Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 12
A ð sjá einhvern skotinn, eða að skjóta einhvern sjálf­ ur, varð eins og að drekka vatn,“ segir Ishmael Beah, sem starfar sem talsmaður stríðshrjáðra barna hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Ish­ mael var sem barn hermaður hjá sí­ erraleónskum skæruliðum í borg­ arastyrjöldinni sem geisaði í Síerra Leóne á árunum 1992–2001. Í samtali við CNN greinir hann frá æsku sinni og hvernig hann missti fjölskyldu sína sem barn. Í dag starfar hann í þágu afrískra barna sem neydd hafa verið í hernað og er í broddi fylkingar hjá UNICEF í því starfi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300 þúsund barnahermenn séu enn víðsvegar um heim. Missti alla fjölskylduna á augabragði „Ég hafði farið á hæfileikasýningu í öðrum bæ með eldri bróður mínum – ég var mikill áhugamaður um bandaríska hip hop­tónlist – og þá var ráðist á bæinn minn. Ég fór frá því að eiga stóra fjölskyldu í það að eiga engan að. Það var mjög sárs­ aukafullt.“ Ishmael var þá tólf ára. Í kjölfarið ráfaði hann um nærsveitir með öðrum munaðarlausum börn­ um. Börnin reyndu að forðast skæru­ liðana eftir bestu getu en sáu hvar þeir höfðu farið um, drepið, nauðgað og brennt bæi. Alræmdasti skæruliða­ hópurinn var RUF, eða Revolutionary United Front. „Ég sá mann sem að var að bera látinn son sinn. Sonurinn hafði verið skotinn til bana en hann var að reyna að hlaupa með hann á næsta spítala. Ég sá líka konu sem var á hlaupum, hún var með barn bundið við bak sitt. Hún var að flýja bardaga í grenndinni en það hafði kúla hæft barnið – það var látið og hún hafði enga hugmynd um það.“ Gengu inn í skæruliðabúðir Ishmael og börnin sem voru með honum gengu að endingu inn í her­ búðir, og héldu þau að þar væru búðir stjórnarhersins. En í raun­ inni var þetta hópur liðhlaupa sem hafði klofnað frá stjórnarhernum. Þeir voru óvinir RUF, en engu skárri hvað grimmd varðaði. Börnin fengu mat og skjól en voru fljótlega þjálfuð til drápa. „Börn sem neituðu að berj­ ast, drepa eða sýndu einhver veik­ leikamerki hlutu grimmileg örlög,“ segir Ishmael. „Tilfinningar voru ekki leyfðar. Það var til dæmis einn níu ára strákur sem grét af því að hann saknaði mömmu sinnar og hann var skotinn.“ Ishmael segist hafa fundið fyrir bræðralagi á meðal skærulið­ anna, þar varð hann virtur meðlimur hópsins, og hann barðist með hópn­ um í tvö ár áður en að UNICEF bjarg­ aði honum. Bob Marley lykill í batanum Ishmael var þá færður á með­ ferðarheimili fyrir barnahermenn í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Þar eyddi hann alls átta mánuðum. „Við vorum mjög reið. Við eyðilögðum margt. Við rúst­ uðum heimilinu sem við vorum á og við brenndum einhverja hluti,“ segir hann um fyrstu mánuði dvalarinnar. „Við börðum starfs­ mennina. Þeir komu aftur og þá börðum við þá meira.“ En starfs­ menn meðferðarheimilisins náðu að endingu til hans með seiglu og þolinmæði, reiðin rann af honum og hann mundi hver hann hafði verið, áður en hann lenti í klóm skæruliðanna. Ekki síst hjálpaði tónlist Bob Marley í bataferlinu, segir hann. Ríkisstjórn Síerra Leóne féll svo, árið 1997, þá flúði Ishmael landið. Hann komst yfir til Gíneu og þaðan til Bandaríkjanna, þar sem hann var síðan ættleiddur af bandarískri konu þá sautján ára að aldri. „Það er auðvelt að stjórna þeim“ Í dag starfar hann sem áður segir hjá UNICEF. „Ég get náð til þessara barna. Einungis með því að gera börnunum kleyft að aðlagast samfélaginu aftur kemur þú þeim út úr þessum skæru­ liðahópum,“ segir Ishmael „Það er oft spurt af hverju þeir sækja í börn­ in. Svarið er einfalt, það er auðvelt að móta þau og stjórna þeim. Þau vilja líka verða hluti af einhverju, sérstak­ lega ef þau búa í samfélagi sem er gjörsamlega hrunið. Þau vilja tilheyra einhverju skipulögðu og þessir hópar verða nákvæmlega það.