Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 23
„Óþægilegasta sem ég hef gert á ævinni“ Fólk 23Miðvikudagur 17. október 2012 Styrkir gott málefni n Forsetafrúin gefur föt til fjáröflunar N okkrar flíkur Dorritar Moussaieff verða boðnar upp á uppboði sem fram fer í Hörpu næsta laugardag, þann 20. október. Á meðal flíka forsetafrú- arinnar verður síð perluskreytt peysa sem er í miklu uppáhaldi hjá henni en peysan er sögufræg þar sem Dorrit klæddist henni þegar hún heimsótti Albert prins af Mónakó. Frá þessu er sagt á mbl.is en þar kemur fram að um sé að ræða hádegisverð sem er fjáröflun fyrir sumarbúðir fatlaðra í Reykjadal og sé hann skipulagður af Kids Parliament sem eru alþjóð- leg góðgerðasamtök með aðsetur í Vín. Tilgangur samtakanna sé að að efla menntun og styðja við bakið á fjölfötluðum börnum. Reykjadalur er sumar- og helgardvalarstaður fyrir fötluð börn og ungmenni sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hef- ur rekið frá árinu 1963. Árlega dvelj- ast í Reykjadal um 200 börn alls stað- ar að af landinu. Það eru fleiri frægir sem leggja sitt af mörkum til að styrkja þetta málefni því ýmislegt annað er á uppboðs- listanum. Þar má nefna Holly-kjól frá íslenska tískuhúsinu Ellu, leður- tösku eftir Mörtu Jónsson hönnuð, ljósmynd efir RAX, kvöldverð með Hrefnu Rósu Sætran, 18 holu golf- hring á GR-velli með Sigga Hlö og Þórði Rafni Gissurarsyni, úr frá Gil- bert og „makeover“-dag með Kalla Berndsen. n Þ ótt dagurinn hafi verið ein- um of pínlegur á köflum þá hittu þær vægast sagt vel í mark. Við munum hlæja að þessu það sem eftir er, segir tískubloggarinn Pattra Sriyanonge en vinkonur hennar gæsuðu hana um síðustu helgi. Pattra og unnusti hennar, knattspyrnumaðurinn Theodór El- mar Bjarnason, ætla að ganga í það heilaga þann 20. desember. Parið býr í Danmörku þar sem Theodór Elmar leikur með Randers FC en þau kíktu heim yfir síðustu helgi þar sem vinir þeirra höfðu skipulagt heljarinnar gæsun og steggjun sem sameinuðust í eitt stórt partí um kvöldið. „Strákarnir fóru meðal annars með hann í stúdíó þar sem var tekið upp frumsamið lag sem vinir hans höfðu samið. Því miður skildi enginn orð af því sem mað- urinn var að syngja þar sem greyið er algjörlega laglaus með öllu,“ segir Pattra sem sjálf var ekki tekin nein- um vettlingatökum. „ Dagurinn byrjaði á því að þær sóttu mig eldsnemma eða öllu heldur rændu mér og bundið var fyrir augun á mér. Áður en ég vissi af var ég stödd í bootcamp,“ segir Pattra og bætir við að æfingin hafi verið frekar skrautleg. „Og erfið þar sem ég er í versta formi lífs míns. Bjórinn sem ég var nýbúin að drekka var heldur ekki að gera mér neinn greiða.“ Næst var ferðinni heitið á Kex hostel þar sem Pattra fékk morgun- mat og meira öl. „Þangað mætti leikarinn Atli Thor Albertsson og fór með mér yfir atriði úr Píku- sögum og svo tók ég einleik fyrir stelpurnar. Næst á dagskrá var við- tal á FM957 en stelpurnar voru svo sniðugar að hafa sett auglýsingu í Fréttablaðið þar sem sagði að ég myndi gefa eiginhandaráritan- ir í Kringlunni. Ég átti sem sagt að ræða það í viðtalinu og mátti alls ekki minnast á gæsunina. Þetta var eitt það óþægilegasta sem ég hef gert á ævinni. Ég ákvað hins vegar bara að kýla á það og vera eins ýkt og „sjokkerandi“ og ég gat í von um að fólk fattaði að mér væri ekki alvara.