Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 22
Sögumaður af guðs náð n Saga um samskipti, völd og ótta M inning um óhreinan engil, er söguleg skáldsaga um ævin- týri ungrar sænskrar stúlku í Afríku um aldamótin 1900 skrifuð af Henning Mankell sem er Íslendingum vel kunnur fyrir sögur sínar um rannsóknarlögreglumann- inn Kurt Wallander. Henning skrifar ekki aðeins spennusögur heldur einnig klass- ískar skáldsögur eins og til að mynda bókina Danskennarinn snýr aftur. Aðalsöguhetjan Hanna Lund- mark er alin upp í nístingskulda og við andlega og veraldlega fátækt í sænskri sveit. Allslaus stígur hún upp í skip á leið til Ástralíu. Örlög- in ráða því að hún yfirgefur skipið í Austur-Afríku og stígur á land. Henning dregur upp sterka mynd af snauðri konu sem hef- ur tilveruna í Afríku. Hún er sak- laus og án lífsreynslu og því er sýn hennar ómenguð. Hún fær gistingu á vændishúsi og fær samúð með vændiskonunum. Hún er hvít kona í svörtu landi og fær að kynnast ótta hvíta fólksins við þá sem það undir- okar. Smám saman litar óttinn sýn hennar þar til voðaatburður verður til þess að hún tekur af- stöðu. Henning býr til skiptis í Sví- þjóð og Maputo í Mósambík og frásögnin ber þess merki. Lýs- ingar á náttúru, fólki og umhverfi eru leiftrandi fagrar og snjallar. Hann er sögumaður af guðs náð. Umskiptunum úr hvítum kuld- anum þar sem átökin eru helst við náttúruöflin, í hitann þar sem ríkja allsnægtir en óttinn hefur tekið völd, er lýst af listfengi. Minning um óhreinan eng- il er saga um samskipti, völd og ótta. Henning leikur sér að hugmyndum um allsleysi og allsnægtir og teflir á móti hug- myndum um ríkidæmið eða innri fátækt. n 22 Menning 17. október 2012 Miðvikudagur Hreint hjarta Heimildamyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson er nú sýnd í kvikmyndahúsum. Myndin fjallar um Kristin Ágúst Friðfinns son sem hefur verið prestur á Selfossi og nágrenni í 20 ár. Hann er litríkur persónuleiki sem er ekkert óviðkomandi þegar kemur að þjónustunni við sóknarbörnin. Kristinn þykir góður sálusorgari og margir leita til hans um hjálp. En á með- an hann leysir úr vandamálum annarra þarf hann að glíma við eigin vandamál og stendur í deil- um við yfirvöld innan kirkjunnar. Myndin var valin besta heimilda- myndin á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg 2012. Bestu myndir 10. áratugarins Vefsíðan AV Club hefur sett saman lista yfir 50 bestu kvik- myndir tíunda áratugarins. Efst á lista er myndin Good- fellas sem þeir segja eldast ákaflega vel. Hér að neðan gef- ur að líta þær kvikmyndir sem verma tíu efstu sætin sam- kvæmt AV Club. 1. Goodfellas (1990) 2. Pulp Fiction (1994) 3. Toy Story 2 (1999) 4. Dazed And Confused (1993) 5. Chungking Express (1994) 6. Out Of Sight (1998) 7. Reservoir Dogs (1992) 8. Unforgiven (1992) 9. Rushmore (1998) 10. Being John Malkovich (1999) Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Minning um óhreinan engil Höfundur: Henning Mankell Útgefandi: Mál og menning 368 blaðsíður Sterk mynd af snauðri konu Henning leikur sér að hugmynd- um um allsleysi og allsnægtir og teflir á móti hugmyndum um ríkidæmið eða innri fátækt. Frjálsleg uppskrift í réttum hlutföllum S öngva- og gleðimyndin Með allt á hreinu á þrjátíu ára af- mæli á þessu ári og af því til- efni hefur hún verið endur- útgefin á DVD í þriggja diska safni undir nafninu Astral- terta. Ásamt DVD-diskinum inni- heldur Astralterta tónlistina úr kvik- myndinni sem gefin var út á plötu á sínum tíma, sem og aukadisk með lögum sem heyrðust í myndinni en fóru ekki á plötuna. Nafnið á safndisknum kann að koma þeim sem ekki þekkja til myndarinnar spánskt fyrir sjónir, en það er tilvísun í texta lagsins ÚFÓ, þar sem Stuðmenn reyna að sann- færa lögreglumenn um að þeir hafi hitt geimverur sem buðu þeim upp á astraltertu. Þeir náðu ekki mynd- um en sönnunargagnið var astralt- ertugubb, sem ekki var skilgreint neitt frekar. Lagið sló hins vegar í gegn líkt og myndin sjálf og öll tónlistin úr henni. Allt gekk upp Það er óhætt að segja að Stuðmenn hafi hitt naglann á höfuðið með kvikmyndinni en vinsældir henn- ar urðu gífurlegar og hafa lítið dvín- að. Myndin hefur nefnilega elst ótrú- lega vel og virðist einnig höfða til nýrra áhorfenda af næstu kynslóð á eftir þeirri sem sá hana fyrst. Stuð- mannahúmorinn er svo kostulega súr og flippaður og virðist á einhvern dá- samlegan