Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn Í slendingar virðast ætla að kjósa sér það til framtíðar að búa við vissa einangrun frá nágrannaþjóðum sínum í Evrópu. Um 68 prósent landsmanna eru á móti aðild Ís- lands að Evrópusambandinu sam- kvæmt nýrri könnun sem Capacent vann fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálf- stæðissinna í Evrópumálum. Þessi niðurstaða er í nokkru samræmi við niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup sumar- ið 2010 þar sem 60 prósent þjóðarinn- ar voru á móti Evrópusambandsað- ild. Meirihluti þjóðarinnar kýs sér því meiri efnahagslega, stjórnmálalega, myntlega og menningarlega einangr- un um komandi framtíð. Andstæðingar Evrópusambandsins myndu vitanlega ekki fallast á orða- notkunina einangrun í þessu sam- bandi heldur frekar velja sér orð eins og „sjálfstæði“, líkt og Heimssýn gerir: „Íslendingar kjósa sér meira sjálfstæði frá nágrannaþjóðum sínum með því að vera á móti inngöngu í Evrópusam- bandið.“ Of einstrengingsleg sjálf- stæðishyggja þjóðar getur hins vegar leitt til þess að hún afneitar auknu samstarfi við aðrar þjóðir á grundvelli hennar. Ekki er samasemmerki á milli þess að vera fylgjandi aðild að Evrópu- sambandinu og að vilja gefa eftir sjálfstæði þjóðarinnar, líkt og and- stæðingar ESB halda fram. En þátttaka í ríkjasambandi þýðir vitanlega að við getum ekki sleppt því að taka tillit til sjónarmiða annarra aðildarríkja. Slík hegðun einkennir til dæmis hátterni okkar í makríldeilunni þar sem við setjum undir okkur hausinn, förum bara okkar fram og viljum ekki hlusta á röksemdir nágrannaþjóða okkar – í nafni sjálfstæðis. Slíkar skoðanakannanir eru vatn á myllu þeirra stjórnmálaflokka sem berjast gegn aðild að Evrópusam- bandinu: Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Fylgi þessara þriggja flokka mældist 63 pró- sent samkvæmt síðasta Þjóðarpúlsi Gallup og er niðurstaðan um hug þjóðarinnar til Evrópusambandsins í nokkru samræmi við fylgi flokkanna. Flokkur sem hefði það að yfirlýstu markmiði sínu að ganga í Evrópusam- bandið gæti því líklega samstundis gleymt því að fá stuðning 60 prósenta þjóðarinnar. Þá kaus þjóðin enn og aftur yfir sig forseta í sumar sem hefur það að yfirlýstri stefnu sinni að berj- ast gegn aðild Íslands að Evrópusam- bandinu – í nafni sjálfstæðis. Ég skil ekki af hverju svo stór hluti þjóðarinnar er mótfallinn aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. Hvar er orsakaskýringin fyrir því? Ekkert af þeim rannsóknarfyrirtækjum sem framkvæma skoðanakannanir um hug þjóðarinnar hefur nokkru sinni, eftir því sem ég best veit, gert rannsókn á því af hverju Íslendingar eru mótfalln- ir aðild. Svar við þeirri spurningu ligg- ur því ekki fyrir þó ESB-andstaðan geri það án þess að fyrir liggi hvers konar samning við fáum við sambandið. Hræddastur er ég um að í andstaðan byggi að stóru leyti á ástæðum sem kenna má við þjóðernishyggju. Ein- földustu og bestu rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru ekki efnahagsleg heldur menningar- leg: Íslendingar eiga heima í sam- bandinu. Þessi rök eiga ekkert skylt við þjóðernis hyggju – í nafni sjálfstæðis. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ákvað með lagasetn- ingu í bankahruninu 2008 að tryggja peninga íslenskra innistæðueigenda í viðskiptabönkunum til fulls en ekki lán erlendra kröfuhafa tók ríkis- stjórnin afstöðu með Íslendingum gegn útlendingum. Þó svo að þessi ákvörðun hafi verið góð fyrir hags- muni Íslendinga í praktískum skilningi þá er hún siðlaus í þeim skilningi að jafnræðisreglur voru brotnar: Erlend- ir aðilar voru látnir taka stærsta skell- inn af lánafylleríi íslensku bankanna og íslensks almennings um árabil. En Íslendingar komust upp með þetta. Þá braut lagasetningin gegn Icesave- innistæðueigendum Landsbankans í útlöndum sem ekki sátu við sama borð og íslenskir reikningseigendur sem fengu peningana sína tryggða til fulls. Íslendingar fengu svo tækifæri til að leiðrétta að hluta til þessa þjóð- ernislegu beitingu valds með því að samþykkja Icesave-samkomulag rík- isstjórnarinnar í fyrra. Íslenska