Lögmannablaðið - 01.03.2012, Page 4
4 lögmannaBlaðið tBl 01/12
árni HelGAson HDl.
leiðAri
segjum „já en“ heimspekinni
stríð á hendur
Atburðir og umræðA síðustu
daga og vikna, í kjölfar fólskulegrar
og hörmulegrar árásar á starfsmann
lögmannsstofu, hafa vakið marga,
bæði lögmenn og aðra, til umhugsunar.
Árásin vekur óhug og hugurinn er hjá
fórnarlambinu, fjölskyldu, vinum og
samstarfsfólki.
Sú spurning vaknar í kjölfarið
hvernig svona getur gerst og hvort
breyting sé að verða á okkar þjóðfélagi.
Eitt af því besta og virðingarverðasta við
íslenskt samfélag hefur löngum verið
að þrátt fyrir að erfiðleikar hafi dunið á
og átök hafi geisað hefur ofbeldi aldrei
verið meðal þeirra meðala sem beitt
er í slíkri baráttu. Þannig hafa tilteknar
stéttir eða hópar almennt ekki þurft
að sæta því að verða fyrir árásum eða
hótunum annarra. Þetta er merki um
heilbrigt hugarfar og hefur ákveðna
tengingu við lög og rétt, þ.e. að deilur
á milli manna verða leystar friðsamlega
fyrir dómstólum, samkvæmt lögum og
reglum en ekki með hnefarétti fyrir
dómstóli götunnar.
Því miður eru vísbendingar um
breytingar séu að verða og að þetta
hugarfar sátta og friðsamlegra úrlausna
sé á undanhaldi. Ekki er hægt að loka
augunum fyrir því að þessi hörmulegi
atburður er ekki einangrað tilvik, þótt
afleiðingar þeirra atburða sem á undan
komu hafi sem betur fer ekki verið
jafnalvarlegar. Þessi atvik, sem upp
hafa komið undanfarin misseri, eiga
það sameiginlegt að fórnarlambið hafði
þau einu tengsl við gerandann að sinna
tilteknu starfi. Ekki hafa öll slík atvik
ratað í fjölmiðla en dæmin eru orðin
of mörg.
Í kjölfar árásarinnar í byrjun mánaðar
ins varð þeirra tilburða vart úr ýmsum
áttum að reyna að útskýra verknaðinn
og setja hann í samhengi við eitt og
annað. Slíkur málflutningur, þótt hann
kunni að vera varfærnislega orðaður,
er hættulegur, enda heyra þeir, sem
hyggja á eitthvað misjafnt, útskýringar
betur en fordæmingu.
ofbeldi í hvaða mynd sem það
birtist er óþolandi og óverjandi. Líkt
og arfinn, sem vex ef ekkert er að gert,
þrífst ofbeldið best í aðgerðarleysi og
andrúmslofti þar sem flestir þegja og
fæstir þora að andmæla. Það er brýnt
og skiptir öllu máli að hegðun sem þessi
sé fordæmd, án nokkurra fyrirvara eða
réttlætinga og að „já en“ heimspekinni
verði sagt stríð á hendur.
ný ritnefnd
Þetta blað er fyrsta tölublað nýrrar
ritefndar Lögmannablaðsins og er fyrri
ritnefnd og ritstjóra þökkuð góð störf.
Lögmannablaðið hefur skipað sér sess
meðal lögmanna sem vettvangur fyrir
skoðanaskipti, greinaskrif og frásagnir
af því góða starfi sem Lögmannafélagið
og aðrir á vegum lögmanna vinna og vill
ný ritnefnd halda áfram á sömu slóðum.
meðal efnis í blaðinu nú eru greinar
um nýgenginn dóm Hæstaréttar um
vaxtaákvörðun á lánum sem hefur
þurft að endurreikna vegna ólögmætrar
gengistengingar og umfjöllun um dóm
Hæstaréttar í máli nr. 445/2011 þar
sem reyndi á tiltekin grundvallaratriði
í sambandi verjanda og sakbornings.
