Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 19
Setur pressu á Rooney n Gary Neville segir að Wayne Rooney þurfi að aðlagast W ayne Rooney, leikmað- ur Manchester United og enska landsliðsins, þarf að „enduruppgötva sjálfan sig“ ef hann ætlar að spila í fremstu röð næsta áratuginn. Þetta segir Gary Neville sem lék um árabil með Rooney hjá United og er nú í þjálf- arateymi enska landsliðsins. Tíu ár eru liðin síðan Wayne Rooney kom eins og stormsveipur inn í ensku knattspyrnuna með Everton. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og Rooney verið einn albesti leik- maður deildarinnar undanfarin ár. Hann lék sinn 78. landsleik fyrir England þegar liðið mætti því pólska í undankeppni HM á þriðjudag. „Þegar þú ert 26 ára þarftu að standa í þeirri trú að þú eigir nóg eft- ir. Þú getur ekki hugsað að bestu árin séu liðin þegar þú ert 26 ára. Hann þarf að skora á sjálfan sig og finna nýja áskorun,“ segir Neville og bend- ir á liðsfélaga Rooney hjá United, þá Paul Scholes og Ryan Giggs, sem gott dæmi um leikmenn sem hafa gert það. „Giggs hefur farið úr því að vera hraður vængmaður yfir í að spila á miðri miðjunni. Scholes var sókndjarfur miðjumaður sem skor- aði fullt af mörkum en núna er hann aftar á vellinum og stjórnar spilinu.“ Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, vill að Rooney færi sig aftar á völlinn og taki að sér leik- stjórnandahlutverk enska liðsins. „Þú þarft að aðlagast. Rooney er enn framherji en hann þarf að aðlagast breyttum aðstæðum á næstu árum til að falla í flokk með Giggs og Scholes. Hann er frábær leikmaður og bestur þegar hann spilar eins og götustrákur og berst um alla bolta um allan völl. Hann virkar í mjög góðu formi og ég tel að hann sé reiðubúinn fyrir næstu áskorun,“ sagði Neville í samtali við BBC 5 fyrir leik Englands og Pól- lands. n Schalke leitar að arftaka Huntelaar Forráðamenn þýska úrvals- deildarfélagsins Schalke eru þegar farnir að leita að arftaka markamaskínunnar Klaas Jan Huntelaar. Samningur þessa 29 ára Hollendings rennur út næsta sumar en forsvarsmenn Schalke hafa enn ekki gefið upp alla von á að leikmaðurinn framlengi samn- ing sinn. „Það er enn von,“ segir Horst Heldt, framkvæmdastjóri Schalke. „Hann hefur enn ekki framlengt samning sinn en við vonum að hann geri það. Við bú- umst samt við því versta og erum farnir að horfa í kringum okkur,“ segir Heldt en Huntelaar hefur skorað 67 mörk í 100 leikjum fyrir Schalke. Ancelotti vill fá De Rossi Carlo Ancelotti, stjóri Paris Saint Germain, er hefur mikinn áhuga á að landa Daniele De Rossi, leik- manni Roma. De Rossi, sem er orðinn 29 ára, hefur verið orðað- ur við fjölmörg félög undanfarin misseri, meðal annars Manchester City og Real Madrid, en ávallt verið trúr sínu uppeldisfélagi. De Rossi ku hins vegar vera óhress með stöðu sína hjá Roma og var til að mynda geymdur á tréverkinu í síðasta leik félagsins í deildinni. „De Rossi er frábær leikmaður. Það kom á óvart að hann skyldi ekki spila síðasta leik en hann er góður leikmaður og því skiljanlegt að félag eins og PSG vilji fá hann,“ segir Ancelotti um landa sinn. Wilshere með gegn Chelsea Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, mun taka þátt í æfingaleik á milli Arsenal og Chelsea sem fram fer fyrir luktum dyrum í dag, mið- vikudag. Wilshere spilaði síðast fyrir aðallið Arsenal í maí 2011 en hann hefur glímt við erfið meiðsli í hné og ökkla undanfarið ár. Hann lék á dögunum með U21 liði Arsenal í leikjum gegn West Brom og Reading en forsvars- menn Arsenal vonast til þess að hann muni spila í að minnsta kosti 75 mínútur í leiknum í dag. Auk Wilshere munu Bacary Sagna og Emmanuel Frimpong taka þátt í leiknum. Fyrirliði Wayne Rooney bar fyrirliðabandið þegar Englendingar rúlluðu yfir San Marino á föstudag. MyNd ReuteRs Þ etta leggst bara vel í okkur. Þetta verða tveir erfiðir leikir og Úkraína er með hörkugott lið eins og við. Þetta verður bara jafnt og spennandi held ég,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Framundan eru tveir mikilvægir leikir hjá liðinu gegn Úkra- ínu í umspili um sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári. Fyrri leik- urinn fer fram í Úkraínu á laugardag en síðari leikurinn fer fram á Laugar- dalsvelli fimmtudaginn 