Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2012, Blaðsíða 11
Lögreglustjóri kærður n Sakaður um brot á upplýsingalögum E va Hauksdóttir, bloggari hef- ur kært Stefán Eiríksson lög- reglustjóra til úrskurðarnefnd- ar um upplýsingamál vegna synjunar hans um að veita henni af- rit af skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um búsáhaldabyltinguna. Krefst hún þess að synjun hans verði felld úr gildi og hún fái aðgang að skýrslunni. Stefán hefur neitað Evu um af- rit af skýrslunni á þeim grundvelli að skýrslan sé „samantekt sem unn- in var upp úr skráningum í málaskrá lögreglu.“ Eva furðar sig á því að Stef- áni vísi ekki til nokkurra laga og að synjunin sé ekki rökstudd betur. Eva er ekki ein um að hafa krafist þess að fá afrit af skýrslunni. Gunn- ar Bragi Sveinsson, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, hefur krafist þess að lögreglustjóri afhendi Alþingi skýrsluna. Hann telur mik- ilvægt að upplýst verði hvort þing- menn hafi haft áhrif á mótmælin. „Ef að það er þannig að Alþingismenn hafi með einhverjum hætti tekið þátt í þessu og hugsanlega stofnað Al- þingi og lífi lögreglumanna í hættu, þá er nauðsynlegt að það komi fram þannig að menn geti lært af því,“ sagði Gunnar Bragi í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í septem- ber. Ætla má að áhugi þeirra Evu og Gunnars Braga á skýrslunni eigi sér gjörólíkar ástæður. Gunnar Bragi Sveinsson ásamt tveimur öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins, Vigdísi Hauksdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni, hefur þrisvar sinnum lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að „framferði einstakra þing- manna í búsáhaldabyltingunni verði rannsakað og það kannað hvort þeir kunni að hafa bakað sér refsiábyrgð.“ Þau hafa ekki haft erindi sem erfiði. Eva Hauksdóttir er hins vegar móð- ir Hauks Hilmarssonar sem handtek- inn var þegar mótmælin stóðu hvað hæst árið 2008. johannp@dv.is Fréttir 11Miðvikudagur 17. október 2012 Er á flótta undan ítölsku mafíunni E vrópusambandið er gagnrýnt í nýrri skýrslu breskra um- hverfisverndarsamtaka fyr- ir að fylgjast ekki nægilega vel með ólöglegum fiskveið- um úti fyrir ströndum Vestur-Afríku. Rannsóknin sem fjallað er um byggir á 18 mánaða rannsóknarvinnu á ólöglegum fiskveiðum í Vestur-Afr- íku en á tímabilinu urðu samtökin vitni að því að 252 skip stunduðu slíkar veiðar. Fiskiskipin eru merkt með þjóðfánum tiltekinna Evrópu- sambandsríkja. Skýrslan er unnin af samtökunum Environmental Justice Foundation (EJF) og fór fram úti fyrir Síerra Leóne. DV hefur fjallað um fiskveiðar ís- lenskra skipa úti fyrir ströndum Vest- ur-Afríku síðastliðna mánuði. DV hefur ekki heimildir fyrir öðru en þær veiðar séu löglegar í þeim skiln- ingi að keypt eru veiðileyfi af þar- lendum yfirvöldum. Ásókn fiskiskipa í veiðisvæðin úti fyrir ströndum Vest- ur-Afríku byggir á því, sama hvort um er að ræða löglegar eða ólöglegar veiðar, að fiskmiðin þar eru einhver þau gjöfulustu í heiminum og við- komandi Afríkuríki hafa ekki kom- ið sér upp þeirri kunnáttu og þeim dýru tækjum og tólum sem til þarf til að stunda stórvirkar veiðar á fiski á þessum miðum. Veiðisvæðin lokuðust Útgerðarfélagið Samherji er stærst íslenskra fyrirtækja í þessum veiðum en árið 2007 keypti akur- eyska útgerðin starfsemi Sjólaskipa á svæðinu. Veiðisvæði Samherja við strendur Afríkuríkisins Máritaníu lokuðust að stóru leyti um mánaða- mótin ágúst-september eftir að ríkis- stjórnin í landinu færði fiskveiði- lögsögu landsins út í 20 sjómílur. Samherji hefur stundað arðbærar veiðar, aðallega á hestamakríl, við strendur landsins. Verksmiðjutogar- ar Samherja hafa verið við veiðar á svæðinu allt árið. Á milli 30 og 40 prósent af tekjum Samherja, á þriðja tug milljarða króna árlega, eru til- komin vegna veiða fyrirtækisins við strendur Máritaníu og annarra ríkja í Vestur-Afríku, til dæmis Marokkó. Gríðarlegt tap Í skýrslunni kemur fram að sjóræn- ingjaveiðar – ólöglegar fiskveiðar þar sem sjómenn ræna í reynd fiskinum í sjónum – skili sér í fjárhagslegu tapi upp á 10 til 23 milljarða Bandaríkja- dala á hverju ári. Hlutfallslega mest af þessum sjóræningjaveiðum eiga sér stað úti fyrir ströndum Vestur- Afríku: „Talið er að sjóræningjaveiðar séu hvergi algengari í heiminum en á fiskimiðunum við Vestur-Afríku en um 37 prósent af þeim afla sem veiddur er má rekja til sjóræningja- veiða.