Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 16
19 sparnaðarráð 16 Neytendur 17. október 2012 Miðvikudagur Algengt verð 587,8 kr. 262,6 kr. Algengt verð 257,6 kr. 262,3 kr. Höfuðborgarsvæðið 257,4 kr. 262,2 kr. Algengt verð 257,7 kr. 262,6 kr. Algengt verð 259,9 kr. 262,6 kr. Melabraut 257,6 kr. 262,4 kr. Eldsneytisverð 16. október Bensín Dísilolía Óvænt þjónusta n Lofið fær Hárstofa Sigríðar. „Ég var að koma úr axlaraðgerð og á erfitt með að þvo hárið á mér þannig að hárgreiðslukonan hér á Reyðarfirði bauð mér að koma í hárþvott. Dóttir mín er að læra hár- greiðslu og við mættum mæðgurn- ar til Sigríðar síðasta föstudags- morgun án þess að gera boð á undan okkur og alls ekkert vissar um að ég kæmist að. Þegar við mætum bauð Sigríður dótturinni að þvo móður sinni og æfa sig sem við þáðum báðar. Þar að auki bauð hún okkur að setja lit í mig og að lokum þá snyrti hún Sigríður að- eins á mér toppinn og ég fór út svona líka fín fyrir helgina og þetta mátti ég alls ekki greiða neitt fyrir, bara bæta smá við næst þegar ég kæmi – efnis- gjald. Þarna fengum við mæðgur báðar mjög svo óvænta þjón- ustu, dóttirin fékk að æfa sig með leiðsögn og ég fékk lit, þvott og snyrtingu á toppnum.“ Gat ekki not- að gjafabréf n Lastið fær Flugfélag Íslands en DV fékk eftirfarandi sent: „Ég fékk að gjöf gjafabréf á inneign í flug að verðmæti 20.000 krónur. Fyrri skömmu ætlaði ég svo að panta mér flug til Reykjavíkur yfir jólin en komst þá að því að það er ekki hægt að nota svona gjafabréf á netinu heldur verður maður að hringja í þjónustuverið. Þetta varð til þess að ég gat ekki nýtt mér nettilboð held- ur varð ég að nýta mér bónussæti. Þetta gerði það að verkum að í stað þess að greiða 13.630 krónur fyrir nettilboð, borgaði ég 20.000 króna gjafabréfið auk tæplega 4.000 króna fyrir nákvæmlega það sama.“ DV hafði sambandi við Inga Þór Guðmundsson, forstöðumann sölu- og markaðssviðs. „Það hefur ekki verið hægt hingað til að bóka gjafabréf á heimasíðu Flugfélags Ís- lands. Hins vegar er verið að vinna í því að gera það tæknilega mögu- legt. Flugfélag Íslands er að taka í notkun nýja bókunarvél í nóvember. Í fram- haldinu verður farið í þróun á nýju bókunarvélinni sem mun gera við- skiptavinum Flugfélags Ís- lands kleift að bóka gjafa- bréf þar,“ sagði Ingi Þór. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is B úðu til gjafir, slökktu á sjón- varpinu og lærðu 10 sek- úndna regluna. Þetta eru nokkur af fjölmörgum góð- um ráðum sem hægt er að nýta sér þegar kemur að því að spara. Á vefsíðunni The Simple Dollar telur Trent Hamm upp 100 einföld ráð til að draga úr pen- ingaeyðslunni. Eftir að hafa lent í miklum fjárhagserfiðleikum fyrir nokkrum árum fór hann að taka saman alla þá litlu hluti sem skipta máli og hvernig króna hér og króna þar safnast að lokum saman. Hér eru nokkur af ráðum Hamm sem hægt er að tileinka sér og spara. slökktu á sjónvarpinu Ein leið til að spara er að horfa minna á sjónvarp. Þú getur sagt upp sjónvarps- áskriftum, þú sérð minna af freist- andi auglýsingum, hefur meiri tíma til að einblína á þá hluti sem skipta máli og sparar rafmagn. Það er mikil- vægt að ná að slaka á á kvöldin og ná sér niður eftir erfiðan dag en finndu þér aðra leið til þess en að hanga fyrir framan sjónvarpið. Búðu til gjafir Það er hægt að búa til matarkörfur, kerti, brauð, kökur og sápu auk ým- issa annarra