25. október. Íslenska liðið heldur til Úkraínu í dag, miðvikudag. skoðar upptökur Tólf ár eru síðan Ísland og Úkraína mættust síðast í landsleik í kvennaknattspyrnu en alls hafa liðin mæst fjórum sinnum. Ísland sigraði þegar þessi lið mættust árið 1997, liðin gerðu jafntefli árið 1999 en Úkra- ína vann árið 1998 og aftur árið 2000. Sigurður segist hafa skoðað úkra- ínska liðið vel og veit hvar styrkleik- ar þess og veikleikar liggja. „Við höf- um reynt að kynna okkur liðið vel. Við höfum skoðað nokkra diska með upptökum af þeim og spurst fyrir hjá öðrum landsliðsþjálfurum sem hafa mætt þeim nýlega,“ segir Sigurður og bætir við að úkraínska liðið sé tækni- lega gott og haldi boltanum vel. „Þær eru með mjög góða leikmenn fram á við og mikinn markaskorara fremst á miðjunni sem getur líka spilað frammi,“ segir Sigurður sem á þar við hina 26 ára Darynu Apanaschenko sem hefur skorað sjö mörk í síðustu átta landsleikjum. „Hún var marka- hæst fyrir þær í þessari undankeppni og í síðustu undankeppnum hefur hún skorað mikið.“ Úkraína lék í fimmta riðli í undankeppninni og hafnaði þar í öðru sæti á eftir Finnum. Með þeim í riðli voru Hvíta-Rússland, Slóvakía og Eistland auk Finna. Það vekur óneit- anlega athygli að Úkraína vann alla leiki sína á útivelli í riðlinum en þeim gekk ekki jafn vel á heimavelli þar sem liðið tapaði fyrir Finnum og Hvít- Rússum ásamt því að gera jafntefli við Slóvakíu. svipaður uppgangur Talsverður uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnunni í Úkraínu og má segja að svipaður uppgangur hafi verið hjá úkraínska liðinu og því ís- lenska. Bæði lið komust í fyrsta skipti á stórmót á EM í Finnlandi árið 2009 en líkt og íslenska liðið komst það úkraínska ekki upp úr sínum riðli. Þær unnu gestgjafa Finna á mótinu en töpuðu hinum leikjum sínum og sátu eftir í riðlinum. Þá unnu þær riðilinn sinn í undankeppni HM en komust ekki á lokamótið eftir að hafa tapað fyrir Danmörku og Noregi. „Þannig að þetta er hörkulið,“ segir Sigurður en úkraínska liðið er í 23. sæti á styrk- leikalista FIFA en íslenska liðið er í 16. sæti. Kakó og teppi Íslenska liðið hefur nú haft góðan tíma til að undirbúa sig fyrir leikina en síðasti leikur liðsins var tapleik- urinn gegn Noregi á útivelli þann 19. september síðastliðinn í lokaleik rið- ilsins. Með tapinu varð ljóst að Ísland þyrfti að fara í umspil og segir Sigurð- ur að stelpurnar séu klárar í slaginn og engin meiðsli séu að plaga liðið. „Þær eru allar heilar og í fínu standi og hlakka mikið til verkefnisins. Margrét Lára er búin að vera að spila undan- farið með sínu félagsliði þannig að það er mjög jákvætt fyrir okkur,“ segir Sigurður. Sigurður vill lítið gefa upp um hvernig hann mun leggja leikinn í Úkraínu upp. „Við tökum bara einn leik fyrir í einu og auðvitað reynum við bara að spila okkar besta leik. Við sjáum svo til á hverju við þurfum að halda í heimaleiknum. Það er sterkara að eiga seinni leikinn heima því þá vit- um við nákvæmlega hvað við þurfum að gera. Ef við förum í framlengingu þá er kostur að það er á heimavelli. Maður veit ekkert fyrir fram hvort það mun skipta mestu máli að hafa haldið hreinu eða skorað á útivelli. Við renn- um svolítið blint í sjóinn því það er langt síðan við mættum þeim síðast.“ Sigurður segir að það sé gríðar- lega mikilvægt að fá góðan stuðn- ing frá áhorfendum þegar kemur að seinni leiknum. „Það er vonandi að fólk komi á völlinn og styðji við bakið á okkar liði. Þetta verð- ur alltaf úrslitaleikur sama hvernig fyrri leikurinn fer. Þetta verður bara spennandi og það eru ekki oft svona úrslitaleikir á Íslandi. Fólk tekur bara með sér kakó og teppi og býr sig und- ir íslenskt veður,“ segir Sigurður léttur í bragði að lokum. n „Þetta er hörkulið“ n Ísland mætir Úkraínu á laugardag í umspili um sæti á EM n Liðið klárt í slaginn„Þær eru allar heilar og í fínu standi og hlakka mikið til verkefnisins. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Vel undirbúinn Sigurður er búinn að undirbúa sig vel fyrir leikina. Skoða upptök- ur og ræða við landsliðsþjálfara liða sem nýlega hafa mætt Úkraínu. Fagnað Það er vonandi að íslensku stúlkurnar sjái ástæðu til að fagna eftir leikina gegn Úkraínu. Sport 19Miðvikudagur 17. október 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.