Auk þess er ítarleg umfjöllun um
málskostnaðarákvarðanir dómstóla,
þar sem leitað er eftir sjónarmiðum
lögmanna og dómara, en af hálfu þeirra
lögmanna sem rætt var við er sett fram
gagnrýni á ákvarðanir um málskostnað,
sem þykja í mörgum tilfellum óljósar og
lítt rökstuddar. málið er þó ekki einfalt en
ljóst er að ef verulegt misræmi er á milli
ákvarðana dómstóla um málskostnað
til þess sem hefur betur í dómsmáli og
þess kostnaðar sem sannarlega fellur til
vegna málarekstursins, getur það haft
þau áhrif að fæla einstaklinga frá því
að leita réttar síns.
MEISTARANÁM
Í LÖGFRÆÐI
VIÐ LAGADEILD
HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
Haustönn 2012
KJÖRGREINAR/MÁLSToFuR KENNARAR
Advanced Legal English Erlendína Kristjánsson
Afbrotafræði Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Alþjóðaviðskipti Þórdís Ingadóttir og James H. Mathis
Barnaréttur Davíð Þór Björgvinsson
European Law: Internal market Gunnar Þór Pétursson
Gagnaöflun og málflutningur í einkamálum Sigurður Tómas Magnússon og María Ellingsen
Hjúskapar- og sambúðarréttur Dögg Pálsdóttir
Málstofa í bótarétti Þóra Hallgrímsdóttir
Málstofa í fjölmiðlarétti Páll Þórhallsson
Málstofa um alþjóðlega mannréttindavernd Oddný Mjöll Arnardóttir
Réttarsaga Magnús K. Hannesson
Skuldaskilaréttur Steinunn H. Guðbjartsdóttir og Valgerður D.
Valdimarsdóttir
Stjórnsýsluréttur II Margrét Vala Kristjánsdóttir
The Philip C. Jessup International Law Moot
Court Competition I (fyrri hluti)
Þórdís Ingadóttir
Umhverfisréttur NN
Vinnuréttur Bergþóra Ingólfsdóttir
ML ritgerð Ýmsir
Starfsnám
VORönn 2013
KJÖRGREINAR/MÁLSToFuR KENNARAR
Aðferðafræði III, hagnýt réttarheimspeki Davíð Þór Björgvinsson og Milosz M. Hodun
Alþjóðadómstólar og friðsamlegar úrlausnir
í deilumálum
Þórdís Ingadóttir og Ruth Mackenzie
Alþjóðlegur skattaréttur I Gunnar Gunnarsson og Ágúst Karl Guðmundsson
Auðgunar- og efnahagsbrot Sigurður Tómas Magnússon og Björn Þorvaldsson
European Law: State Aid and Competition Dóra Sif Tynes
Evrópskur félagaréttur Hallgrímur Ásgeirsson
Hagnýtur samningaréttur Þórður S. Gunnarsson, Aðalsteinn Leifsson og
Hafliði Kristján Lárusson
Law, Social Policy and Children’s Rights Brian Gran
Málstofa í auðlindarétti - frá hugmynd til
framkvæmdar
Kristín Haraldsdóttir og Elín Smáradóttir
Málstofa um evrópskan samningarétt Matthías G. Pálsson
Málstofa um hugverkaréttindi í alþjóðlegum
viðskiptum og samninga þeim tengdum
Hafliði Kr. Lárusson
Málstofa í stjórnsýslurétti Margrét Vala Kristjánsdóttir
Ofbeldis- og fíkniefnabrot Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Sókn og vörn í sakamálum Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir og Björn L. Bergsson
The Philip C. Jessup International Law Moot
Court Competition II (síðari hluti)
Þórdís Ingadóttir
Úrlausn ágreiningsmála ( m.a. fyrir
dómstólum og stjórnvöldum)
Arnar Þór Jónsson
Vátryggingaréttur Þóra Hallgrímsdóttir
ML ritgerð Ýmsir
Starfsnám
VORönn 2014
KJÖRGREINAR/MÁLSToFuR KENNARAR
Alþjóðlegur einkamálaréttur, lagaskil á sviði
samningaréttar
Herdís Hallmarsdóttir og fl.
