Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 6
Þjóðhátíðarnauðganir upplýstar n Myndbirting skilaði engum niðurstöðum B úið er að upplýsa öll þrjú nauðgunarmálin sem komu upp á Þjóðhátíð í Vest­ mannaeyjum um síðastliðna verslunarmannahelgi. Grunur féll á ákveðinn mann þegar hann var tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu á mánudag og segir lögregla að mál­ in séu nú upplýst. Lögregla fékk ekki aðgang að gögnum símafyr­ irtækja, en hún hafði óskað eftir því að fá upplýsingar frá Síman­ um varðandi 10 mínútna tímabil yfir nóttina. Málið fór fyrir héraðs­ dóm og Hæstarétt, en á báðum dómstigum var því hafnað að þessi gögn yrðu opinberuð. Þorgrímur Óli Sigurðsson, rannsóknarlögreglumaður á Sel­ fossi, segir að þetta hafi tafið fyrir rannsókn málsins. „Hugsanlega hefðum við getað fundið þetta út frá símanum,“ segir hann. Lögregla hafði áður sent frá sér mynd og biðlaði til almennings að láta vita ef einhver kannaðist við mann sem sást óljóst á myndinni. Myndin skilaði að sögn litlu og það var helst vinna rannsóknarlögreglu­ þjóna sem varð til þess að hægt var að ljúka rannsókninni. „Það voru í raun bara rann­ sóknarlögreglumennirnir sem voru að vinna í málinu, þegar þeir voru búnir að kanna ýmis atriði, lesa út úr yfirheyrslum og öðru þá komu upp atriði sem þeir vildu kanna betur og það leiddi til þess að þeir fundu þennan mann og hann var yfirheyrður,“ segir Þorgrímur Óli í samtali við Vísi á þriðjudag. „Það var sem sagt bara vinna lögreglu­ mannanna sem leiddi til þessa, af því að við fengum ekki ábendingu frá neinum í tengslum við mynd­ birtinguna.“ Þrátt fyrir ítrekaðar til­ raunir náði DV ekki tali af Þorgrími á þriðjudag. n 6 Fréttir 17. október 2012 Miðvikudagur Fangelsi fyrir fíkniefnabrot: Tæp milljón gerð upptæk Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni tæp 290 grömm af am­ fetamíni sem lögreglumenn fundu við leit á heimili manns­ ins í Hafnarfirði þann 3. febrúar á þessu ári. Við húsleitina lagði lög­ regla einnig hald á talsvert magn af fjármunum sem grunur lék á að tengdust fíkniefnasölu, eða tæpa 1,4 milljónir króna. Maður­ inn mótmælti hluta af upptöku­ kröfu ákæruvaldsins en samþykkti upptöku á 900 þúsund krón­ um. Annað fé sem fundist hefði á heimili hans hefði ekki tengst fíkniefnasölu. Maðurinn játaði sök í málinu en við húsleitina fundust einnig 2 millilítrar af testósterón­stungu­ lyfi, 23 haglabyssuskot og tvær grammavogir. Var hann dæmdur til að sæta upptöku á öllu fram­ angreindu auk amfetamínsins og peninganna. Eva Joly snýr aftur Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara í rann­ sókn bankahrunsins hér á landi, er væntanleg til lands­ ins. Á föstudag mun hún halda fyrirlestur í Silfurbergi í Hörpu í boði Samtaka fjárfesta og við­ skiptafræðideildar Háskóla Ís­ lands um kreppuna í banka­ og fjármálaheiminum. Eva Joly hætti störfum fyrir sérstakan saksóknara í október 2010 en hún var sem kunnugt er einnig frambjóðandi í frönsku forseta­ kosningunum fyrr á þessu ári. Auk starfa sinna sem þingmað­ ur á Evrópuþinginu er Eva Joly nú í forsvari fyrir nefnd á veg­ um Sameinuðu þjóðanna sem veitir stjórnvöldum í Afganistan ráðgjöf um uppbyggingu lýð­ ræðislegra stofnana. Fangelsi fyrir að skalla mann Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á þriðjudag 26 ára karlmann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á annan mann og skalla hann í and­ litið. Atvikið átti sér stað þann 22. janúar síðastliðinn en fórnarlamb árásarinnar hlaut opið sár við auga­ brún og þurfti að sauma í hann sjö spor. Fórnarlamb árásarinnar krafðist þess að ákærði greiddi honum rúm­ ar 800 þúsund krónur í skaðabætur og útlagðan kostnað eftir árásina. Héraðsdómur féllst á að hann fengi rúmar 400 þúsund krónur í bætur. Árásarmaðurinn játaði brot sitt en honum hefur sjö sinnum verið gerð refsing frá árinu 2004, meðal annars vegna ofbeldisbrota. Með brotinu rauf hann skilorð og þótti dómara ekki fært að