“ Nota fána Evrópusambandslanda Samkvæmt hafréttarlögum Sam- einuðu þjóðanna (UNCLOS) eiga þjóðríki að fylgjast með og hafa eftirlit með togurum sem merktir eru þjóðfánum þeirra. Í skýrslunni kemur fram að bresku samtökin hafi séð dæmi þess að erlendir togarar sem veiða við strendur Vestur-Afr- íku hafi keypt sér þjóðfána frá lönd- um Evrópusambandsins með ólög- mætum hætti og siglt þannig undir fölsku flaggi við Afríkuveiðarnar. Út- gerðirnar sem veiða með þessum hætti í Afríku kaupa fánana af milli- liðum. Þetta er meðal annars gert til að fela raunverulegt eignarhald á skipunum. Í skýrslunni kemur fram að bresku samtökunum hafi gengið erfiðlega að rekja raunverulegt eignarhald á mörgum skipanna en að í kringum sautján prósent af skipunum hafi reynst vera í eigu fyrirtækja í löndum Evrópusam- bandsins. Þessi leynd sem hvíli yfir eignarhaldi skipanna geri það að verkum að erfiðlega gangi að átta sig á því hvaða einstaklingar og fyrirtæki það eru sem græða með ólögmætum hætti á þessum sjó- ræningjaveiðum: „Sú staðreynd að erfiðlega gengur að finna raunveru- legt eignarhald á skipunum kemur í veg fyrir að hægt sé að draga þá sem græða á sjóræningjaveiðunum til ábyrgðar.“ n n Svört skýrsla breskra samtaka um fiskveiðar við Vestur-Afríku„Talið er að sjóræn- ingjaveiðar séu hvergi algengari í heimin- um en á fiskimiðunum við Vestur-Afríku. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is ESB gagnrýnt vEgna afríkuvEiða Eitt af skipum Samherja M/V Heinaste er einn af tog- urum Samherja sem veitt hef- ur við strendur Afríku. Skipið er skráð í Mið-Ameríkuríkinu Belís. Þorsteinn Már Baldvins- son er forstjóri félagsins. Fær ekki 138 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði á þriðjudag 138 milljóna króna kröfu Sigurðar Einarssonar, fyrr- verandi stjórnarformanns Kaup- þings, í þrotabú bankans. Um var að ræða launatengdar kröf- ur í þrotabúið en Kaupþing hafði áður viðurkennt 73 milljóna króna kröfu Sigurðar en hann vildi upp- haflega 210 milljónir. Sigurð- ur vildi hins vegar það sem eftir stóð líka viðurkennt en því hafn- aði héraðsdómur. Lögmaður Sig- urðar, Gestur Jónsson, sagði á vef Ríkis útvarpsins að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hvort úr- skurðurinn yrði kærður til Hæsta- réttar. Eldri kona varð nærri úti Starfsmaður Menntaskólans á Ísafirði kom að aldraðri konu síð- astliðið sunnudagskvöld sem hafði villst af heimili sínu. Seg- ir starfsmaðurinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, í samtali við ísfirska fréttamiðilinn Bæjar- ins besta að engu hefði mátt muna að gamla konan yrði úti og réð til- viljun því að henni var komið til bjargar. Var konan aðeins klædd í ör- þunna blússu og var hún köld og illa áttuð. Samkvæmt upplýsing- um BB.is býr konan í íbúðum eldri borgara á Hlíf á Ísafirði. „Hún var aðframkomin af kulda og þreytu og ekkert annað en algjör tilviljun réð því að við urðum hennar vör,“ segir starfs- maðurinn sem sagði að hún hefði ekki þolað mikið lengri vist úti í kuldanum. Bjarni sendir tölvupóst Um helgina sendi Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, út tölvupóst til allra þeirra sem skráðir eru í Sjálfstæðis flokkinn og hvatti þá til að taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni þann 20. október. „Það er mikilvægt að segja nei“ skrifar hann og lýsir þeirri skoðun sinni að fólk ætti að mæta á kjörstað. Segir hann að hér sé „ekki um eiginlega þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða, þar sem mál er til lykta leitt, heldur ráðgefandi kosn- ingu.“ Jafnframt skrifar hann: „Það er ábyrgðarhluti að bregðast ekki við, nýta ekki hvert tækifæri til að koma í veg fyrir fúsk þegar verið er að breyta stjórnarskránni.“ Stefán Eiríksson Neitar að afhenda afrit af skýrslu Geirs Jóns Þórissonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.