þjóðin kolfelldi hins vegar þann samning og beit þar með höfuðið af skömminni. Icesave-málið er nú fyrir EFTA-dóm- stólnum. Persónulega tel ég rétt og sanngjarnt að Íslendingar tapi mál- inu vegna þess mikilvæga prinsipps sem þeir brutu þegar þeir mismunuðu innistæðueigendum eftir þjóðerni – í nafni sjálfstæðis. Ef Ísland gengur í Evrópusam- bandið – sem alls ekki er líklegt – myndi þjóðin eiga í auknum erfiðleik- um með að taka slíkar ákvarðanir sem byggja á þjóðernislegri beitingu valds. Sambandið var auðvitað gagngert sett á laggirnar á síðustu öld til að vinna gegn þjóðernishyggju með aukinni samein- ingu og samvinnu ríkja Evrópu. Mis- munun einnar aðildarþjóðar Evrópu- sambandsins gegn annarri á grundvelli þjóðernis eða búsetu, líkt og í Icesave- málinu, er ekki vel séð og yrði settur þrýstingur á viðkomandi ríki innan þess ef slík staða kæmi upp. Þannig má segja að Evrópusambandið virki sem vörn gegn þjóðernishyggju í samskipt- um ríkja á milli – í nafni sjálfstæðis. Þjóðernislegar ástæður – senni- lega einna helst – koma hins vegar í veg fyrir að Íslendingar vilji ganga í sambandið. Aðhaldið gegn þjóðernis legri beitingu valds sem sambandið sannarlega veitir nær því ekki til okkar. Þannig styrkist þjóð- erniskenndin í huga Íslendinga, sem verða einangraðri fyrir vikið; þessi vanskapaða og heimskulega kennd verður inngrónari, almennari, út- breiddari, forhertari. Við mænum áfram ein á naflann á okkur og tölum stolt um „okkur Íslendinga.“ Fyrir vik- ið er allt eins líklegt að áfram verði litið á það sem sjálfsagt og viðtekinn sið á Íslandi að ríkisvaldið mismuni öðrum þjóðum og þegnum þeirra á grundvelli þjóðernis - í nafni sjálf- stæðis. Árni Páll á flugi n Árni Páll Árnason er sagður á fljúgandi siglingu í Krag- anum í slagnum við Katrínu Júlíusdóttur, nýja fjár- málaráðherr- ann. Kunn- ugir segja að hann hafi náð að fá loforð margra þungavigtarmanna í kjördæminu sem töldu að hún væri á förum úr póli- tík. Katrín er önnum kafin við að setja sig inn í mál nýja ráðuneytisins og tími ráðherrans til að starta vel smurðri kosningamaskínu er lítill. Það hjálpar Árna Páli að í Kópavogi, þar sem Katrín býr, á hann öfluga stuðningsmenn eins og Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðríði Arnardóttur, fyrr- verandi bæjarstjóra. Þó Gaflarar hafi yfirleitt ver- ið miklir stuðningsmenn Katrínar segja Árnamenn að fylgi við hann nái alla leið inn í bæjarstjórnina í Hafnarfirði. Formaður flýr n Vaxandi óánægja er í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar meðal margra fram- sóknarmanna sem telja- að honum hafi mistekist hrapallega að ná upp fylgi flokksins. Benda þeir á að Halldór Ásgrímsson, sem Sigmundur vill í dag lítið kannast við, hafi eftir 4 ár í stjórnarandstöðu náð Fram- sókn upp í 18 prósent. Nú sé fylgið hins vegar fast í 13–14 prósentum. Litlar líkur voru á að formaðurinn næði kjöri í Reykjavík. Þetta telja menn að hafi ráðið því að hann flúði norður í öruggt sæti. Árni í ham n Árni Johnsen fer einsog byssubrenndur um allt Suðurkjördæmið. Staða Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur, sem leiddi list- ann, hefur veikst að tvennu leyti. Formaður flokksins treysti henni ekki til að halda áfram sem for- maður þingflokks og skipti henni út. Í síðasta próf- kjöri studdi Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanes- bæ hana dyggilega. Full- yrt að bæjarstjórinn muni nú styðja frænda. Árni geti því lokið ferli sínum sem oddviti. Áhyggjur Hönnu n Hanna Birna Kristjáns dóttir hefur komist vel frá erfiðri umræðu OR. Hún tókst á við Helga Hjörvar þingismann á Sprengisandi og stóð sig vel. Á sunnudag vakti Stöð 2 athygli á því að Hanna Birna hafi komið í veg fyrir hækk- un gjaldskrár Orkuveitunn- ar. Sú ákvörðun var harð- lega gagnrýnd af höfundum kolsvartrar Orkuveituskýr- slu. Stuðningsmenn hennar hafa áhyggjur af því að Orku- veituhneykslið skaði hana en helsta trompið er farsæll borgarstjórnarferill. „Alger kaflaskil fyrir okkur“ „Geðlæknar verða gamlir“ Össur Skarphéðinsson um samning um olíuvarnir. – DV Formaður Geðlæknafélagsins vill að