Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 2
Sviku út 40 milljónir Sem hurfu SporlauSt 2 Fréttir 15 ára sak- felldur fyrir fjölmörg brot Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt ungan og ólögráða dreng fyrir fimm hegningarlagabrot sem hann framdi á tímabilinu frá nóvember 2011 til apríl á þessu ári. Pilturinn, sem var fimmtán ára þegar hann framdi brotin, var meðal annars ákærður fyrir að kýla mann nokkrum sinnum í andlitið og sparka í höfuð hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir tvær aðrar líkamsárásir. Pilturinn var einnig ákærður fyrir að brjót- ast inn í söluturn og stela þaðan sígarettum og stela kókdós og tveimur ilmvötnum úr Hagkaup- um í Smáralind. Ákæruliðirnir voru fimm talsins. Drengurinn játaði sök þegar málið var þingfest. Kvaðst hann hafa verið á meðferðarheimili síð- ustu mánuði og gengið vel. Þá kvaðst hann sjá eftir brotum sínum. Með hliðsjón af játningu drengs- ins og með tilliti til ungs aldurs hans þegar hann framdi brotin var ákvörðun refsingar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð. Yfir hundrað eiga von á sekt Brot 104 ökumanna voru mynduð á Álftanesvegi á mánudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álftanesveg í vesturátt, við Gálga- hraunsveg. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 229 ökutæki þessa akstursleið og því ók næst- um helmingur ökumanna, eða 45 prósent, of hratt eða yfir afskipta- hraða. Meðalhraði hinna brot- legu var 67 kílómetrar á klukku- stund en þarna er 50 kílómetra hámarks hraði. Fimm óku á 80 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 89 kíló- metra hraða. Samkvæmt sektar- reikni sem er aðgengilegur á vef Umferðar stofu má sá eiga von á 40 þúsund króna sekt og þremur refsipunktum í ökuferilskrá. Vöktun lögreglunnar á Álftanesvegi er liður í umferðar- eftirliti hennar á höfuðborgar- svæðinu, en ábendingar höfðu borist um hraðakstur á þessum stað að því er fram kemur í til- kynningu frá lögreglu. Lætur eftir sig uppkominn son Maðurinn sem fannst látinn í fjörunni neðan við Ægisgötu í Reykjanesbæ að morgni síð- astliðins föstudags hét Jaroslaw Olejniczko. Hann var pólskur, 42 ára að aldri og búsettur í Reykjanesbæ. Jaroslaw læt- ur eftir sig uppkominn son og aldraða móður. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna málsins kemur fram að ættingjum mannsins hafi verið tilkynnt um andlát hans. A llir sakborningar í um- fangsmiklu fjársvikamáli sem talið er tengjast Hells Angels fóru ýmist fram á sýknu, vægustu mögu- legu refsingu eða refsilausan dóm fyrir Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Þar kláraðist aðalmeð- ferð málsins sem snýst um um- fangsmikil fjársvik úr Íbúðalána- sjóði árið 2009. Svikin námu vel á fimmta tug milljóna og er ekki enn búið að finna peningana. Um- fangsmiklar lögregluaðgerðir og rannsóknir voru framkvæmdar í tilraunum yfirvalda til að upplýsa svikin en það liðu tæp þrjú ár frá því að brotin voru framin þangað til málið var tekið fyrir í héraðs- dómi. Enginn græddi neitt Einn sakborninganna, Helgi Ragnar Guðmundsson, var ekki ákærður í upphaflegu ákærunni í málinu. Hann var ákærður eftir að málið var þing- fest en þá voru aðrir sakborningar til- búnir að bera vitni um aðkomu hans að málinu. Rannsóknin snýr að því að hann sé eins konar höfuðpaur í málinu eða sá sem skipulagði að ein- hverju leyti verknaðinn. Fram kom þó í vitnaleiðslum að ónafngreindir aðilar, hátt settir innan fíkniefna- heimsins á Íslandi, hefðu þvingað í það minnsta einhverja til að taka þátt í fjársvikunum. Helgi Ragnar var ekki sá sem framkvæmdi verknaðinn, það voru þeir Jens Tryggvi Jensson og Vil- hjálmur Símon Hjartarson. Flestir sakborninganna játuðu einhvern þátt