skilorðsbinda fangels­ isdóminn. AfskrifA meirA en milljArð hjá jAkobi n Félag bolvíska útgerðarmannsins átti 10 prósent í Stími E ignarhaldsfélag í eigu bol­ víska útgerðarmannsins Jak­ obs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingvarssonar hefur verið tekið til gjaldþrota­ skipta vegna skulda félagsins. Fé­ lagið heitir Ofjarl ehf. og keypti 10 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Stími síðla árs 2007. Stím keypti sem kunnugt er hlutabréf í FL Group og Glitni fyrir um 25 milljarða króna með lánveitingum frá Glitni í nóv­ ember 2007. Skiptastjóri félagsins er Jóhannes Árnason hdl. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðs­ dómi Reykjavíkur þann 3. október síðastliðinn. Stím sjálft varð gjaldþrota þann 25. maí 2012. Auk þess að eiga 10 pró­ senta hlut í Stími í gegnum Ofjarl áttu þeir Jakob Valgeir og Ástmar hvor um sig 2,5 prósenta hlut í félaginu sem skráður var á þá persónulega. Krafa frá Landsbankanum Landsbankinn bað um að Ofjarl yrði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem félagið var í ábyrgðum vegna skulda dótturfélags síns Gafls ehf. Ábyrgðirnar námu 1.600 milljón­ um króna. Orðrétt segir um þetta í ársreikningi Ofjarls fyrir árið 2011: „Einnig er félagið í ábyrgð fyr­ ir skuldum tengds félags sem nam um 1.600 millj. kr. í lok árs 2011.“ Ábyrgðin var vegna láns í sviss­ neskum frönkum sem Gafl tók árið 2008 til hlutabréfakaupa. Upphaf­ lega var lánið rúmlega 860 milljón­ ir króna en stóð í nærri 1.200 millj­ ónum í lok árs 2008. Verðmætar eignir Gafl fjárfesti meðal annars í hluta­ bréfum í fasteignafélaginu Sýr ehf. en það félag er einnig í eigu Jakobs Val­ geirs og Ástmars Ingvarssonar. Sýr gerði samning við kaupleigufyrirtæk­ ið Lýsingu árið 2006 um kaup á fast­ eignum af fyrirtækinu fyrir á þriðja milljarð króna. Um var að ræða fast­ eignir á Grensásvegi, Ármúla, Síðu­ múla og Köllunarklettsvegi. Jakob Valgeir segir aðspurður að ágreiningur Sýrs við Lýsingu um þessar fasteignir sé kominn til kasta dómstóla. Lýsing vill leysa fasteign­ irnar til sín á þeim forsendum að Sýr hafi brotið kaupleigusamningana við Lýsingu. Fasteignirnar voru metnar á 2,4 milljarða króna í árslok 2010. Tapaði rúmum 330 milljónum Í ársreikningi Ofjarls fyrir árið 2011 kemur fram að félagið hafi verið með neikvætt eigið fé upp á 106 milljónir króna í lok síðasta árs. Þá tapaði fé­ lagið rúmlega 330 milljónum króna á árunum 2009 til 2011. Helsta eign félagsins er fasteign á Laugavegi 85 sem metin er á rúmlega 65,5 milljónir króna í ársreikningi fé­ lagsins en heildarverðmæti eigna fé­ lagsins er tæplega 72 milljónir króna. Jóhannes Árnason segir að fasteign­ in á Laugaveginum muni verða yfir­ tekin af kröfuhöfum félagsins í skipt­ um félagsins en að afskrifa þurfi aðrar kröfur sem verði útistandandi þar sem eignir félagsins dugi ekki fyrir skuldbindingum þess. Fasteign­ in hýsir tískuvöruverslunina Calvi. Svo virðist sem Ofjarl hafi upphaf­ lega verið stofnað til að stunda kaup og rekstur fasteigna en svo fór félagið út í stórfelld hlutabréfaviðskipti með bréf í Stími. Jakob Valgeir segir að starfsemi Ofjarls hafi ekki gengið út á annað en eignarhald á umræddri fast­ eign og svo hlutabréf í Stími. „Jú, þetta er bara klippt og skorið: Það er fasteignin á Laugavegi og svo Stímbréf.“ Hann segir að gjaldþrot Ofjarls hafi engin áhrif á starfsemi Sýrs ehf. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Einnig er félagið í ábyrgð fyrir skuld- um tengds félags sem nam um 1.600 millj. kr. í lok árs 2011. Þrjár kærur vegna nauðgana Öll málin hafa verið upplýst segir Þorgrímur Óli. Átti fasteign og Stímsbréf Félagið Ofjarl keypti fasteign á Laugavegi og hlutabréf í Stími á árunum fyrir hrunið 2008. Félagið er í ábyrgðum fyrir skuldbinding- um upp á 1.600 milljónir en á eignir fyrir um 70. Jakob Valgeir Flosason var annar af eigendum Ofjarls. Mynd haLLdór SVeinbjörnSSon/bb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.