“ n Kyssast ekki fyrir svefninn n Sambýlisfólk snýr baki í hvort annað og forðast snertingu Þ ó svo að neistinn milli hjóna minnki með árunum er væntanlega ekki til of mikils mælst að búast við einum litlum kossi frá maka sín­ um áður en gengið er til náða. Því fer víst fjarri að sú sé raunin sam­ kvæmt niðurstöðum könnunar sem breska Travelodge­hótelkeðj­ an stóð fyrir á dögunum. Hún leið­ ir í ljós að afar fá pör kyssa hvort annað góða nótt. Tvö þúsund pör tóku þátt í könnun Travelodge og leiddu niðurstöðurnar í ljós að 80 pró­ sent þeirra kyssa hvort annað ekki góða nótt þegar höfuð hefur verið lagt á koddann. Fleiri áhugaverðar niðurstöður komu fram í könnun­ inni. Þannig sagði fjórðungur að­ spurðra að þeir vildu helst forðast snertingu frá maka sínum þegar gengið hefur verið til hvílu. Og 90 prósent aðspurðra segja ekki: „Ég elska þig“ við maka sinn áður en farið er í háttinn. Loks má geta þess að 46 prósent fólks kjósa frekar að snúa baki í maka sinn uppi í rúmi en snúa að honum. Sálfræðingurinn Corrine Sweet segir í samtali við The Daily Mail að sú staðreynd, að fólk snúi baki í hvort annað, sýni að það treysti hvort öðru fullkomlega. Fólk nái almennt betri nætursvefni með því að snúa baki í maka sinn og það komist upp í vana með tímanum að sofa bak í bak. Könnunin leiddi í ljós að aðeins eitt prósent para sef­ ur þannig að karlinn liggur á bak­ inu og konan með höfuðið ofan á bringu hans. „Svefnvenjur breytast eftir því sem líður á sambandið og fólk fer að gera það sem hentar því best hverju sinni,“ segir Corrine og bætir við að þetta sé ekki endilega af hinu slæma þó óöryggi kunni að koma upp í sambandinu. n 12 Erlent 17. október 2012 Miðvikudagur Alvanalegt Hátt í helmingur fólks kýs að snúa baki í maka sinn uppi í rúmi. Mynd PhotoS.coM Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is n Ishmael var hermaður sem barn í Sierra Leone n Vinnur nú hjá UNICEF Að drepA eins og Að drekkA vAtn „Það var einn níu ára strákur sem grét af því að hann saknaði mömmu sinnar og hann var skotinn Í broddi fylkingar gegn barnahernaði „Ég get náð til þessara barna,“ segir Ishmael Beah, sem er nú tals- maður stríðshrjáðra barna hjá UNICEF. Þjálfaður til drápa „Að sjá einhvern skotinn, eða að skjóta einhvern sjálfur, varð eins og að drekka vatn,“ segir Ishmael Beah um tímann sem hann var barnahermaður í skæruliða- sveit. Hakkari verður ekki framseldur Eftir að hafa barist gegn fram­ sali til Bandaríkjanna getur breski hakkarinn Gary McKinnon loks andað rólega. Innanríkisráðherra Bretlands, Theresa May, tilkynnti á þriðjudag að McKinnon verði ekki framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann átti yfir höfði sér allt að 60 ára fangelsi. Ákvörðunin var tekin af mannúðarástæðum en McKinnon þjáist af Asperger­heil­ kenni og er talinn vera í sjálfsvígs­ hættu. Hann var handtekinn árið 2002 eftir að hafa verið ákærður fyrir að brjótast inn í 97 tölvur í eigu NASA og bandaríska hersins. Hann játaði sök en sagði að hann hefði einungis verið að leita að upplýsingum um tilvist geimvera. Breskir saksóknarar munu á næst­ unni taka ákvörðun um það hvort McKinnon verði sóttur til saka í Bretlandi. Heróínhringur upprættur Franska lögreglan hefur upprætt viðamikinn fíkniefnahring sem teygir anga sína víðsvegar um Evrópu. Lögreglan hef­ ur þegar handtekið 42 einstak­ linga í austur hluta Frakklands og í Þýskalandi. Að því er breska ríkis útvarpið, BBC, greinir frá eru höfuð paurar hringsins frá Al­ baníu. Rannsókn málsins hefur staðið yfir frá árinu 2010 en þá hóf lögregla að rannsaka meintan mansalshring sem átti rætur sínar að rekja til Albaníu. Rannsóknin vatt upp á sig en grunur leikur á að meðlimir hringsins hafi stundað umfangsmikið smygl á heróíni til Mið­Evrópu. Við húsleit lagði lög­ regla hald á um 50 kíló af efninu. Fangelsi fyrir gervisprengju Tuttugu og átta ára karlmaður, Hasan Aydemir, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Bretlandi fyrir að senda gervi­ sprengju frá Bretlandi til Tyrk­ lands. Markmið hans var að koma brúðkaupi systur sinnar í upp­ nám. Atvikið átti sér stað árið 2011 og vakti mikla athygli, ekki síst vegna þess hversu auðvelt mann­ inum reyndist að senda pakkann úr landi. Hann sendi pakkann með UPS­hraðsendingafyrirtæk­ inu og sagði starfsfólki að pakk­ inn innhéldi bangsa og úr. Þegar pakkinn lenti á Ataturk­flugvellin­ um í Istanbúl varð mikið uppnám enda leit innihald pakkans út eins og sprengja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.