Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 20
„Ég hef ekki misst vonina“ 20 Lífsstíll 17. október 2012 Miðvikudagur Mikil seta veldur sykursýki Löng seta eykur líkur á sykursýki, hjartavandamálum og dauða sam- kvæmt rannsókn vísindamanna við háskólana í Leicester og Loug- hborough. Í rannsókn þeirra, sem birtist í Diabetologia, kemur fram að mikil seta skaði jafnvel þá sem hreyfa sig á hverjum degi. Dr. Emma Wilmot, sem leiddi rann- sóknina, segir að þótt það sé betra að fara í ræktina eða í sund eft- ir vinnu en að henda sér beint í sófann þá sé löng seta afar slæm fyrir heilsuna. „Þeir sem hreyfa sig í hálftíma á dag telja sig lifa heil- brigðu lífi. En þeir verða að hugsa um hina 23,5 klukkutímana. Sá sem vinnur við tölvu allan daginn er í verri málum en til dæmis þjónn sem stendur allan daginn.“ Lífinu lýkur ekki þegar þú verður mamma Þrátt fyrir algengar klisjur á borð við „Ég hef engan tíma fyrir sjálfa mig lengur, lífi mínu er lokið, ég er mamma núna og …“ er lífi kvenna ekki lokið þegar þær verða mæð- ur ef marka má dr. Daisy Suther- land, höfund Letting Go of Super Mom og eiganda Dr. Mommy On- line-vefsíðunnar. „Núna hefst nýr kafli í lífi þínu,“ segir Sutherland sem segir nauðsynlegt að mæður finni tíma fyrir sig. „Bæði fyrir þig og fólkið í kringum þig. Ef þú gerir eitthvað fyrir sjálfa þig lærir þú að meta fólkið í kringum þig og líf þitt almennt. Mundu bara að börnin verða ekki alltaf ung. Þau verða vaxin úr grasi áður en þú veist af og þess vegna er svo nauðsynlegt að njóta þessa tíma.“ Frískaðu upp á teppið Að fríska upp á teppi eða gólf- mottu er auðvelt að gera sjálf- ur með heimatilbúnu dufti. Fjallað eru um þetta á care2. com en þar segir að blanda skuli saman sex hlutum matar- sóda, þremur hlutum þurrk- uðu lofnarblómi eða lavender og einum hluta af maísmjöli. Blandan er sett til hliðar í nokkra dag til að hráefnin blandist vel saman en eftir það er þessu stráð yfir teppið. Leyf- ið blöndunni að liggja á tepp- inu í um það bil klukkustund og ryksugið svo upp. Í lok árs 2006 fór ég að undirbúa mig fyrir það að eignast barn. Ég var ekki í sambúð og ákvað því að gera þetta sjálf þar sem mig hefur lengi langað til að eignast barn og vildi ekki bíða með það lengur. Síðan kom í ljós að ég er með sjúkdóm sem heitir legslímuflakk,“ segir Úlfhildur Ösp Indriðadóttir sem hefur gengist undir fimm tæknisæðingar og fjórar glasameðferðir, auk þess að fá gjafa- egg í tvö skipti, án árangurs. Þreytt andlega og líkamlega Úlfhildur, sem er 38 ára, hefur nú tekið sér pásu frá meðferðunum. „Ég ákvað í maí í fyrra að hvíla mig. Ég var orðin þreytt bæði andlega og líkam- lega og vildi leiða hugann að öðru. Það tekur á andlega að fá þessa ítrek- uðu höfnun. Svo hefur þetta líka ver- ið kostnaðarsamt og ég ætla að nota þetta hlé til að byggja mig upp og um leið taka stöðuna á fjármálunum. Ætli kostnaðurinn sé ekki kominn upp í þrjár milljónir fyrir meðferðirn- ar, þar með talinn lyfjakostnaður en þegar ég byrjaði þurfti ég að fara til Danmerkur þar sem einhleypar kon- ur fengu ekki að fara í meðferð hér heima. Ferðakostnaður kemur því líka inn í þetta þó hann sé ekki stór hluti í samanburði við meðferðar- kostnaðinn. Þrátt fyrir allan kostnað- inn þá sé ég alls ekki eftir peningun- um enda eru forréttindi að eignast barn.“ Lífið staðnar Hún segist alltaf hafa verið opin um reynslu sína gagnvart sínum nán- ustu. „Ég á yndislega fjölskyldu og vini sem hafa verið til staðar fyrir mig. Ég hef alltaf getað rætt þetta við þau. Ég er ekkert feimin við þetta. Svona er einfaldlega staðan,“ segir hún og viðurkennir að barnleysið og meðferðirnar hafi haft mikil áhrif á hennar líf. „Þetta fer einhvern veg- inn aldrei úr huga manns og er alltaf í forgangi, bæði andlega og peninga- lega. Að vissu leyti upplifir maður ákveðna stöðnun í lífinu. Ég reyni auðvitað að halda í vonina en jafn- framt að vera raunsæ og láta þetta ekki yfirtaka allt í lífinu. Meðferð- irnar raska líka daglegu lífi, þú skell- ir þér ekkert til útlanda eða hamast í ræktinni meðan á þeim stendur. Svo auðvitað hafa meðferðirnar og allt sem þeim fylgir áhrif á lífið.