Lögmannablaðið - 01.03.2012, Page 20
20 lögmannaBlaðið tBl 01/12
Aðsent efni
stéttarfélag lögfræðinga er
rótgróið stéttarfélag með það megin
hlutverk að vera í forsvari fyrir félags
menn sína við gerð kjara samninga og
við aðrar ákvarðanir sem á einhvern
hátt snerta kjör þeirra. í dag er félags
aðild heimil þeim launþegum sem lokið
hafa að lágmarki Ba námi í lögfræði
frá viðurkenndum háskóla en áður var
félagsaðild bundin við launað starf hjá
hinu opinbera. félagsmenn eru tæplega
500 og starfa ýmist hjá ríki, sveitar
félögum eða á almennum vinnumarkaði.
enn er mikill meirihluti félagsmanna,
eða hátt í 80%, ríkis starfsmenn en
hlutfall þeirra sem starfa á almennum
vinnumarkaði fer stöðugt hækkandi. í
stjórn sl eru alda hrönn jóhannsdóttir
formaður, helga Björk laxdal, Þórhildur
lilja ólafsdóttir, ingi B. poulsen og
hannes guðmundsson.
kjaramál og aðstoð við
félagsmenn
Stéttarfélag lögfræðinga sinnir kjara
málum lögfræðinga auk þess sem það
er aðili að bandalagi háskólamanna
(bHm) og tekur þátt í starfsemi þess.
Stéttarfélagið rekur sameiginlega
þjónustuskrifstofu með fimm öðrum
háskólafélögum þar sem nú starfa
þrír afar hæfir og öflugir starfsmenn.
Starfsemi skrifstofunnar, sem ber nafnið
Huggarður, er mikilvægur þáttur í
rekstri félagsins, en þar fer fram dagleg
þjónusta við félagsmenn.
Stéttarfélag lögfræðinga og starfsfólk
skrifstofunnar hefur áralanga reynslu í
því að aðstoða félagsmenn við lausn
ágreiningsmála er varða framkvæmd
og túlkun kjarasamninga, meðal annars
með því að leita lögfræðilegrar ráðgjafar
í einstaka málum. Starfsfólk SL tekur
það jafnframt að sér að vera talsmenn
félagsmanna gagnvart vinnuveitanda ef
óskað er eftir slíku liðsinni.
Stéttarfélagið vinnur að gerð mið
lægra kjarasamninga fyrir lögfræðinga
auk stofnanasamninga og fer félagið
með sjálfstæðan samningsrétt að lögum.
Jafnframt hefur aðstoð við félagsmenn
við gerð ráðningasamninga og túlkun
á þeim stórlega aukist á síðustu árum.
Ef nauðsyn krefur þá tekur starfsfólk
félagsins það að sér að aðstoða við
útreikning á launum og innheimtu auk
þess sem vel er fylgst með ástandi á
vinnumarkaði og atvinnuleysi meðal
lögfræðinga.
fræðslumál
SL hefur löngum tekið hlutverk sitt
varðandi fræðslu og upplýsingamiðlun
í kjaramálum mjög alvarlega og tekur
öflugan þátt í fræðslustarfi bHm m.a.
með því að standa fyrir ýmiskonar
fræðslufunda og námskeiðahaldi er
varða starfsmannamál, kjaramál og
vinnumarkaðsmál. SL hefur jafnframt
látið gera reglulega kannanir á launa
kjörum félagsmanna.
önnur hagsmunamál
umfjöllun um kosti þess fyrir lögfræðinga
að tilheyra SL verður ekki lokið án þess
að nefna sjóði bHm sem félagsmenn eiga
aðild að. Fyrst ber að nefna orlofssjóðinn
sem býður félagsmönnum fjölbreytta
og spennandi orlofskosti allan ársins
hring en 89 orlofshús og íbúðir standa
sjóðfélögum til boða bæði innanlands
og erlendis. bæði sjúkrasjóður og
styrktarsjóður bHm veita fjárhagsaðstoð
vegna ýmiskonar áfalla og forvarna auk
þess sem starfsmenntunarsjóðurinn
veitir félagsmönnum styrki til að sinna
endur og símenntun. Athygli er vakin
á því að félagsmenn í fæðingarorlofi
eiga rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði og
margir félagsmenn fá einnig greiðslur
úr vísindasjóði sem er ætlað að styrkja
félagsmenn vegna kaupa á fræðibókum,
námskeiðum og þess háttar.
Lögfræðingar á öllum sviðum
atvinnu lífsins eru hvattir til þess að kynna
sér kosti þess að tilheyra stéttarfélagi þar
sem megináhersla er lögð á sameiginleg
hagsmunamál þeirra. mikill metnaður er
lagður í að veita félagsmönnum öfluga
þjónustu á þeim sviðum sem snerta
kjara og réttindamál þeirra. Jafnframt
er það ótvíræður kostur að vera eitt
aðildarfélaga bHm sem er heildarsamtök
stéttarfélaga háskólamanna og hefur það
að markmiði m.a. að efla fagstéttarfélög
háskólamanna og auka veg æðri
menntunnar á Íslandi. Starfsemi bHm
byggir á því að menntun háskólamanna
sé virt sem forsenda og þróun í íslensku
atvinnulífi og að hún sé metin að
verðleikum til launa. Við tökum á móti
ykkur á skrifstofunni að borgartúni
6, 3ju hæð auk þess sem allar helstu
upplýsingar er að finna á heimasíðu
félagsins http://www.bhm.is/sl.
kostir þess að vera í
stéttarfélagi lögfræðinga
AlDA Hrönn JóHAnnsDóttir, forMAðUr sl