hátt bara virka. Hann virk- aði fyrir þrjátíu árum og virkar enn þann dag í dag. Í nýlegu viðtali í DV viðurkenndi Egill Ólafsson, söngvari Stuðmanna, að þeir hefðu oft rætt það sín á milli af hverju myndin varð svona vin- sæl, en ekki komist að neinni niður- stöðu. Þetta hefði einfaldlega verið þannig að ungir menn hefðu hist á tilteknu augnabliki og allt hefði geng- ið upp. „Fullorðnir og börn horfðu á hana og allir virtust geta samsamað sig þessu skrýtna galleríi af fólki sem fram kemur í myndinni,“ sagði Egill í viðtalinu. Samtöl spunnin á staðnum Engin samtöl í Með allt á hreinu voru skrifuð í handrit, heldur voru þau að miklu leyti unnin á staðnum við tök- ur á myndinni. Sýnir það bæði hvað sköpunarkrafturinn var mikill og samstarf allra þeirra sem að myndinni komu þurfti að vera óaðfinnanlegt. Í myndinni er vissulega stund- um vaðið úr einu í annað enda bruna hljómsveitirnar Stuðmenn og Gær- ur landshorna á milli og keppast um hylli ballgesta í hinum ýmsu félags- heimilum víðsvegar um landið. Það kemur þó ekki að sök því tónlistarat- riðin eru límið sem heldur myndinni saman. Þetta var frjálsleg uppskrift, þó í réttum hlutföllum, sem einfaldlega gekk upp og náði til fólks. Kolféll fyrir kvikmyndinni Ég sá Með allt á hreinu í fyrsta skipti fyrir 18 árum, þá 12 ára, og kolféll einmitt fyrir þessu skrýtna galleríi af fólki sem Egill talaði um. Um var að ræða VHS-útgáfuna sem fylgdi með tvöföldum pylsupakka í Bónus. En á þeim tíma fylgdu íslenskar myndir gjarnan með pylsupökkum og gengu þær margar hverjar í endurnýjun líf- daga fyrir vikið. Ég hreifst svo af Með allt á hreinu að ég horfði á hana nánast á hverj- um degi í heilt ár. Hún kom mér alltaf í gott skap og tónlistin var hressandi. Eftir því sem tíminn leið og myndin rúllaði oftar í gegnum vídeótækið fór ég að hafa áhyggjur af því að ég myndi eyðileggja spóluna. Ég dró úr áhorf- inu því ég vildi alls ekki tapa þessari gersemi og fór í kjölfarið á stúfana að reyna að hafa upp á plötunni með tónlistinni. Gekk á milli hinna ýmsu plötubúða og safnara án árangurs. Tónlistin úr myndinni virtist á þess- um tíma ófáanleg og ég varð að gjöra svo vel að sætta mig við það. Nokkrum árum síðar var hún þó endurútgefin á geisladiski sem ég stökk á um leið. Nú eftir þrjátíu ár er þetta loksins fáanlegt í einum pakka, kvikmyndin og tónlistin, og finnst mér ég hafa himin höndum tekið. Festir sig í sessi í sálinni Það voru komin nokkur ár frá því ég sá Með allt á hreinu þegar ég fékk Astraltertu í hendurnar fyrir skömmu. Með glöðu geði endur- nýjaði ég kynni mín af bæði kvik- myndinni og tónlistinni. Og afstaða mín hefur ekki breyst frá því ég var 12 ára, ást mín á Stuðmönnum er ein- læg og sönn. Með allt á hreinu er að mínu mati meistaraverk sem ætti að vera til á hverju heimili. Það er bara eitthvað við þessa skrýtnu karaktera, gleðina og stemninguna sem nær til fólks og festir sig í sessi í sálinni. Stuðmenn voru með allt á hreinu við gerð myndarinnar og slíkt verður ekki leikið eftir. n n Með allt á hreinu er meistaraverk sem á að vera til á hverju heimili Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Bíómynd Astralterta - Með allt á hreinu - afmælisútgáfa Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson Útgefandi: Sena Komu saman aftur Stuðmenn komu saman aftur í tilefni 30 ára afmælis Með allt á hreinu og héldu tónleika í Hörpu. Með allt á hreinu „Fullorðnir og börn horfðu á hana og allir virtust geta samsamað sig þessu skrýtna galleríi af fólki sem fram kemur í myndinni,“ sagði Egill Ólafsson um myndina í viðtali í DV um nýverið. Góð Kaup GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. s. 544 5550 GÓÐ KAUP Sérstakur afsláttur á • Saunaklefum 206x206 sm • Joutsen m/45 mm bjálkum • Roro m/38 mm bjálkum Auðvelt að breyta í útihús GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. s. 544 5550 GÓÐ KAUP Sérstakur afsláttur á • Saunaklefum 206x206 sm • Joutsen m/45 mm bjálkum • Roro m/38 mm bjálkum Auðvelt að breyta í útihús Auðbrekku 19, 200 Kóp. s. 544 5550 GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. s. 544 5550 GÓ Sérstakur afsláttur á • Saunaklefum 206x206 sm • Joutsen m/45 mm bjálkum • Roro m/38 mm bjálkum Auðvelt að breyta í útihús Nokkrir finnskir saunaklefar fyrir heimahús á mjög góðu verði. Þakflísar - brúnar, grænar, rauðar og svartar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.