Lögmannablaðið - 01.12.2013, Qupperneq 8
8 lögmannaBlaðið tBl 04/13
UMfJÖllUn
taldi tilhneigingu vera til að ráða frekar
unga og reynslulitla lögfræðinga en
eldri og reynslumeiri.
sumir þeirra sem rætt var við töldu
of marga háskóla á íslandi kenna
lögfræði og það hefði haft áhrif á
gæði kennslunnar, jafnvel svo að lög
fræðimenntunin hefði verið gengis felld.
í grein um laganám í desemberhefti
Lögmannablaðsins árið 2009 kemur m.a.
fram að sex sinnum fleiri lögfræðingar
útskrifast í noregi en á íslandi í þremur
háskólum en þeir eru 14 sinnum fleiri
en íslendingar.
síðustu fimm ár hafa að meðaltali 154
lögfræðingar útskrifast með meistara
gráðu úr lagadeildunum fjórum á íslandi
á ári og viðmælendur blaðsins töldu að
ekki væri markaður fyrir þá alla. Þar lægi
grunnur að því atvinnuleysi sem nú er.
ungir lögmenn opna stofur
síðustu ár hefur orðið algengara að
ungir lögmenn, nýkomnir með réttindi
en með litla sem enga starfsreynslu,
hafi opnað eigin lögmannsstofur. Þótt
sumir þeirra hafi haft atvinnutilboð frá
starfandi lögmannsstofum þá hefur það
orðið algengara að lögmenn hafi ekki
komist að á þeim stofum sem fyrir eru
og því ákveðið að fara í rekstur fremur
en á atvinnuleysisskrá.
Prófessor við einn háskólanna
sagðist í samtali við Lögmannablaðið
stundum fá símtöl frá fyrrum nemendum
sem leituðu til hans eftir ráðgjöf þar sem
þeir hefðu ekkert bakland. Það væri
áhyggjuefni því mikilvægt væri fyrir
nýútskrifaða lögmenn að hafa „mentor“
í faginu og aðgang að reynslu.
Þrír ungir lögmenn, sem stofnuðu
saman lögmannsstofu fyrir tveimur
árum, nýttu sér tengslanet sitt óspart til
að byrja með en þeir höfðu aðgang að
reynslumiklum lögmönnum. Reksturinn
gekk vel frá fyrsta degi enda höfðu þeir
þegar tryggt sér verkefni þegar þeir
hófu rekstur.
Lögmaður sem lauk hdl. prófi fyrr á
árinu opnaði lögmannsstofu í kjölfarið en
hann hafði verið atvinnulaus í tæp lega
eitt ár: „Að lokinni útskrift gekk ég á milli
lögmannsstofa með ferilskrána mína og
kynnti mig. Það var engin eftirspurn eftir
starfskröftum mínum en ég hafði frá
upphafi stefnt að því að verða lögmaður.
Ég fór því á hdl. námskeiðið og það var
ekki auðvelt því mig vantaði reynslu.“
Lögmaðurinn opnaði lögmannsstofu í
kjölfarið og segir það lærdómsríkt ferli,
það hafi tekið lengri tíma heldur en
hann áætlaði í upphafi og ýmislegt hafi
komið sér á óvart: „Þetta er barningur
og ákveðin spenna sem fylgir því að bera
ábyrgð á öllum pakkanum. Þótt maður sé
búinn með hdl. prófið þá er margt ólært.
Ég hef aðgang að tveimur lögmönnum
sem ég hef nýtt mér því það eru fullt
af atriðum sem maður lærir aðeins af
reynslunni, t.d. hvernig hlutirnir ganga
fyrir sig hjá dómstólum,“ sagði hann.
Lögmaðurinn sagði jafnframt að það
hefði komið sér á óvart hve langan tíma
tæki að fá greiðslu fyrir vinnu sína og
hann væri kannski að rukka tvo tíma
fyrir tíu tíma vinnu þar sem hann væri að
læra og fá reynslu sem ekki væri réttlátt
að rukka skjólstæðing fyrir. „Maður þarf
helst að hafa aðra vinnu með og góða
fyrirvinnu,“ sagði hann að lokum.
í mörg ár hefur verið rætt um að setja
skilyrði um starfsreynslu á lögmanns
stofu til að fara á hdl.námskeiðið.
Ljóst er að það gæti reynst mörgum
erfitt og sú staða komið upp að ungir
lögfræðingar fengju ekki vinnu nema
vera með hdl. réttindi og kæmust ekki
á námskeiðið þar sem þeir væru ekki
með starfsreynslu. Þeir sem væru ekki
með gott tengslanet innan stéttarinnar
yrðu þá verst settir.
framtíðin
Ef ungt fólk heldur áfram að flykkjast í
lagadeildir háskólanna fjögurra, eins og
verið hefur undanfarin ár, munu sífellt
fleiri lögfræðingar eiga erfitt með að
fá störf við hæfi. Ljóst er að íslenskur
vinnumarkaður ber ekki 150 nýja
lögfræðinga með mastersgráðu á hverju
ári og þá er ekki verið að horfa á alla
þá sem útskrifast með lægri prófgráður.
Háskóli íslands mun á næsta ári taka
lögfræðiStofur halda að Sér
höndum
Ég átti ekki í vandræðum með að
fá vinnu eftir útskrift, fékk fast
ráðningu þar sem ég starfaði í
hlutastarfi meðfram námi. Hins
vegar held ég að ástæður fyrir auknu
atvinnuleysi meðal lögfræðinga sé
í fyrsta lagi stórir útskriftarárgangar
og í öðru lagi hef ég á tilfinningunni
að lögfræðistofur og aðrir haldi að
sér höndum þessi misserin sökum
óvissuástands í þjóðfélaginu.
Nýútskrifaður lögfræðingur