“ Hún segir flestar í vinkonuhópn- um komnar með sínar eigin fjöl- skyldur. „Þegar maður á ekki börn takmarkast þátttaka manns í ýmsu samfélagslegu, maður upplifir sig stundum utan umræðunnar þegar um málefni barna er að ræða og í viðburðum barnafjölskyldna. Ég er sem betur fer það heppin með mín- ar vinkonur að ég hef ekki upplifað mig utangátta út af barnleysinu þótt vissulega sé ég á öðrum stað í líf- inu en þær. Ég á ekki erfitt með að samgleðjast þeim þegar þær verða ófrískar en upplifi blendnar tilfinn- ingar og óska þess að ég gæti líka verið í þessum sporum. Ég viður- kenni samt að ég upplifi mig stund- um eins og ég sé eitthvað gölluð. Þá verð ég að minna mig á að ég er með sjúkdóm sem getur vel verið áhrifa- valdur. Svo er óútskýrð ófrjósemi líka mjög algeng.“ Stefnumót sitja á hakanum Úlfhildur segist stundum fá ráð- leggingar hjá fólki sem meini vel en að slík „ráð“ geti auðveldlega sært. „Ég hef verið spurð að því af hverju ég fari ekki bara og sofi hjá einhverj- um. Sumir mættu sýna meiri nær- gætni því að eignast barn er ekki sjálfsagður hlutur.“ Hún segir stefnumót vissulega hafa setið á hakanum í þessi fimm ár sem hún hafi verið í meðferðum en að hún hafi farið á nokkur stefnumót. „Það er erfitt að vera í miðju ferli og ætla að hefja nýtt samband. Hugur- inn er ekki alveg á réttum stað. Með- ferðirnar eru alltaf í forgangi,“ segir hún og viðurkennir að aðstæðurnar geti orðið skrítnar. „Mér finnst ekki sanngjarnt að fela ferlið fyrir við- komandi og hef bæði fengið góð við- brögð og ekki jafn góð. Ég held líka að það sé dálítið erfitt fyrir viðkom- andi að átta sig á þessu öllu saman og koma sér inn í ferlið. En auðvitað gæti það alveg gerst; að maður hitti einhvern og allt smelli saman.“ Hún segir samt að vissulega hefði verið notalegt að hafa maka til að deila reynslunni með. „Auðvitað væri ég mest til í að eignast barn með maka. Ég óska engum að fara ein- um í gegnum þetta meðferðarstúss. Foreldrar og vinkonurnar hafa verið með mér í þessu en ég held að það sé aldrei alveg það sama og að eiga maka sem er í þessu með manni 100 prósent. Það er mjög mikilvægt að hafa einhvern með sér sem getur til dæmis spurt læknana spurninga sem mér dettur ekki í hug að spyrja og til að hafa hjá sér þegar sveiflurnar koma. Það er ekkert skemmtilegt að vera einn þegar allt fer í steik.“ Hefur ekki misst vonina Hún segir sumu í ferlinu ábótavant og þá sérstaklega þegar kemur að andlegu hliðinni og upplýs- ingaflæði til sjúklinga. „Í heildina finnst mér tilhugsunin um að verða kannski aldrei mamma erfiðust við þetta allt saman en varðandi með- ferðirnar þá er ferlið svolítið vél- rænt. Það vantar stundum upp á upplýsingarnar og oft finnst mér heilbrigðisstarfsfólk ganga út frá því að maður viti meira en maður gerir. Í upphafi fyrstu meðferðar veit maður ekki neitt; ekkert um ferlið sjálft, ekkert um lyfin, hvað þau gera, þekkir ekki geðsveiflurn- ar, sorgarviðbrögðin og hvað sé eðlilegt og hvað ekki. Vissulega er manni sagt að það sé sálfræðing- ur og félagsráðgjafi til staðar en að mínu mati mætti sú umgjörð vera þéttari. Stundum finnst mér ég standa uppi með of margar spurn- ingar sem er ósvarað.“ Úlfhildur segist ekki hafa misst vonina þótt það sé stundum erfitt að viðhalda jákvæðni eftir svo margar misheppnaðar meðferðir. „Ég missti pínu fótana þegar ég tók mér hlé í fyrra. Þá helltist yfir mig sorgin. Ég þarf að vinna með þær tilfinningar og byggja mig upp. Ég viðurkenni að ég get orðið efins og held innst inni að sé ég að undirbúa mig fyrir það að hugsanlega gangi þetta alls ekki. Eftir svona langan tíma og margar meðferðir eru lík- urnar alltaf minni. En sem betur fer er ég ekki komin á þann stað að hafa misst alla von. Maður sveifl- ast upp og niður en reynir að halda sér á jörðinni. Ég geri mér grein fyr- ir því að margir aðrir standa í svip- uðum sporum og ég og ráð mín til þeirra eru að gleyma ekki að sinna andlegu hliðinni, leita sér aðstoð- ar hjá sérfræðingum sem og nýta sér þá reynslu sem samtökin Tilvera búa yfir.“ n indiana@dv.is Úlfhildur Ösp Indriðadóttir er einhleyp kona sem hefur gengist undir fimm tæknisæðingar og fjórar glasameðferðir án árangurs. Úlfhildur hefur tekið sér pásu frá meðferðunum til að byggja sig upp andlega en hefur ekki misst vonin um að eignast barn. „Auðvit- að væri ég mest til í að eignast barn með maka Úlfhildur Ösp Úlfhildur Ösp segir barnleysi takmarka þátttöku í hinum ýmsu þáttum samfélagsins. Mynd Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.