Alþjóðlegur refsiréttur Þórdís Ingadóttir
Auðgunar- og efnahagsbrot Sigurður Tómas Magnússon og Björn Þorvaldsson
Auðlindaréttur Kristín Haraldsdóttir
Comparative Law Ragnhildur Helgadóttir og Milosz M. Hodun
European Constitutional law Gunnar Þór Pétursson
European law: Financial services Hallgrímur Ásgeirsson
Heilbrigðisréttur Dögg Pálsdóttir
Kauparéttur Jónas Þór Guðmundsson
Málstofa um evrópskan samningarétt Matthías G. Pálsson
Málstofa í almannatryggingarétti Guðmundur Sigurðsson
Réttarsálfræði Jón F. Sigurðsson, Anna K. Newton og Gísli
Guðjónsson
Skuldaskilaréttur Steinunn H. Guðbjartsdóttir og Valgerður D.
Valdimarsdóttir
Sókn og vörn í sakamálum Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir og Björn L. Bergsson
Vörumerkjaréttur Ásdís Magnúsdóttir
Wilhelm C. Vis Commercial Arbitration Moot
(síðari hluti)
Garðar Víðir Gunnarsson
ML ritgerð Ýmsir
Starfsnám
Haustönn 2013
KJÖRGREINAR/MÁLSToFuR KENNARAR
Afbrotafræði Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Alþjóðleg lausafjárkaup Þórður S. Gunnarsson
Alþjóðlegir og innlendir
fjármögnunarsamningar
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
Alþjóðlegur skattaréttur II Gunnar Gunnarsson og Ágúst Karl Guðmundsson
Fullnusturéttarfar Feldís Lilja Óskarsdóttir
Gagnaöflun og málflutningur í einkamálum Sigurður Tómas Magnússon og María Ellingsen
International and European Energy Law -
íslenskur orkuréttur
Catharine Banet og Kristín Haraldsdóttir
Kaup á fyrirtækjum/samruni og
áreiðanleikakannanir
Ólafur F. Haraldsson, Garðar G. Gíslason
og Kristín Edwald
Lagasetning Páll Þórhallsson
Legal English Erlendína Kristjánsson
Mannréttindasáttmáli Evrópu Oddný Mjöll Arnardóttir
Málstofa í stjórnskipunarrétti og
stjórnskipunarsögu
Ragnhildur Helgadóttir
Neytendamarkaðsréttur Gísli Tryggvason
Sjó- og flutningaréttur Einar Baldvin Axelsson
Verktaka- og útboðsréttur Erlendur Gíslason, Jón E. Malmquist og fl.
Wilhelm C. Vis Commercial Arbitration Moot
(fyrri hluti)
Garðar Víðir Gunnarsson
ML ritgerð Ýmsir
Starfsnám
NÁMIÐ HENTAR EKKI AÐEINS ÞEIM
EINSTAKLINGuM SEM LoKIÐ HAFA GRuNNNÁMI
Í LÖGFRÆÐI HELDuR EINNIG ÞEIM SEM HAFA
HÁSKÓLAPRÓF Í ÖÐRuM GREINuM.
YFIRLIT YFIR KJÖRGREINAR oG MÁLSToFuR 2012–2014
• Rannsóknartengt 2ja ára meistaranám til ML-gráðu.
• Nemendur sem hafa lokið grunnnámi í lögfræði geta lokið
fullnaðarprófi í lögfræði með meistaranáminu.
• Markmið námsins er að þjálfa og hvetja nemendur til greinandi
og gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða.
• Einstaklingsbundin námsáætlun.
• Helstu einkenni námsins eru mikið val um áherslur og námsleiðir
og margvíslegir möguleikar á sérhæfingu innan lögfræði og
samþættingu við aðrar greinar.
• Gefinn er kostur á að ljúka meistaranámi á alþjóðasviði.
Umsóknarfrestur um inngöngu í meistaranámið haustið 2012
er til og með 30. apríl.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um meistaranámið
í kennsluskrá á vef lagadeildar Háskólans í Reykjavík:
www.lagadeild.is