Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 8
SjálfStæðiSflokkur fékk meSt í Styrki 8 Fréttir 17. október 2012 Miðvikudagur Braust inn og stal kvíðalyfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karl- mann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að brjótast inn í Apótekarann í Kópavogi í júlí í sumar og stela þaðan þremur pökkum af kvíðalyfinu Tafil Retard. Tveimur dögum síðar var hann gó- maður þegar hann reyndi að kom- ast inn í íbúðarhús í Grafar vogi. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka undir áhrifum fíkni- efna. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en hann á nokkurn sakaferil að baki sem hófst árið 2002. Síðan þá hefur hann átta sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og ýmis brot gegn almennum hegningarlögum svo sem rán, þjófnað, nytjastuld og skjalafals. Fangelsisdómurinn er óskilorðsbundinn en hann var einnig sviptur ökuréttindum í tvö ár. Auk þess var honum gert að greiða tæpar 140 þúsund krónur í sakarkostnað. Atvinnuleysi jókst lítillega Skráð atvinnuleysi mældist 4,9 prósent í september síðastliðnum og var 0,1 prósentustigi meira en í ágúst samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar. Greining Íslands- banka fjallaði um þessar nýju tölur á vef sínum en þar kemur fram að þrátt fyrir þessa lítils- háttar aukningu á atvinnuleysi á milli mánaða hafi atvinnulaus- um fækkað að jafnaði um 318 einstaklinga á milli ágúst og sept- ember. Má rekja þessa hækkun at- vinnuleysisprósentunnar til þess að áætlað framboð vinnuafls var minna í september en í ágúst sök- um árstíðarsveiflu. Að meðaltali voru 7.882 manns án atvinnu í september sl. en í sama mánuði í fyrra voru þeir um 10.759. n Stjórnmálaflokkarnir fengu tæpar 30 milljónir í styrki árið 2011 F leiri fyrirtæki styrktu Sjálf- stæðisflokkinn á síðasta ári en báða stjórnarflokkana til samans. Þetta kemur fram í fjárhagsupplýsingum stjórn- málaflokkanna sem birtar eru á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að 73 lögaðilar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um samtals 16,1 milljón króna árið 2011 en 36 fyr- irtæki styrktu Samfylkinguna og 8 fyrir tæki Vinstri græna. Samtals námu styrkir til stjórnmálaflokkanna frá fyrirtækjum 3,9 milljónum króna, meira en fjórum sinnum minna en stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Engir styrkir bárust frá fyrirtækjum til Hreyfingarinnar. Mest til stjórnarandstöðunnar Séu styrkirnir skoðaðir út frá því hvaða flokkar séu í stjórn og hverjir eru í stjórnarandstöðu kemur í ljós að tæplega 87 prósent allra styrkja frá fyrirtækjum til flokka á Alþingi fóru til til stjórnarandstöðunnar. Í heild styrktu fyrirtæki flokkana um 29 milljónir króna árið 2011 og þar af fóru 25 milljónir til Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Þar á Sjálfstæðiflokkurinn stærstan hluta styrkjanna, eða rúmlega 55 prósent allra styrkja frá fyrirtækjum. Hvert fyrirtæki sem styrkti Sjálf- stæðisflokkinn lét hann hafa 220.599 krónur að meðaltali. Framsóknar- flokkurinn fékk hins vegar bara 162.228 að jafnaði frá hverjum styrkt- araðila en 56 fyrirtæki styrktu flokk- inn samkvæmt yfirlitinu. Samfylk- ingin fékk ekki nema 65.291 krónur frá hverju fyrirtæki að jafnaði en samstarfsflokkurinn, Vinstri grænir, fékk 190.250 frá hverju fyrirtæki sem styrktu flokkinn. Ekkert eitt fyrirtæki styrkir flokk- ana fjóra um 400 þúsund krónur, sem er hámarksupphæð styrkja. Að- eins olíufélagið N1 styrkti alla flokk- ana fjóra samkvæmt yfirlitinu; Sjálf- stæðisflokk, Framsóknarflokk og VG um 400 þúsund krónur en Sam- fylkinguna um 300 þúsund krónur. Nokkur fyrirtæki styrktu þó fleiri en einn stjórnmálaflokk. Einstaklingar styrkja mikið Framlög einstaklinga eru líka mest til Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn fékk 27,6 milljónir króna í styrki og félags- gjöld frá einstaklingum árið 2011 en sá flokkur sem kom næst á eftir var Samfylkingin sem fékk 18,9 milljónir króna í styrki eða félagsgjöld. Vinstri grænir voru svo ekki langt undan með 15,7 milljónir króna frá sama hópi en Framsókn rak lestina með einungis 8,7 milljónir frá einstakling- um. Allir stjórnmálaflokkarnir fjórir fengu minna í framlög frá einstak- lingum og félagsgjöld en árið 2010. Að ríkisstyrkjum undanskildum eru styrkir frá einstaklingum stærsti hlutinn af tekjuöflun stjórnmála- flokkanna. Sá hluti er meira virði en styrkir fyrirtækja í flestum tilfellum, nema í tilfelli Framsóknarflokksins. Flokkurinn fékk á síðasta ári tæpri milljón minna frá einstaklingum en fyrirtækjum. Árið áður hafði flokk- urinn hins vegar talsvert meiri tekjur af framlögum einstaklinga en fyrir- tækja. Stærstu framlög frá einstaklingum koma frá kjörnum fulltrúum Sam- fylkingar og Vinstri grænna en fram- sóknarmenn og sjálfstæðismenn virðast hverjir um sig styrkja flokkinn sinn um lægri upphæð en félagar rík- isstjórnarflokkanna. Árni Páll Árna- son, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Katrín Júlíusdóttir og Oddný Sturludóttir styrktu öll Sam- fylkinguna um 400 þúsund krónur og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Sjöfn Ing- ólfsdóttir styrktu Vinstri græna um jafn mikið hvert. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Þetta fengu flokkarnir frá fyrirtækjum n 73 fyrirtæki styrktu Sjálfstæðisflokk- inn um samtals: 16.103.756 kr. n 57 fyrirtæki styrktu Framsókn um samtals: 9.247.000 kr. n 36 fyrirtæki styrktu Samfylkinguna um samtals: 2.350.500 kr. n 8 fyrirtæki styrktu Vinstri græna um samtals: 1.522.000 kr. Fá frá flestum Enginn flokkur hefur jafn mikinn fjárhagslegan stuðning frá fyrirtækjum og einstak- lingum og Sjálfstæðisflokkurinn. Átta styrktu VG Athygli vekur að aðeins átta fyrirtæki lögðu Vinstri grænum til fé á síðasta ári. Enginn flokkur fékk jafn lítið af styrkjum frá lögaðilum á síðasta ári. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.