“ Eftir gott bröns og gjafaflóð var ferðinni heitið í gókart. „Ég vonaði að þetta með Kringluna væri bara gott grín en stelpurnar voru það mikil kvikindi að dagurinn endaði í Kringlunni þar sem ég átti að veita eiginhandaráritanir og að sjálf- sögðu mátti ég ekki segja neitt um gæsunina. Ég get ekki lýst því hvað mér leið kjánalega. Það kom samt til mín svo mikið af sætum ungum stelpum og ég er glöð ef ég gladdi þær,“ segir Pattra og bætir við að eftir áritunina hafi verið matur og hjálpartækjakynning uns gleðin sameinaðist steggjuninni á Dolly. Pattra heldur úti vinsælu tísku- bloggi á trendnet.is. „Ég gæti ekki verið ánægðari með viðtökurnar. Bloggið mitt er mjög persónulegt en þar deili ég tískuáhuga mínum og bara öllu sem mér dettur í hug. Okk- ur líður vel hér í Danmörku og fata- búðirnar valda mér ekki vonbrigð- um. Þótt það sé alltaf jafn yndislegt að koma til Íslands og hitta fólk- ið sem maður elskar er ekki inni í myndinni að flytja heim aftur. Alla- vega ekki í nánustu framtíð.“ n indiana@dv.is n Tískubloggarinn Pattra upplifði vandræðalegasta dag lífs síns þegar hún var gæsuð af vinkonunum Trúlofuð Parið býr í Danmörku og ætlar að gifta sig þann 20. desember. Forsetafrúin Er glæsileg og þekkt fyrir að klæðast fallegum flíkum. „Íþróttaálfurinn“ auglýsti gos A ðstandendur fésbókarsíð- unnar Gamlar auglýsingar á Íslandi sérhæfa sig í að grafa upp gamlar og skemmtilegar auglýsingar og birta ásamt hnyttn- um textum. Auglýsingarnar eiga það flestar sameiginlegt að hafa ekki elst neitt sérstaklega vel og eru ansi hjá- kátlegar fyrir vikið. Þá hafa á síðunni dúkkað upp nokkur þekkt andlit sem auglýstu hinar ýmsu vörur hér á árum áður. Magnús Scheving, nú einna þekktastur sem íþróttaálfur- inn, auglýsti til dæmis Pepsi árið 1987. Þá æfði hann þolfimi af mikl- um móð og svalaði þorstanum með ísköldu Pepsi, ef marka má auglýs- inguna. Gamlar auglýsingar á Ís- landi flettu ofan af fortíð íþróttaálfs- ins undir textanum: „Íþróttaálfurinn á sér myrka fortíð. Hér sést hann reyna að pranga dísætu ropvatni inn á blessuð börnin.“ n n Fésbókarsíðan Gamlar auglýsingar á Íslandi slær í gegn G arðar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður hjá ÍA, hefur verið sam- bandi með ungri Skagasnót um tíma, en sú varð tvítug síðastliðinn þriðjudag. Garðar birti færslu á fésbókarsíðu sinni daginn fyrir af- mælisdag kærustunnar þar sem hann vakti athygli vina sinna á ungum aldri hennar. „Fæ að deita „táning“ í tæpan klt í viðbót,“ skrifaði Garðar, að viðbættum nokkrum blikkandi brosköllum. Sjálfur er Garð- ar 29 ára. Hann var um árabil giftur Ásdísi Rán og bjuggu þau saman í Búlgaríu þar sem hún sinnti fyrirsætustörfum og hann spilaði knattspyrnu. n n Knattspyrn- umaður beinir athyglinni að ungum aldri kærustunnar garðar „deitaði táning“ Hefur ekki horft á þáttinn B rettakappinn Halldór Helgason lifir hinu ljúfa lífi í Mónakó á milli þess sem hann keppir á snjóbretti og býr til snjóbrettamyndir, eins og fram kom í sjónvarpsþættinum Ís- þjóðinni með Ragnhildi Steinunni á dögunum. Þrátt fyrir að hafa lýst því yfir í þættinum að hann pældi lítið í því hvernig fyrirmynd hann væri fyrir unga snjóbretta- kappa virðist honum ekki alveg sama hvernig hann birtist. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Hall- dór nefnilega ekki ennþá fundið hjá sér kjark til að horfa á Ísþjóðar- þáttinn. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.