Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 17. október 2012 Miðvikudagur Við dveljum í notalegu húsi í Hrísey í tvær nætur, lærum ýmislegt um okkur sjálf og njótum kyrrðarinnar á einum friðsælasta stað landsins. Markmið námskeiðsins er að kynnast sjálfum sér betur og verða meðvitaður um hvaðan við komum. Fyrirlestrar, æfingar og umræður. Kostnaður er aðeins 29.000 krónur og innifalið er gisting og matur (að undanskildum einum kvöldverði) og námskeiðið með göngum. Hver og einn kemur sér sjálfur á staðinn en sé áhugi fyrir að sameina í bíla norður að sunnan munum við gera það sem við getum til að mæta því. Helgarnámsekið í Hrísey dagana 26 til 28 október Frekari upplýsingar og skráning á thelma@drekaslod.is Drekaslóð Ég um mig C ristian Sima, rúmenski auð- jöfurinn sem flúði til Ís- lands, er sakaður um tengsl við ítölsku mafíuna. Að sögn Evrópuþingmannsins Gigi Becali er Sima á flótta undan við- skiptafélögum frá Ítalíu, mafíósum sem eiga harma að hefna. Sjálfur hefur Sima sagt frá því í rúmenskum fjölmiðli að hann óttist um líf sitt. Fjallað var um mál Sima í DV á mánudaginn, en hann lét sig hverfa frá Rúmeníu í byrjun október og hafði með sér gífurlegar fjárhæðir í eigu viðskiptavina sinna. Ekkert spurðist til Sima í tæpar tvær vikur þar til rúmenskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að hann hefð- ist við í leiguíbúð í Reykjavík. Sima er einn þekktasti viðskiptamógúll Rúmeníu auk þess að vera forseti næststærstu kauphallar landsins, Sibex, sem sérhæfir sig í afleiðuvið- skiptum. Hann er sagður hafa haft milljónir evra af viðskiptavinum sín- um í gegnum félagið WBS Holding sem skrásett er á Bresku Jómfrúa- eyjum. Flúði 92 ára mafíósa „Sima hefur starfað með mafíósum í Ítalíu, meðal annars 92 ára glæpa- manni sem lánaði honum háar fjár- hæðir,“ sagði Gigi Becali í samtali við TVR, rúmenska ríkisfjölmiðilinn. Becali segir Cristian Sima fyrst og fremst vera á flótta undan viðskipta- félögum frá Ítalíu en ekki Rúmen- um. Becali segist hafa heimildir sínar frá auðjöfrinum Catalin Todirica sem gengur undir gælu- nafninu Baróninn og er góðvinur Sima. Vill vernd í Rúm- eníu Þótt vera kunni að Sima stafi mest ógn af ítölskum glæpa- mönnum er ljóst að ófáir Rúmenar hugsa honum þegj- andi þörfina. Með- al þeirra sem hann skuldar fé eru áber- andi einstaklingar úr stjórnmála- og viðskiptalífi Rúm- eníu, svo sem Daniel Dãianu, fyrr- verandi fjármálaráðherra landsins og þingmaður á Evrópuþinginu. Hann staðfesti á laugardaginn að hann hefði tapað umtalsverðum fjárhæðum fyrir tilstilli Cristians Sima og hvatti hann til að snúa aftur til Rúmeníu. Samkvæmt rúmenskum fjöl- miðlum er þess vænst að Sima snúi heim í vikunni með því skilyrði að honum verði veitt vernd. Eftirlitsstofnanir brugðust Þjóðaröryggisráð Rúmeníu, sem fer með eftirlit með fjármálum þar í landi, hefur sætt harðri gagnrýni eftir að mál Cristians Sima komst í hámæli. Er ráðið sakað um linkind og því legið á hálsi að hafa ekki grip- ið til nægilegra ráðstafana í þágu þeirra sem töpuðu fé í viðskiptum við Sima. Þar sem fyrirtæki hans er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum hefur Þjóðaröryggisráð Rúmeníu ekki valdheimildir til að hlutast til um það. „Ég tel að Þjóðaröryggisráðið hefði átt að hafa eftirlit með Sima fyrirfram. Starfsmenn þess hefðu átt að setja sig í samband við bresk yfir- völd og hefja rannsókn á fyrirtæk- inu og stöðu þess,“ segir lögmaður- inn Cristian Dutescu í samtali við fréttastofuna Nine O‘Clock. „Kjaftæði“ og „mannlegt rusl“ Í viðtali við