heimilishluta á ein- faldan og ódýran hátt. Á netinu eru fjölmargar síður sem kenna þér að búa til heimagerðar gjafir. Þar sem margar slíkar gjafir eru ætlaðar til neyslu þá kemur þetta í veg fyrir að skápar og geymslur hjá þeim sem gjöfina fær fyllist. Handskrif- aðu svo kveðju með og gjöfin verð- ur persónulegri en nokkuð sem þú hefðir getað keypt úti í búð, auk þess sem þú sparar þér pening. náðu góðum tökum á 30 daga reglunni Í hvert sinn sem þú íhugar að kaupa hlut sem er óþarfur, bíddu þá í 30 daga og spurðu svo hvort þú virki- lega viljir eða þurfir á hlutnum að halda. Oft sérðu að þörfin til að kaupa hann er liðin hjá og þú hef- ur sparað þér peninga með biðinni. Það er einnig gott ráð að vera með 30 daga lista þar sem þú skrifar þá hluti sem þig langar í en ert ekki viss um að þig vanti. Skrifaðu einnig dag- setninguna sem þú ætlar að kaupa hlutinn. Það er þó kostur að hafa þennan lista einungis í huganum því þá er góður möguleiki á að þú gleym- ir hlutnum. Gerðu við föt Í stað þessa að henda skyrtunni sem vantar á tölu eða buxunum með gatinu, gerðu við fötin. Bættar buxur er tilvalið að nota við þrif eða í garð- vinnu. Einfaldur saumaskapur getur því komið í veg fyrir að þú kaupir föt sem þú átt í rauninni fyrir. ekki eyða pening í að skemmta börnum þínum Það er óþarfi að eyða þúsundum króna í bíó eða skemmti- garða því það má eiga góða stund með börnunum, sér- staklega þeim yngstu á mjög ódýr- an hátt. Leikið ykkur saman heima, föndrið, litið, málið og leyfið ímynd- unaraflinu að leika lausum hala. Það má gera leiki úr einföldustu hlutum á heimilinu, eins og reyna að henda smápeningi í krukku. Ganga í fjör- unni eða að kíkja niður að tjörn er alltaf gaman. Mundu að börnin vilja bara vera með foreldrum sínum og þá skiptir ekki öllu máli hvað er gert. Drekktu meira vatn Það er vitað að vatn er besti drykk- urinn og öll ættum við að drekka meira af því. Drekktu stórt vatns- glas áður en þú sest við matarborðið. Þannig gengur meltingin betur fyrir sig auk þess sem þú borðar ekki eins mikið og sparar á þann hátt pening. Vatnið kemur einnig í veg fyrir að við ofþornum. Feldu kreditkortið Taktu öll greiðslukortin þín og settu á öruggan stað á heimilinu. Ekki hafa þau í veskinu því þá er allt of auð- velt að grípa í þau. Ef þér finnst að þú þurfir að hafa þau í neyðartilvikum, taktu þá heldur út pening og hafðu í veskinu ef slíkt neyðartilfelli kemur upp. Ekki hafa kortin á þér fyrr en þú hefur öðlast þann viljastyrk sem þarf til að sleppa því að grípa til þeirra í hvert skipti sem þig langar í eitthvað nýtt. eyddu korta- upplýsingum af netsíðum Það er svo auðvelt að eyða pening á netinu og sér í lagi á síðum þar sem kortaupplýsingar þínar eru vistað- ar. Þú sért eitthvað sem þig langar í og þarft bara að ýta á kaupatakk- ann. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að eyða út upplýsing- um. Næst þegar þú ert við það að falla í freistni þá þarftu að ná í kortið og eyða tíma í að setja inn upplýs- ingarnar. Á þeim tíma getur þú íhug- að hvort þetta sé virkilega góð hug- mynd. Reglulegt viðhald Skoðaðu reglulega öll heimilistæki og passaðu að þau séu ekki að fyll- ast af ryki og séu hrein. Kíktu bak við tækin og ryksugaðu allt ryk. Skoð- aðu allar viftur og loftgöt, sérstak- lega á ísskápnum og þurrkaranum. Því minna ryk, því betur ganga þessi tæki og þau endast lengur. Gefðu