahags brotamál, m.a frá sérstökum saksóknara, þar sem líklegt er að reyna muni á ýmsar sérreglur. Þá er bent á að stjórnvöld hafi þegar lagt verulega aukið fé til rannsókna sakamála í kjölfar efnahagshrunsins. Stjórn Lögmannafélagins telji hins vegar einboðið að tryggja þurfi öðrum þáttum réttarvörslukerfisins full- nægjandi grund völl til að leiða málin til lykta. Í ljósi þessa gríðarlega álags sem fyrirsjáanlega verður á dómstólunum, og reyndar á réttarvörslukerfinu í heild, sé mikilvægt að íslensk stjórnvöld tryggi að dómstólar, hvort heldur sem er héraðsdómstólar eða Hæstiréttur, fái þann fjárhagslega og faglega stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Slíkt er ekki eingöngu nauðsynlegt til að leysa úr ágreiningsmálum á ásættan- legum tíma heldur einnig til þess fallið að tryggja réttláta málsmeðferð gagnvart þeim sem hagsmuna eiga að gæta og þá sérstaklega mannréttindi sakborninga í refsimálum sem kunna að koma til kasta dómstóla. Í bréfinu hvetur stjórn félags ins dómsmála- ráðherra til að grípa þegar í stað til aðgerða sem tryggja að dóm stólar landsins geti staðið undir þeim kröfum og því mikla álagi sem fyrir sjáanlegt er á næstunni. Starfsábyrgðartryggingar lögmanna Í grein sem undirritaður ritaði um starfsábyrgðartrygginu lögmanna í 4. tbl. Lögmannablaðsins 2008, var m.a vakin athygli á mikilvægi þess að lögmenn geri sér grein fyrir þeirri fjárhagslegu áhættu sem kann að fylgja hagsmunagæslu í stórum málum og mikilvægi þess að þeir uppfæri tryggingavernd sína og starfs manna sinna til samræmis við það. Í því samhengi var bent á að velflest íslensk tryggingafélög bjóða viðskipta vinum sínum að meta áhættur í rekstri og voru lögmenn hvattir til að nýta sér slíka þjónustu og uppfæra trygginga- vernd sína til samræmis við niðurstöðu slíks áhættumats. Einnig var í greininni fjallað um ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögmannalaga, þar sem lögmönnum er veitt heimild til að takmarka, með samningi um ákveðið verk, hámark bótaskyldu sinnar við tiltekna fjárhæð, sem þó verður að nema að minnsta kosti lágmarki ábyrgðar tryggingar. Rétt er þó að taka fram að slík takmörkun bindur aðeins við semjanda lögmanns og getur ekki náð til annars tjóns en þess sem stafar af einföldu gáleysi. Eins og vísað er til hér annars staðar í blaðinu, þá hafa mörg af stærstu fyrirtækjum landsins fyrir hrun bank- anna ýmist verið úrskurðuð gjaldþrota á undanförnum mánuðum, þau verið sett í nauðasamningsferli eða sæta sérstakri meðferð samkvæmt neyðar- lögum, sem sett voru í kjölfar hrunsins. Vegna meðhöndlunar lögmanna á flóknum viðskipta samningum þessara fyrirækja, fjölda kröfuhafa, innlendra sem erlendra, og þeirra gríðarmiklu fjár hagslegu hags muna sem í húfi eru, þykir rétt að árétta ábendingu félagsins til lögmanna um að þeir hugi að uppfærslu trygg ingaverndar sinnar og skoði vel þá möguleika sem felast í heimild lögmannalaganna til að takamarka ábyrgð. Greiðsla árgjalda greiðsluseðlar vegna árgjalds til Lögmannafélags Íslands og félagsdeild LmFÍ fyrir yfirstandandi ár, voru sendir félagsmönnum í maí s.l., með gjalddaga 1. júní og eindaga 8. júní. Þeir lögmenn, sem enn hafa ekki gengið frá greiðslu árgjaldsins eru hvattir til að greiða hið fyrsta. Einnig eru þeir félagsmenn sem skulda eldri árgjöld hvattir til að ganga frá greiðslu án tafar en allar ógreiddar gjaldfallnar árgjaldsskuldir verða sendar í lögfræðiinnheimtu innan tíðar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.