fréttastofuna Realitatea TV sagði Sima að stærsta tjónið sem viðskiptavinur WBS Holding hefði orðið fyrir næmi 1,4 milljónum evra. Sima sagðist geta borgað upp skuldina ef hann seldi allar sínar innistæður en hann vildi sjá til þess að allir lánveitendur fengju sömu meðferð. Þá hvatti hann viðskipta- vini sína til að sýna þolinmæði og fullyrti að stærstur hluti skuldanna yrði greiddur von bráðar. Ekki taka þó allir yfirlýsingar Sima trúanlegar. Blaðamaðurinn Cristian Tudor Popescu, sem tapaði háum fjárhæðum vegna viðskipta við VBS Holding, hefur kallað Sima „mannlegt rusl“ og yfirlýsingar hans „kjaftæði.“ n Er á flótta undan ítölsku mafíunni n Snýr heim ef hann fær vernd n Ófáir Rúmenar hugsa honum þegjandi þörfina Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Sima hefur starf- að með mafíósum í Ítalíu, meðal annars 92 ára glæpamanni sem lán- aði honum háar fjárhæðir. Leitaði skjóls Cristian Sima flúði til Íslands eftir að hafa bakað sér óvild ítalskra mafíósa. Auðjöfur veitir upplýsingar Gigi Becali, moldríkur Evrópuþingmaður, greinir frá viðskiptafortíð Sima. 15. október 2012 Vilja styðja fórnarlömbin n Hernaðarandstæðingar gagnrýna forgangsröðun S amtök hernaðarandstæðinga hvetja til þess að þeim þrjátíu milljónum króna sem árlega er varið til loftrýmisgæslu verði á næsta ári varið til fórnarlamba NATO-herja, en loftrýmisgæslan verði afþökkuð. Þetta kemur fram í ályktun sem samtökin sendu frá sér á þriðjudaginn. Bent er á að um helgina hafi hersveitir Atlantshafsbandalagsins drepið þrjú börn í Helmand-héraði í Afganistan. Slíkt séu algengar fréttir úr þessum heimshluta, einkum eftir því sem notkun herjanna á fjarstýrð- um drápsvélmennum í Afganistan og Pakistan hefur aukist. „Af þessu tilefni gera Samtök hernaðarandstæðinga það að tillögu sinni að stjórnvöld afþakki loftrýmis- gæslu NATO í íslenskri lofthelgi árið 2013 og noti þær 30 milljónir sem annars hefðu farið í að niðurgreiða þotuæfingar NATO-herja í að greiða bætur til aðstandenda þeirra af- gönsku og pakistönsku borgara sem drepnir hafa verið á okkar vegum,“ segir í ályktun samtakanna. Undanfarin ár hafa framlög Ís- lands til NATO tvöfaldast frá því sem var fyrir hrun. Mesta hækkun- in átti sér stað árið 2010 en þá fóru framlögin úr 87,6 milljónum króna upp í 216,4 milljónir króna. Skýrist þetta fyrst og fremst af veiku gengi krónunnar. Samtök hernaðarand- stæðinga hafa um árabil barist fyrir því að Ísland gangi úr Atlantshafs- bandalaginu. Samfylkingin, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn eru hlynnt aðild Íslands að NATO en Vinstri grænir hafa þá yfirlýstu stefnu að Ísland standi utan hernaðarbandalaga. Þeirri stefnu hefur ekki verið fylgt eftir í stjórn- artíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru um ágæti NATO á Íslandi. Árni Páll Árna- son sem sækist nú eftir því að verða formaður Samfylkingarinnar telur að Atlantshafsbandalagið sé ekki hernaðarbandalag. Athygli vakti þegar hann fullyrti á Beinni línu hjá DV í fyrra að NATO færi ekki með hernaði á hendur nokkru ríki. Með- al annarra sem stokkið hafa Atl- antshafsbandalaginu til varnar er sjálfstæðismaðurinn Benedikt Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar og ritstjóri Vís- bendingar. Um helgina skrifaði hann grein á vefsíðu útgáfufélagsins Heimur þar sem hann kallaði NATO og Evrópusambandið „stærstu frið- arhreyfingar í heimi.“ n Stefán Pálsson Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga vill að Ísland hjálpi fórn- arlömbum NATO-herja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.