Lögmannablaðið - 01.12.2013, Side 22

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Side 22
22 lögmannaBlaðið tBl 04/13 Á léttUM nótUM eftir lúðvík emil kaaber hdl. erfið vörn í legorðsmáli Júrídíkóerótísk smásaga Ég var embættismaður við hirð japans­ keisara fyrr á tímum. Þrátt fyrir að ég væri ekki hátt settur var íveruherbergi mitt skammt frá íbúðarsvæði keisara­ hjónanna, eins og venja var til um embættismenn er komu utan af landi til tímabundinnar dvalar. Herbergið var stórt og afhólfað í nokkur rými, og mátti teljast hin sæmilegasta íbúð eins og hæfði stöðu minni. Ég hafði ávallt gætt allra hirðsiða í umgengni við keisaraynju, en ýtrasta formfylgni gat samt ekki leynt því, að okkur var vel til vina. mér þótti mikið koma til þekkingar hennar, smekkvísi, kímni og greindar, svo ekki sé minnst á fegurð hennar. Alltaf virtist hún einnig gleðjast er leiðum okkar bar saman. margar góðar athugasemdir höfðu flogið milli okkar innan þess ramma sem siðir settu, og höfðu aðrir einnig ánægju af viðræðum okkar og skondnum tilvitnunum í skáld og hugsuði. kvöld eitt, er fundahöldum var lokið, hafði keisari haldið til keisaraálmu hallar innar. keisaraynja, nokkrir embætt­ is menn og frúr, og ég, sátum eftir við spjall um sameiginleg hugðarefni. sum okkar fengu sér sake. Er hópurinn leystist upp gengum við tvö rólega saman til híbýla okkar, niðursokkin í samræður um líf manna, þrár þeirra og tilfinningar óháðar tímum og stöðum. í nýafstöðnu spjalli hafði einhver nefnt að forn­grikkir segðu seif yfirgoð hafa klofið hinn einkynja mann í tvennt, og eftir það séu helmingarnir sífellt að leita hvor til annars. Þessi goðsögn úr fjarlægum menningarheimi höfðaði til okkar með undarlegum mætti. Hún hefði alveg eins getað verið japönsk og um okkur. izanagi himinjöfur hefði skilið okkur að en nú hefðum við fundist. Við liðum áfram í afluktum hjúpi sterks aðdráttar, vináttu og löngunar, aðskilin frá hinum ytri heimi. Er við komum á leiðarenda stansaði hún og virtist taka ákvörðun. Hún sagði okkur vera brynjuð venjum, hefðum og siðum er fylgdu félagslegum hlutverkum. Við yrðum að sýna að við værum manneskjur, ómengaðar hið innra af leiktjöldum hins ytra. Hún horfði á mig yndislega, með þrá í augum, og felldi kimono sinn til merkis um traust til mín og sannan kvenleika án tillits til stöðu og tignar. með arma um hvort annað gengum við saman inn í íbúð mína. Við létum öll klæði falla. Ég lagðist á hvílu mína og hún á ofan. Brjóst hnigu að bringu og andlit að andliti. með áhyggjulaust bros á fögru andliti sínu færði hún sig með þokkafullri hreyfingu [ … ]* á sama andartaki var knúið dyra, nokkuð ákveðið. Var keisari þar kominn í fylgd öryggisvarða. innilegri sameiningu okkar var hastarlega og óvægilega sundrað. „Þú verður að koma þér í föt!“ kvað keisaraynja óðamála um leið og við stukkum fram úr. Hún greip flíkur sínar og skaust með þær í átt að algerlega vonlausum griðastað, um leið og ég fór að tína á mig spjarir. En enginn tími lítinn HlAUt éG ynDis Arð Af AKri MenntA oG listA. (steinn steinAr (1908-1958)) *Fjarlægt af siðgæðisnefnd LmFÍ.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.