Lögmannablaðið - 01.12.2013, Qupperneq 30
30 lögmannaBlaðið tBl 04/13
UMfJÖllUn
gegn Bretlandi.“ Framkvæmdastjóri
Formúlu 1 kappakstursins hafði keypt
sér þjónustu fimm vændiskvenna
á einu bretti og ein þeirra var með
vídeómyndavél þannig að myndir
rötuðu á síður slúðurblaðanna í Bret
landi. mosley taldi þetta brot á friðhelgi
einkalífsins sem fallist var á. á hinn
bóginn var ekki fallist á að af 8. gr.
msE leiddi að ríki væri skylt til að hafa í
lögum ákvæði sem skylduðu blaðamenn
til þess að vara menn við birtingu á slíku
efni svo þeir gætu farið fram á lögbann
á birtingu fyrir dómstólum.
erfiðir tímar framundan hjá
mannréttindadómstól evrópu
Nú liggja mörg mál fyrir MDE, ekki satt?
jú, það bíða um 120.000 mál hjá
dómnum en voru um 160.000 þegar
verst lét. Þannig hefur náðst talsverður
árangur. meðal annars vísaði ég einn
(auðvitað með aðstoð lögfræðinga) sem
„single judge“, eins og það er kallað, um
fjögur þúsund málum frá gegn Póllandi
á árunum 2012 og 2013. Þessi gríðarlegi
málafjöldi er þó ekki eini vandinn sem
dómstóllinn glímir við þessa dagana en
hann sætir vaxandi gagnrýni fyrir að
hafa gengið alltof langt í því að skipta
sér af innanríkismálum aðildarlandanna.
Vaxandi krafa er frá ríkjunum um að virt
séu rýmri vikmörk sem kallað er (margin
of appreciation) sem og nálægðar
reglan (subsidiarity) þar sem vernd
mannréttinda eigi fyrst og fremst heima í
aðildarríkjunum sjálfum. Þá er samsetning
dómsins gagnrýnd og að þar séu ungir
og reynslulitlir dómarar. gagnrýnin er
sérstaklega frá Bretlandi en einnig hefur
heyrst að ekki hafi tekist að skipa hann
nægilega færum dómurum undanfarin
ár. margt er hæft í þessari gagnrýni og
annað ekki, eins og gengur. Þá setur
strik í reikninginn mannréttindaskrá EsB
og vald dómstóls EsB til að túlka hana.
með því er viss hætta á að það þrengi
að hlutverki mdE þegar til lengri tíma
er litið. dómstóllinn á þannig klárlega
við visst pólitískt andstreymi að stríða
og það verður hlutverk þeirra dómara
sem skipaðir hafa verið undanfarið að
finna leið til að styrkja hlutverk hans í
framtíðinni.
Hvað með íslensk mál sem komið hafa
fyrir dómstólinn?
Ég hef komið að íslenskum málum sem
hafa verið tekin fyrir hjá dómstólnum
enda er alltaf dómari frá viðkomandi
landi í hverju máli. Að vísu koma
dómarar ekki að málum á frumstigi,
þegar þau fara í það sem kallast „eins
manns dóm“ heldur eftir það. Ég var
meira að segja í tveimur íslenskum
málum áður en ég byrjaði störf mín
hjá mdE, sem Ad Hoc dómari, í málum
Péturs Þórs sigurðssonar og kjartans
ásmundssonar.
síðan hafa verið nokkur íslensk mál,
mismunandi mikilvæg, en ég get nefnt
mál söru Lindar Eggertsdóttur sem var
skaðabótamál gegn ríkinu og leiddi til
breytinga á ákvæðum laga um hlutverk
læknaráðs í slíkum málum.
síðan var mál Varðar ólafssonar
gegn íslandi. Það fjallar um neikvætt
félagafrelsi og var talið að þau ákvæði laga
um iðnaðarmálagjald væru í andstöðu
við 11. gr. mannréttindasáttmálans.
dómar í málum tveggja blaðamanna
frá júlí 2012 vöktu síðan talsvert mikla
athygli en þau fjölluðu um brot á 10.gr
sáttmálans um tjáningarfrelsið eins og
margir þekkja. nokkuð þótti skorta á
að Hæstiréttur íslands annars vegar og
héraðdómur hins vegar hefðu í málum
gætt þeirra sjónarmiða sem fram koma í
dómaframkvæmd mdE um túlkun 10. gr.
vernd mannréttinda á íslandi
með því besta sem gerist
Þurfa íslensk stjórnvöld eða dómstólar
á Íslandi að beina sjónum sínum að
einhverju sérstöku þegar kemur að
sáttmálanum?
nei, ég held ekki, þótt auðvitað
almenn vitneskja þeirra og kunnátta
í sáttmálanum og dómaframkvæmd
mdE mætti stundum vera meiri. Þar er
auðvitað líka við lögmannastéttina að
sakast, því það er mikilvægt hlutverk
lögmanna í réttarríki að leggja upp
í hendur dómstóla röksemdir sem
sækja í réttindi sem sáttmálinn tryggir
og dómaframkvæmd mdE. á hinn
bóginn, sé ísland borið saman við
önnur lönd, er vernd mannréttinda
á íslandi með því besta sem gerist í
heiminum. Breytir engu þótt slegið sé
á puttana á íslenskum dómstólum í
einstökum málum. á íslandi eru engin
stórvægileg eða kerfislæg vandamál
varðandi mannréttindi, þótt auðvitað
megi endalaust fínstilla ákveðna þætti.
Vilji til að vernda mannréttindi á íslandi
endurspeglast m.a. í þeirri staðreynd
að ísland er bundið af sáttmálanum
og íslenska ríkið hefur tekið á sig
skuldbindingu að þjóðarétti til að
framfylgja honum, sem og framfylgja
dómum dómstólsins sem falla gegn
íslenska ríkinu.
sterk samnorræn lagahefð
Nú ert þú nýráðinn prófessor við
lagadeild Kaupmannahafnarháskóla,
hvernig leggst það í þig?
mjög vel. Þessi prófessorstaða er með
áherslu á alþjóðleg mannréttindi og
það verður gaman að fara kenna við
lagadeild skólans þar sem íslenskir
lögfræðingar stúderuðu um aldir og
allt til ársins 1908 þegar Lagaskólinn
var stofnaður og margir eftir það í