íslenskir læknar erlendis komi til starfa á Íslandi. – DV Í nafni sjálfstæðis„Ég skil ekki af hverju svo stór hluti þjóðar- innar er mótfallinn aðild Íslands að Evrópusam- bandinu Hin breiða miðja F yrir nokkrum dögum gaf ég út bókina „Við stöndum á tíma- mótum“ sem er einhvers konar „Pólitískt manifestó þar sem ég greini stöðuna á stjórnmála- og efna- hagssviðinu eftir hrunið og marka þá óskastefnu sem flokkur minn ætti að feta í pólitík og atvinnulífinu inn í framtíðina“ eins og sagði í bókadómi DV á mánudag. Í bókinni fer ég m.a. yfir hug- myndir mínar að nýrri nálgun í at- vinnumálum, ræði vöxt þekkingar- geirans og kynni sameiginlega hagsmuni umhverfisverndar og at- vinnulífs. Í bókinni birtast tillögur að skattabreytingum sem væru hvetjandi fyrir atvinnulífið, rætt er um stöðu ferðaþjónustunnar, áhrif krónunnar á rekstur heimila og fyrir- tækja, og stöðu aðildarviðræðna við ESB. Þá fjalla ég ítarlega um mikil- vægi jöfnuðar fyrir samfélög, enda eru þau samfélög sem byggð eru á sameiginlegri ábyrgð allra á vel- ferð almennings „þau samfélög sem reynast hvað samkeppnishæfust á alþjóðlegum vettvangi“. (bls. 126) Þannig vil ég leggja áherslu á að velferð og jafn réttur allra til þjón- ustu verði ekki til án verðmætasköp- unar og samkeppnishæfni atvinnu- lífsins og frelsis til athafna. Á sama hátt byggir sterkt atvinnulíf á öflugu velferðarkerfi og góðri menntun. Þetta er kjarni jafnaðarstefnunnar – samanber blaðsíðu 126 í bókinni. Bókin birtir þá skoðun mína að nú sé kominn grundvöllur að við- spyrnu og því mikilvægt að ræða næstu skref fyrir íslenskt athafnalíf. Ísland stendur á tímamótum. Bók- inni er ætlað að vekja til umhugs- unar, setja fram hugmyndir og velta upp leiðum með það að markmiði að lyfta umræðunni upp á næsta plan. Samfylking flokkur nútíma atvinnulífs Ég tel flokkinn minn einnig á nokkrum tímamótum. Samstarf okk- ar við VG hafi leitt af sér málamiðl- anir til vinstri en nú sé mikilvægt að Samfylking færist aftur inn á miðjuna „og höfði þannig til kjósenda sem vilja meira jafnvægi milli öflugs at- vinnulífs og velferðarkerfis.“ (bls. 130) Þar séu sóknarfæri flokksins: „Samfylkingin á að birtast sem val- kostur þeirra sem hafna einangrun, en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnu- líf í alþjóðlegum tengslum og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur frjálslyndra kjósenda á miðju íslenskra stjórn- mála“ eins og segir á blaðsíðu 131. Margir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins leggja mikla áherslu á frjáls viðskipti, starfsskilyrði at- vinnulífsins og afléttingu hindrana. Þess vegna er hörð andstaða for- ystumanna flokksins gegn aðild að Evrópusambandinu mjög einkenni- leg. Þarna gefast mikil sóknarfæri fyrir jafnaðarmenn. Aðild að sam- bandinu er lykill að afnámi verð- tryggingar, lægri vöxtum og sjálf- bærum hagvexti á Íslandi og þeir kjósendur sem leggja mikið upp úr slíkum þáttum ættu þess vegna miklu fremur að styðja Samfylkinguna. Þannig tel ég að Samfylkingin eigi mikil sóknarfæri í að höfða til kjós- enda Sjálfstæðisflokksins sem er umhugað um verðmætasköpun og öflugt atvinnulíf. Með afstöðu sinni til aðildar að ESB er Sjálfstæðisflokk- urinn að dæma sig úr leik gagnvart þeim kjósendum og Samfylkingin á að grípa það tækifæri. Sterk Samfylking forsenda að- ildarviðræðna Samfylkingin á að vera raunverulegur valkostur fyrir hinn breiða kjósenda- hóp á miðjunni, sem umfram flest hefur nú áhyggjur af atvinnulífinu og þróun þess. Það er skynsamlegt fyrir Samfylkingu að grípa miðjuna og gera þannig samstarf til hægri eða vinstri að valkosti að loknum kosningum. Jafn- vægi á milli velferðar og verðmæta- sköpunar annars vegar, og aðildarvið- ræður við Evrópusambandinu hins vegar, eiga allt sitt undir styrk Samfylk- ingar í næstu kosningum. Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 17. október 2012 Miðvikudagur „Bókin birtir þá skoðun mína að nú sé kominn grundvöllur að við- spyrnu og því mikilvægt að ræða næstu skref fyrir ís- lenskt athafnalíf Kjallari Magnús Orri Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.