Lögmannablaðið - 01.12.2013, Síða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Síða 6
6 lögmannaBlaðið tBl 04/13 liðin tíð að lögfræðingar gangi í störf að loknu námi Lítið hefur verið rætt um aukið atvinnuleysi meðal lögfræðinga og atvinnuleitendur hafa þurft að takast á við skilningsleysi samfélagsins þar sem það viðhorf er ríkjandi að næga vinnu sé að fá fyrir lögfræðinga. Þegar atvinnuleysi var sama og ekkert meðal lögfræðinga voru kannski örfáir atvinnulausir í lengri tíma vegna þess að þeir stóðust ekki kröfur atvinnurekenda ­ og auðvitað vill enginn falla í þann hóp. Einn þeirra sem hefur verið að leita að vinnu allt þetta ár segir að fyrst eftir útskrift hafi vinir og vandamenn spurt sig reglulega hvernig atvinnuleitin gengi. Enginn spyr hann lengur enda orðið afar við kvæmt umræðuefni eftir rúmlega árs atvinnuleit. Viðvarandi atvinnuleysi meðal lögfræðinga er hins vegar orðin staðreynd og engin ástæða er til að láta sem eitthvað sé bogið við þá sem falla í þann hóp. Það er liðin tíð að lögfræðingar gangi beint í störf að loknu námi. hættir að gera kröfur um ofurlaun starfsumsóknir frá lögfræðingum hellast yfir lögmannsstofur landsins sem aldrei fyrr. stofurnar hafa jafnvel fengið tilboð frá nýútskrifuðum lögfræðingum um að vinna launalaust í einhvern tíma, til að sanna sig og safna reynslu, auk þess sem dæmi eru um að lögfræðingar sæki um laus störf við símsvörun og í móttöku lögmannsstofa fremur en að vera atvinnulausir. Ein stóru lögmannsstofanna hefur ekki auglýst eftir starfsmanni í tæplega tvö ár en er þrátt fyrir það að drukkna í umsóknum. Framkvæmdastjóri hennar segist finna fyrir örvæntingu hjá nýútskrifuðum lögfræðingum þar sem mjög frambærilegt fólk, sem verið hefur atvinnulaust í lengri eða skemmri tíma, sendir inn umsóknir, ítreki þær og komi jafnvel á staðinn: „Þetta er langmest fólk sem vantar reynslu en svo höfum við einnig verið að fá umsóknir frá einyrkjum sem eru að gefast upp, eru komnir með einhverja reynslu en hafa átt erfitt með að fá viðskiptavini,“ sagði framkvæmdastjórinn. Félagi hans af annarri stofu sagði að greini­ lega væri ekki um auðugan garð að gresja fyrir lögfræðinga á vinnu­ markaðinum um þessar mundir: „Við fáum margar umsóknir frá nýút­ skrifuðum lögfræðingum en einnig frá lögfræðingum ríkisstofnana sem eru að fækka starfsfólki,“ sagði hann. Lögmannsstofa, sem hefur tvisvar UMfJÖllUn Blikur á lofti í atvinnuhorfum lögfræðinga undanfarið hefur talsvert verið rætt um offjölgun í stétt lögfræðinga og þær afleiðingar sem hún hefur á atvinnumöguleika þeirra. nýútskrifaðir lögfræðingar horfa fram á langvarandi atvinnuleysi en í ár hafa að meðaltali 70 lögfræðingar verið á atvinnuleysisskrá á sama tíma og 150 hafa útskrifast með meistaragráðu í lögfræði frá háskólunum fjórum. Í atvinnuleit Ég hef verið í atvinnuleit frá því í vor þegar ég útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands og ekkert gengið. Ég hef sótt um fjölda starfa, bæði auglýst störf hjá stofnunum og fyrirtækjum sem og störf hjá lögmannsstofum og fyrirtækjum án þess að sérstaklega hafi verið auglýst eftir starfsmönnum. Sem dæmi get ég nefnt að nýlega var óskað eftir lögfræðingum hjá umboðsmanni alþingis og alls bárust 95 umsóknir um stöðurnar tvær. Nýútskrifaður lögfræðingur

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.