Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 15
lögmannaBlaðið tBl 04/13 15 UMfJÖllUn greiða fyrir þau verkefni sem unnin eru. Það setur þá í erfiða stöðu þegar umbjóðandi fær reikning og ágreiningur rís um gjaldtökuna. svo er töluvert um mál þar sem lögmaður hefur unnið verk sín vel en vanrækir að upplýsa umbjóðandann um stöðu mála og af því verður núningur. Berast ítrekaðar kvartanir vegna sömu lögmannanna til úrskurðarnefndar? Það er vissulega fjarri því að það sé jöfn dreifing á þessum málum á milli lögmanna. Það er hins vegar varasamt að draga ályktanir af málatölunum hráum. margir lögmenn vinna fyrir fáa stóra viðskiptamenn og eiga einkum í samskiptum við ýmis konar atvinnumenn í viðskiptum. Aðrir vinna fyrir mikinn fjölda einstaklinga og sérhæfa sig jafnvel á réttarsviðum þar sem fólk er mjög auðsæranlegt. Ég tel hins vegar mikilvægt að því sé gefinn gaumur ef við sjáum mikið af málum þar sem gerðar eru raunverulegar athugasemdir við störf sama lögmanns. Einnig hlýtur það að vekja menn til umhugsunar ef áskilin þóknun þeirra er ítrekað lækkuð af nefndinni. Nú er hægt að leggja ágreiningsefni nefndarinnar fyrir dómstóla, hefur það gerst? „á síðustu árum hefur það aðeins verið gert í einu máli. Þá var niðurstaða meirihluta nefndarinnar staðfest.“ Hefur úrskurðarnefnd þurft að leggja til við innanríkisráðherra að fella niður leyfi lögmanns síðustu ár? nei. Það hefur ekki komið til þess á síðustu árum. Nú eru úrskurðir nefndarinnar birtir á heimasíðu LMFÍ, hvers vegna eru ekki birt nöfn þeirra lögmanna sem fá á sig ákúrur frá nefndinni? Ég býst við því að það sé þar sem ágreiningurinn er í eðli sínum milli tveggja aðila. ágreiningur stendur um þeirra viðskipti í einhverri mynd og vandséður tilgangur þess að birta niðurstöðu undir nöfnum. Það kemur hins vegar fram í 43. gr. siðareglnanna að úrskurðarnefndinni sé heimilt að tilgreina nafn lögmannsins við birtingu úrskurðar eða álitsgerðar ef lögmaður hafi ítrekað brotið gegn starfsskyldum sínum, ef um gróft brot er að ræða á góðum lögmannsháttum eða ef aðrir veigamiklir hagsmunir almennings eða lögmannastéttarinnar réttlæta slíkt. Þá er það úrskurðarnefndarinnar að meta hvort tilvikið uppfylli þau skilyrði að réttlæti nafngreiningu. Ertu með ráðleggingar til lögmanna hvað þeir eigi að gera til að komast hjá því að lenda með mál fyrir úrskurðarnefnd? miðað við þau mál sem við fáum til nefndarinnar er líklega besta ráðið sem unnt er að gefa lögmönnum, að rækta samskiptin við umbjóðendurna. Það gerist til dæmis með því að svara tölvupóstum og skilaboðum og halda umbjóðendum upplýstum um gang mála. Einnig að gæta þess að gera samning við umbjóðendur um hvernig staðið skuli að greiðslum svo reikningur og tímagjald komi þeim ekki á óvart. EI valborg segir fjölda mála hafa verið sveiflukenndan undanfarin ár: „málum hefur þó heldur fækkað miðað við það sem var fyrir tíu árum síðan. til dæmis bárust 41 mál til nefndarinnar árið 2003 en einungis 13 árið 2011. á öllu árinu 2012 bárust 16 mál til nefndarinnar. Þess má geta að á tíu ára tímabili, frá 2003­2012, hafa að jafnaði verið 24 mála á ári en það sem af er árinu 2013, þ.e. í byrjun desember, hafa borist 32 mál.“

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.