Lögmannablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 20

Lögmannablaðið - 01.10.2010, Qupperneq 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2010 - skráning stendur yfir á heimasíðu www.lmfi.is Nýting auðlinda til orkuframleiðslu ­ 28. október Farið verður yfir meginatriði þess lagaumhverfis sem tekur til nýtingar auðlinda til orkuframleiðslu á Íslandi, hugað að nýjum auðlindakostum 21. aldar og fjallað um reglur um takmarkanir á aðkomu erlendra aðila. Fjallað verður um hvernig eignarhaldi náttúruauðlinda er háttað að íslenskum rétti og farið í gegnum ferlið frá því að hugmynd um hagnýtingu orkuauðlindar vaknar og þar til hún er orðin að veruleika. Þá verður sérstaklega fjallað um raforkulöggjöfina og mismunandi reglur sem gilda um meðferð raforku frá því áður en hún „fæðist“ og þar til hún er nýtt. Gerð verður grein fyrir hugmyndum nefndar forsætisráðherra um fyrirkomulag varðandi leigu á vatns­ og jarðhitaréttindum í eigu íslenska ríkisins. Kennarar Karl Axelsson hrl. hjá Lex lögmannsstofu og Dýrleif Kristjánsdóttir hdl. hjá Lex lögmannsstofu. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 28. október 2010 kl. 16:00­20:00. Verð Kr. 27.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 20.000,­ Sérvalin tónverk, ostar og vín – 4. nóvember Á tónlistarkvöldi, sem haldið verður 4. nóvember, mun Ólafur Reynir Guðmundsson, píanóleikari, kynna nokkrar af töfrandi melódíum gömlu meistaranna s.s. Chopin og Rachmaninoff og ræða um uppbyggingu þeirra og form. Ólafur Reynir færir okkur svo inn í nútímann og kynnir frumsamin tónverk sín sem þó eru í rómantískum anda. Boðið verður upp á léttvín og osta. Stjórnandi Ólafur Reynir Guðmundsson, píanóleikari (Universität für Musik und darstellende Kunst, Vínarborg/Harvard) og lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 18:00­20:00. Verð Kr. 6.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 4.000,­ Vinir og vandamenn velkomnir með á námskeiðið. Athugið takmarkað sætaframboð. Hver er sinnar streitu smiður ­ 11. nóvember Félag kvenna í lögmennsku og félagsdeild LMFÍ standa saman að námskeiði um streitu með Jóhanni Inga Gunnarssyni, sálfræðingi. Þegar á reynir þurfum við að geta náð tökum á streitu og gera okkur grein fyrir hverjir eru helstu streituvaldarnir í umhverfi okkar. Streita er í rauninni lífsorka sem við ættum að nota til að takast á við erfiðleika og aðlagast breytingum. Sá sem hefur gott vald á streitu er því vel settur í lífsbaráttunni, hvílist betur og fer vel með orkuna sína. Á námskeiðinu verður farið yfir hagnýtar aðferðir til að nýta sér streitu á jákvæðan hátt. Þátttakendur fá tækifæri til að taka streitupróf til að átta sig betur á hvar þeir standa. Blandað verður saman fyrirlestrum, umræðum og hagnýtum verkefnum. Kennari Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 11. nóvember 2010 kl. 16:00­19:00. Verð Kr. 20.000,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,­ Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum LMFÍ Árangursríkur málflutningur ­ 16. nóvember Hvernig leggja skal mál fyrir dóm og flytja mál fyrir dómi Farið verður yfir undirbúning og hagnýt atriði munnlegs málflutnings fyrir dómstólum, framkomu í dómsal og samskipti lögmanna og dómara. Kennarar Sigurður Tómas Magnússon, hrl. og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Ingveldur Einarsdóttir, héraðsdómari og Gestur Jónsson, hrl. hjá Mörkinni lögmannsstofu. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 16. nóvember 2010 kl. 17:00­19:00. Verð Kr. 12.500,­ en fyrir félaga í félagsdeild kr. 10.000,­ Tilvalið endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi lögmenn sem vilja bæta málflutning sinn!

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.