þjónustu í stað gjafar Gefðu nýjum foreldrum pössun. Ef þú þekkir einhvern sem á gæludýr, bjóddu honum eða henni dýrapöss- un þegar eigandinn er á ferðalagi. Bjóddu nýjum húseigendum að koma og slá grasið. Slíkar gjafir falla vel í kramið og kosta ekkert. Verslaðu hátíðarvörur eftir hátíðarnar Jólavörur fara á útsölu nokkrum dög- um eftir jól. Verslaðu jólaskraut, jóla- pappír og jólakortin strax eftir jól og geymdu. Þú getur sparað heilmikið með þessu. ekki fara í verslun- armiðstöð þér til skemmtunar Það gerir það að verkum að þú eyðir fé í óþarfa. Farðu eitthvert annað en í verslunarmiðstöð til að eyða tíman- um. Farðu frekar í göngutúr í falleg- um garði, kíktu á listasafn, út á fót- boltavöll, í heimsókn til vinar eða fjölskyldu eða finndu þér eitthvað að gera heima við. Ekki setja samasem- merki á milli verslunar og skemmt- unar og veskinu þínu líður betur. náðu taki á 10 sekúndna reglunni Alltaf þegar þú tekur upp hlut í búð- inni til að setja í körfuna, taktu þér þá 10 sekúndur til að svara þeirri spurn- ingu af hverju þú ætlar að kaupa hlutinn og hvort hann sé nauðsyn- legur. Ef þú getur ekki gefið sjálf- um þér gott svar, settu hlutinn aft- ur á sinn stað. Þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir hvatakaup. Borðaðu morgunmat Með því að borða staðgóðan morgun- mat ferðu full/ur af orku út í daginn og kemur á þann hátt í veg fyrir þörf fyrir nart. Þess utan getur morgunmaturinn þinn verið mjög hollur, fljóteldaður og ódýr. Hafragrauturinn trónir þar í efsta sæti. Hann er ein besta leiðin til að koma í veg fyrir hungur um há- degisbil og einnig að þú farir út í há- deginu og kaupir þér mikinn, dýran og óhollan hádegismat. Taktu með þér nesti Í stað þess að fara út í hádeginu, taktu með þér nesti. Sumir halda að nestið verði orðið ólystugt um hádegisbil en svo er ekki. Með smá undirbúningi og með því að eyða nokkrum mínút- um í það á morgnana er auðvelt að útbúa hollt og gott nesti. Það sparar þér heilmikinn pening. Hvaða fríðindi hefur starfið þitt upp á að bjóða? Skoðaðu hvaða fríðindi eru í boði á þínum vinnustað eða hjá þínu stéttarfélagi. Flestir vita ekki á hverju þeir eiga rétt svo það borgar sig að kanna það því það gæti komið þér á óvart. Hvort sem um ræðir gler- augnastyrk, líkamsræktarstyrk eða námskeiðsstyrk þá má alltaf spara sér einhverjar krónur. Búðu til þitt eigið áfengi Það er vel hægt að brugga léttvín eða bjór heima hjá sér og spara þannig pen- ing. lestu meira Lestur er ein af ódýrustu frístundun- um, svo ekki sé talað um hve gott það er fyrir sálarlífið. Þú þarft ekki að hlaupa út í búð og kaupa þér bækur. Farðu heldur á bókasafnið og fáðu nokkrar bækur lánaðar. Finndu svo þægilegan stað á heimilinu og sökktu þér í lesturinn. Þú lærir eitthvað nýtt og eykur lestrarhæfileikann án þess að eyða krónu. Hreyfðu þig meira Farðu út að ganga eða skokka og gerðu léttar æfingar auk þess að teygja vel á. Það má gera þessar æf- ingar hvar sem er, þær kosta ekk- ert og hafa góð áhrif á heilsu þína. Taktu frá smá tíma á hverjum degi í æfingar og veskið verður þér þakk- látt. n n Áður en þú veist af hefur sparigrísinn þyngst og dafnað Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Margt smátt gerir eitt stórt Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli og sparnaður hér og þar borgar sig. MynD: PHoTos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.