Lögmannablaðið - 01.12.2013, Side 31

Lögmannablaðið - 01.12.2013, Side 31
lögmannaBlaðið tBl 04/13 31 UfJÖllUn framhaldsnámi. Þessi lagadeild gegnir mikilvægu hlutverki í sögu íslands eins og danmerkur og tengslin hafa alltaf verið sterk. Lögfræðingar af minni kynslóð, og ég tala nú ekki um þeir sem eru eldri en ég, lásu mikið danskar kennslubækur og þeir fræðimenn sem þær skrifuðu eru nafntogaðir meðal íslenskra lögfræðinga, ekkert síður en danskra. Réttarkerfið er náskylt og við höfum vegna sögulegra tengsla við dani tekið upp fyrirmyndir þaðan sem og frá noregi og svíþjóð, eins og allir lögfræðingar þekkja. Það er mjög sterk samnorræn lagahefð og þess vegna má segja að maður ætti að passa ágætlega inn. Þess má og geta að innan lagadeildar kaupmannahafnarháskóla er síðan starfrækt stofnun sem heitir icourts, sem sérhæfir sig í rannsóknum á alþjóðlegum dómstólum frá ýmsum sjónarhornum. Þarna er fólk með mismunandi bak­ grunn; lögfærði, sagnfræði, stjórn­ málafræði, félagsfræði og í fleiri greinum. Ég taldi að það myndi passa vel fyrir mig að starfa í slíku umhverfi og hlakka til að takast á við það. Ég mun dvelja talsvert í kaupmannahöfn en nálægðin er meiri við ísland en áður og ég reikna með því að vera talsvert mikið meira hér á íslandi heldur en ég hef verið síðustu ár. veikleikar íslenskra stjórnmála Þú fylgdist úr fjarlægð með efna hags­ hruninu og atburðum sem fylgdu í kjölfarið. Hvernig kom þér þetta fyrir sjónir. ísland var mikið í umræðunni í kjölfar hrunsins og kannski áhugaverðara að segja frá því hvernig þetta koma ýmsum kollegum mínum fyrir sjónir. mörg málanna vöktu athygli þarna úti. Vil ég þar sérstaklega nefna Landsdómsmálið og stjórnarskrármálið. Ýmsir erlendir viðmælendur mínir voru forvitnir um Landsdómsmálið. Þótti mörgum sem til fyrirmyndar væri að pólitískir leiðtogar yrðu með þessum hætti dregnir til ábyrgðrar fyrir störf sín. Þegar kom að því að skýra út fyrir mönnum hvers vegna aðeins einn maður var ákærður, sem og að hann hefði á endanum verið fundinn sekur um að halda ekki fundi, setti þá hljóða. Þótti mönnum sem eftirtekjan eftir þessa miklu vegferð hafi verið rýrari en stefnt var að í upphafi. Ég held að þeir hafi fljótlega gert sér grein fyrir að málatilbúnaður sá allur af hálfu meirihluta þingsins gæti seint orðið öðrum ríkjum fyrirmynd um opna, ábyrga og lýðræðislega stjórnarhætti. sama á við um stjórnarskrármálið en margir kollegar lofuðu framtakið um að kjósa stjórnlagaþing og þótti það áhugaverð lýðræðisleg tilraun. Þegar fréttir bárust af ógildingu kosninganna og viðbrögðum ríkisstjórnarinnar runnu á menn tvær grímur. Eftir því sem ferlið lengdist varð mönnum aftur ljóst að fyrirmyndir um hvernig standa ætti að heildarendurskoðun stjórnarskrár í þróuðu réttarríki yrðu ekki sóttar til íslands, a.m.k. ekki í bili. Vonandi tekst mönnum að finna því máli betri farveg þannig að æskilegar breytingar á stjórnarskránni verði gerðar í meiri pólitískri sátt. Eitt enn vil ég nefna sem einnig vakti athygli en það var hvernig forseti lýðveldisins beitti synjunarvaldi sínu í iCEsAVE málinu. Þótti mönnum einkennilegt að verið væri að semja við ríkisstjórn sem forsetinn gerði í tvígang afturreka með erindi sín, jafnvel þótt sú ríkisstjórn hefði lýðræðislega kjörinn löggjafa á bak við sig. Haft var á orði að menn hefðu betra við tímann að gera en að semja við ríkisstjórn sem ekki hefði umboð til samningagerðar. Ég undrast mest að stjórnmálastéttin hafi látið þessa framgöngu forsetans yfir sig ganga, með því að hafa ýmist stutt forsetann eða gagnrýnt fyrir beitingu synjunarvaldsins, allt eftir pólitískum skammtímahagsmunum hverju sinni, í stað þess að einbeita sér að því að setja um þetta eitthvert skynsamlegt regluverk. Frá stjórnskipulegu sjónarmiði getur þetta fyrirkomulag seint orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Legg ég þó engan dóm á það að öðru leyti hvort þessi samningar voru góðir eða slæmir. Auðvitað verður samt að horfa á þessi mál í ljósi þess að það varð mjög alvarlegt efnahagshrun með með fylgjandi kreppu í stjórnmálum. En á margan hátt hafa þessi mál líka endurspeglað veikleika íslenskra stjórnmála. Hefur lögfræðingastéttin staðið vaktina í þessum málum? Það vantar nokkuð upp á það að íslenskir lögfræðingar, þ.m.t. fræði­ menn í háskólum landins, blandi sér í þjóðmálaumræðuna og beiti til þess lögfræðilegum rökum. Það er frekar undantekning að málsmetandi lögfræðingar geri það með gagnrýnum hætti. í þessu litla íslenska samfélagi liggja hagsmunaþræðirnir víða í fjölskyldu­ vináttu­ og stjórnmálatengslum. menn veigra sér við að standa fyrir gagnrýnni og opinni umræðu sem byggð er á fræðilegri sérþekkingu. menn eru umsvifalaust dregnir í pólitíska dilka og tortyggðir sem pólitískir andstæðingar eða hlaupatíkur einstakra stjórnmálafla, þótt þeim gangi ekkert annað til en að leggja til umræðunnar á ábyrgan og málefnalegan hátt. Þetta er miður. Eitthvað að lokum? Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem ég fékk til að starfa hjá mannréttindadómstól Evrópu, sem þrátt fyrir efasemdir og gagnrýni margra, er einstök stofnun á heimsvísu. Þetta hefur verið sérlega áhugavert og gefandi. Ég er líka þakklátur fyrir tækifærið sem ég hef fengið til að vinna úr þessari einstöku reynslu í kennslu og fræðistörfum við lagadeild Háskólans í kaupmannahöfn. Ég óska eftirmanni mínum Róbert R. spanó velfarnaðar í þessu mikilvæga starfi. Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.