Lögmannablaðið - 01.12.2013, Page 23

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Page 23
lögmannaBlaðið tBl 04/13 23 Á léttUM nótUM var til stefnu. keisari opnaði hurðina og gekk inn. Hann sýndi engan asa. Hann virtist fylgja þeim hætti skynsamra manna að íhuga ráð sitt áður en viðbrögð eru sýnd eða fyrirmæli veitt. í látbragði hans var ekki að finna neina ásökun í minn garð. Hann beið meðan kona hans klæddi sig. Ég reyni ekki að lýsa líðan minni. Ég var handtekinn þar í herberginu og settur í gæsluvarðhald við góðan aðbúnað, en kvalinn af að hafa glatað trausti og velvild keisara míns. Eitt af því sem ég íhugaði var sú spurning, hvern mann keisaraynja hafði að geyma. Hugsanlega var samband þeirra keisara slæmt og álit hans á eiginkonu sinni lítið, og þess vegna hefði tiltæki okkar ekki komið honum á óvart, þótt hann yrði að bregðast við því. Ég var sannfærður um að hún væri alls ekkert lítilmenni sem myndi reyna að fegra hlut sinn á minn kostnað. Ekki gat ég virt henni til lasts að hún hefði látið undan tilfinn­ ingum sínum. Ég átti sjálfur nógu erfitt með mínar. Ef ég hefði vísað henni á bug á hinu afgerandi augnabliki, þá hefði ég sært og lítillækkað konu sem ég dáði og virti, og nánast gengið á bak sjálfum mér. Það hefði verið mér þungbærara en að missa af unaði okkar, þótt lengri hefði verið. svona varð því að fara og ekki um annað að ræða en að taka afleiðingunum. Þannig var mér innanbrjósts, að mér fannst ég jafnvel maður að meiri, að slík kona vildi njóta kvenleika síns með mér. mér var ekki veittur kostur á seppuku. Það tel ég að hafi verið með ráðum gert, til að niðurlæging mín yrði sem mest. Eftir fáeina daga voru sögur um samskipti mín og keisaraynju orðnar að aðalumræðuefni fólks. menn skiptust á hækum og tönkum, sumum listilega vel kveðnum. Þær voru hafðar uppi hvarvetna þar sem fundum manna bar saman, við kalls og hlátur samkvæmt lögum mátti ég vera

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.