Lögmannablaðið - 01.03.2012, Síða 28

Lögmannablaðið - 01.03.2012, Síða 28
28 lögmannaBlaðið tBl 01/12 Aðsent efni gengistryggingu. rökin fyrir þeirri niðurstöðu voru fyrst og fremst þau að lánið væri í grunninn ákveðið í íslenskum krónum en hinir erlendu gjaldmiðlar væru til viðmiðunar um höfuðstól skuldarinnar. minnihluti Hæstaréttar (þrír dómarar) töldu hins vegar að texti lánssamningsins fæli í sér lán í erlendum gjaldmiðlum þótt fjárhæð þess hafi verið ákveðin sem jafnvirði tilgreindrar fjárhæðar í íslenskum krónum. Við skýringuna var vísað til meginreglu um samningsfrelsi og þess að vilji samningsaðila hafi staðið til þess að haga skuldbindingunni með þessum hætti. Athygli vekur að málið var upphaf­ lega flutt fyrir fimm manna dómi og mynduðu þrír af þeim dómurum minni­ hlutaákvæði Hæstaréttar í endanlegum dómi. Afar fátítt er að mál séu endurflutt fyrir réttinum að nýju og fjölgað sé um dómara í millitíðinni en sú fjölgun hafði úrslitaáhrif á það að lánið var talið íslenskt lán með ógilda gengistryggingu. hæstaréttardómur nr. 520/2011 Í þessu máli voru atvik frábrugðin að því leyti að hér voru fjárhæðir hinna erlendu mynta tilgreindar, enda þótt vísað væri í jafnvirði þeirra í íslenskum krónum. Í dómi Hæstaréttar er vísað til þess að fyrri dómar réttarins hafi ekki fordæmisgildi gagnvart slíkum láns­ samningum og lagt fyrir héraðsdóm, sem hafði vísað málinu frá, að taka það til efnismeðferðar. Þessi afstaða Hæstaréttar er áréttuð í málum nr. 551/2011 og nr. 552/2011. hæstaréttardómur 600/2011 Í dómi nr. 600/2011 reyndi á það hvort greiðsla vaxta á ólögmætu gengis­ tryggingarláni fyrir liðna gjalddaga, sem kröfuhafi hafi móttekið án athugasemda, væri fullnaðargreiðsla, óháð því hvort hún væri lægri en endurútreikningur bréfsins á grundvelli Seðlabankavaxta gerði ráð fyrir. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar (fjórir dómarar) var sú að við móttöku kvittunar hafi skuldari fengið í hendur viljayfirlýsingu kröfuhafa um að greiðslu sé lokið og þar með hafði hann réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé búinn að gera upp lánið og geti treyst því að ekki komi til frekari kröfur síðar. Því bæri að víkja frá þeirri meginreglu um að kröfuhafi eigi tilkall til viðbótargreiðslu þegar hann hefur ekki fengið fullar efndir. Skýringar á því hvers vegna vikið er frá meginreglunni eru þær að skuldari hafi verið í góðri trú, fjárhæð viðbótar­ kröfu um vexti ríflega 6,5 milljónir hafi verið umtalsverð, um var að ræða langan lánstíma auk þess sem máli skipti að kröfuhafinn var fjármálafyrirtæki. minnihluti Hæstaréttar (þrír dómarar) vísað til þess að báðum aðilum hafi verið ljóst að útreikningur á fjárhæð afborgana og vaxta var byggður á því að ákvæði skuldabréfsins um gengis­ tryggingu höfuðstóls væru gild. Skuldarar bréfsins gætu ekki haft rétt­ mæta ástæðu til að treysta því að vextirnir væru endanlega greiddir ef gengistryggingin, sem var forsenda fyrir útreikningi vaxtanna, ætti eftir að sæta endurskoðun. Einungis tveir dómarar sem dæmdu í máli nr. 471/2010 dæmdu í þessu máli og eru báðir í minnihluta. lög nr. 151/2010 Við setningu laga nr. 151/2010 ríkti veruleg óvissa um umfang lánssamninga með ólögmætri gengistryggingu. útfærsla og orðlag þessara samninga var mjög mismunandi og hrein tilviljun gat ráðið því hvort einstaklingar sátu uppi með gild erlend lán eða lán í íslenskum krónum með ógilda gengis­ tryggingu. markmið laganna var að tryggja sam ræmda meðferð sambærilegra mála þegar neytendur ættu í hlut vegna fjármögnunar á fasteignum og bifreiðum. Fyrirsjáanlegt var að slík lagasetning gat gengið gegn 72. gr. stjórnarskrár, enda var verið að setja í lög að gild erlend lán yrðu meðhöndluð með sama hætti og íslensk lán með ógilda gengis­ tryggingu. Af hálfu ráðuneytisins var þess freistað að fá fjármálafyrirtækin til að fallast á þessa skerðingu en því var hafnað enda vafasamt hvort stjórnendur fjármálafyrirtækjanna gætu samþykkt slíka beiðni án þess að skapa sér bótaábyrgð gagnvart kröfuhöfum bankanna og jafnvel refsiábyrgð. Fram hefur komið að bæði ráðuneytinu og fjármálafyrirtækjum barst bréf þar sem áskilinn var réttur til bóta ef slíkar ráðstafanir yrðu samþykktar. Í lögunum var einnig gert ráð fyrir uppgjörsaðferð í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 471/2010. Í skýr­ ingum með lögunum kemur fram að útreikningsaðferðin byggi á afgerandi orðlagi Hæstaréttar í málinu, um að líta verði með öllu framhjá ákvæði samnings­ ins um vaxtahæð. Í frumvarpi með lögunum var sérstaklega tekið fram að réttur manna til að láta reyna á þessa uppgjörsaðferð fyrir dómstólum væri óhaggaður, þrátt fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í nýjasta gengistryggingardómnum, nr. 600/2011, er fjallað um lög nr. 151/2010 í niðurstöðu meirihluta og minnihluta. Þar kemur fram að ekki hafi verið byggt á lögunum í skriflegum gögnum málsins, heldur einungis vísað til þeirra í málflutningi. Í forsendum meirihluta og minnihluta kemur fram að dómur Hæstaréttar nr. 471/2010 hafi fordæmisgildi og fallist á að skuldin beri Seðlabankavexti „allt frá upphafi [...] samkvæmt 4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001.“ Þessi niðurstaða er nákvæm­ lega sú sama og gert er ráð fyrir í lögum nr. 151/2010. meirihluti og minnihluti Hæstaréttar voru hins vegar ekki sammála um hvaða áhrif það hafi þegar gefin hefur verið út fullnaðarkvittun vegna greiðslu vaxta fyrir liðinn tíma. meirihlutinn telur að þá eigi kröfuhafi ekki rétt á viðbótar­ greiðslu, þar sem skuldarinn hafi verið í góðri trú og greiðslan feli í sér mikla fjárhagslega röskun. minnihlutinn telur hins vegar að skuldarinn geti ekki verið í góðri trú þar sem hann hafi mátt vita að vextirnir réðust af þeirri forsendu að gengistryggingin væri gild. bæði meiri­ og minnihluti vísa til að úrlausn þessa geti ekki ráðist af lögum nr. 151/2010 þar sem þau geta ekki með afturvirkum hætti breytt reglum um efni og greiðslu skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt. Slíkt færi í bága við 72. gr. stjórnarskrá.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.