í málinu en enginn sagðist hafa auðgast á brotunum. Þeir hafi aðeins lánað bankareikn- inga sína, verið að gera vinum sínum greiða eða verið þvingaðir til að taka þátt í brotunum sem um ræðir. Skoðuðu flettingar í Creditinfo Meðal þeirra leiða sem lögreglan notaði til að upplýsa málið var að fara í gegnum upplýsingar um flettingar í gagnagrunni Creditinfo, sem heldur utan um fyrirtækjaskrá, veðbandayfirlit og aðrar upplýs- ingar. Hægt var að tengja umfangs- miklar flettingar við Helga Rafnar en staðsetning síma hans á meðan uppflettingarnar áttu sér stað var einnig notuð til að tengja hann við þær. Talið er að skipuleggjandi svik- anna hafa notað gagnagrunninn til að finna fyrirtæki sem áttu veðlaus- ar eignir sem hægt væri að selja út úr félögunum með tiltölulega auð- veldum hætti. Einnig er talið að undirskriftir sem notaðar voru til fölsunar hafi verið fengnar úr stofnskjölum og breytingarskjölum fyrirtækjanna 1. maí 2009 Vilhjálmur Símon gerður að meðstjórn­ anda í félaginu Saffran ehf. Lögheimili Saffran ehf. fært á þá­ verandi heimili Vilhjálms Símonar. Vilhjálmur Símon gerður prókúruhafi og fram­ kvæmdastjóri félagsins. Samþykktum félagsins breytt svo þær stemmi við nýtt lög­ heimili þess. 1. júní 2009 Jens Tryggvi gerður að stjórnar­ formanni Guðmundar Kristinssonar ehf. Lögheimili Guðmundar Kristinssonar ehf. fært á þá­ verandi heimili Jens Tryggva. Jens Tryggvi gerður að prókúruhafa félagsins. Samþykktum félagsins breytt svo þær stemmi við nýtt lög­ heimili þess. 5. júní 2009 Undirritaður kaupsamningur vegna fasteign­ ar að Vatnsstíg 3 í Reykjavík, sem var í eigu Saffran ehf., lagður fram til þinglýsingar. Samningurinn dagsettur 4. júní. Verðbréf frá Íbúðalánasjóði að upphæð 20 milljóna króna, tryggt með 1. veðrétti í fasteigninni að Vatnsstíg lagt fram hjá sýslumanni. 8. júní 2009 Sýslumaðurinn í Reykjavík þinglýsir kaup­ samningnum og verðbréfi frá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóð­ ur leggur 19.799 þúsund krónur inn á reikning Saffran ehf. 9. júní 2009 Vilhjálmur Símon tekur úr andvirði lánsins frá Íbúðalána­ sjóði, þar af 1,5 milljónir í peningum, og millifærði 8,4 milljónir á bankareikning Hans Aðalsteins og Jens Tryggva. Millifærði einnig 9.899 þúsund krónur inn á eigin reikninga í þremur mismunandi bönkum. 1. júlí 2009 Undirritaður kaupsamn­ ingur vegna fasteignar að Grettisgötu 6 í Reykjavík, sem var í eigu Guðmundar Kristinssonar ehf., lagð­ ur fram til þinglýsingar. Samningurinn dagsettur 29. júní 2009. Verðbréf frá Íbúðalánasjóði að upphæð 20 milljóna króna, tryggt með 1. veðrétti í fasteigninni að Grettisgötu lagt fram hjá sýslumanni. 2. júlí 2009 Sýslumaðurinn í Reykjavík þinglýsir kaup­ samningnum og verðbréfi frá Íbúðalánasjóði. Íbúðalánasjóð­ ur leggur 19.800 þúsund krónur inn á reikning Guðmundar Kristinssonar ehf. 3. júlí 2009 Jens Tryggvi tekur út 31,8 milljónir króna út af bankareikningi félagsins, sem er andvirði lánsins frá Íbúðalánasjóði auk fjármuna sem fyrir voru á reikningnum. Rúmar 4,5 milljónir enduðu á hans eigin bankareikningi. Afganginn lagði hann inn á bankareikninga Hans Aðalsteins og Jóns Ólafs. Svona var atburðarás svikanna Maí Júní Júlí n Allir sakborningar vilja sýknu eða lægstu mögulegu refsingu n Peningarnir ófundnir 17. október 2012 Miðvikudagur Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Tengjast Hells Angels Fjársvikin eru sögð tengjast Hells Angels en þeir sem ákærðir eru tengjast með einum eða öðrum hætti mótor­ hjólaklúbbnum Fáfni, sem fljótlega eftir svikin fékk inngöngu í Hells Angels. „Lögmennirnir töl- uðu um að skjól- stæðingar sínir væru ein- faldir og að einfeldni væri ekki ólögleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.